Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Enginn þarfað efastum að lífs- kjör almennings hafa versnað mjög síðastliðið rúmt ár. Þetta kemur ágæt- lega fram í fréttaskýringu Morgunblaðsins í gær þar sem meðal annars er rætt við full- trúa frá Hjálparstarfi kirkj- unnar. Þörfin fyrir aðstoð við þá sem búa við kröppust kjör- in hefur margfaldast. Þannig leituðu 152 fjölskyldur til Hjálparstarfs kirkjunnar eftir mataraðstoð í september fyrir tveimur árum, en í ár voru það 735 fjölskyldur sem óskuðu aðstoðar. Mikilvægt er að huga vel að sárri þörf þeirra sem höll- ustum fæti standa og þeir sem betur eru settir ættu að leyfa öðrum að njóta þess í verki. Ekki er vafi að margir munu gera það. Einn þeirra sem styrkja hjálparstarfið er Pokasjóður sem nú mun, annað árið í röð, styrkja Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar um 50 milljónir króna til mat- argjafa um jólin. Þetta er mik- ilvægt framlag og mun auð- velda mörgum að komast í gegnum hátíðarnar. Í þessu sambandi koma óneitanlega upp í hugann ýmis önnur misjafnlega mikilvæg útgjöld, sér í lagi hjá hinu op- inbera. Þau útgjöld sem lík- lega eru hvað óþörfust og um leið stærst eru áformuð út- gjöld ríkisins vegna Icesave. Þó að framlag Pokasjóðs, 50 milljónir króna, sé vissulega töluvert, er það einungis dropi í hafið í samanburði við það sem ríkisvaldið hyggst leggja á skattgreiðendur vegna Ice- save. Vaxtagjöldin ein eru um 800 sinnum meiri en framlag Pokasjóðs til þeirra sem minna mega sín. Í þeirri hörðu tíð sem framundan er hjá mörgum fjölskyldum í landinu er óskiljanlegt að ríkisstjórn – ekki síst sú sem kennir sig við velferð – skuli ákveða að henda tugum milljarða króna árlega í greiðslu skuldar sem er ekki íslensku þjóðarinnar heldur einkafyrirtækis sem komið er í þrot. Ef einhverjir telja að ís- lenska ríkið sé aflögufært um 40 milljarða króna á ári í greiðslu fyrir ekki neitt, væri þá ekki nær að verja því fé til stuðnings við Íslendinga sem búa við bágan hag? Ríkis- stjórnin er reiðubúin að leggja allt í sölurnar til að sannfæra meirihluta Alþingis um að nauðsynlegt sé að eyða slíkum upphæðum til að greiða Ice- save-skuld einkafyrirtækis. Hvers vegna leggur hún ekki frekar fram frumvarp um að þessum fjármunum verði varið til stuðnings við þá sem höll- ustum fæti standa hér á landi? Forgangsröðun er stundum til umræðu í stjórnmálum og þykir misjafnlega skyn- samleg. Sú forgangsröðun rík- isstjórnarinnar, að senda tugi milljarða úr landi en hækka um leið skatta og draga úr at- vinnu, er með öllu óskiljanleg. Ísland þarf á því að halda að byggt sé upp og að staðið sé við bakið á þeim sem landið byggja. Ríkisstjórn sem keppist við að senda fjármagn úr landi í stað þess að bæta lífskjör landsmanna er á mikl- um villigötum. Hvers vegna er greitt fyrir Icesave í stað þess að hjálpa bágstöddum?} Rétt forgangsröðun? Dómsmálaráð-herrann hef- ur tilkynnt að brugðist verði við því ófremdar- ástandi sem blas- að hefur við dómstólum landsins. Full ástæða er til þess að fagna þessum við- brögðum ráðherrans. Um nokkurt skeið hafa verið uppi áhyggjur vegna þess að íslenskum dómstólum væri orðið mjög örðugt að valda sínum verkefnum vegna mik- ils álags annars vegar og þröngs fjárhagsramma hins vegar. Morgunblaðið hefur á undanförnum vikum vakið sérstaka athygli á þessari stöðu og forráðamenn dóm- stóla og lögvísindamenn hafa gert glögga grein fyrir málinu. Ekki er ósenni- legt að það hafi ýtt á þessa nið- urstöðu að Hæsti- réttur Íslands ákvað nýver- ið, að ekki væri tækt að bregðast jákvætt við kröfu um endurnýjaða gæslu- varðhaldsvist manns sem dæmdur hafði verið til þungrar refsingar í héraðs- dómi þar sem dregist hafði úr hömlu að ganga frá skjöl- um til saksóknara. Vonandi ber dóms- málaráðherrann gæfu til að flytja þetta mál sem sérstakt frumvarp, ella er líklegt að það tefjist í samkrulli við önnur og umdeildari mál. Bæta varð úr fjár- hagslegum þreng- ingum dómstóla} Rétt ákvörðun dómsmálaráðherra P eningar eru málið eins og margoft hefur sannast. Hamingjan fæst ekki ókeypis, ekki ástin og ekki maturinn. Hvað þá vínið. Ekki nema von að maður sé hættur! Kannski fæst fátt ókeypis nú orðið nema eitt og eitt fyrirtæki eða stofnbréf sem eru svo hirt af manni hvort sem er eins og hendi sé veifað. Nema maður sé fjárráða. Ég gerðist svo djarfur á þessum vettvangi um daginn að fara með ákveðna nískuspeki; benda á nokkur sparnaðarráð, og fékk ótrúleg viðbrögð. Mín kynslóð hreifst af hugmynd- unum en foreldrarnir síður því fólk á miðjum fimmtugsaldri hrúgaðist „heim“ til þess að horfa á leikinn í sjónvarpinu af því það tímdi ekki að borga áskriftargjaldið, til að borða hjá mömmu vegna þess að maturinn hennar er miklu betri en annars staðar (!), jafnvel til þess að láta bjóða sér í glas… Mér þykir leitt að umræddur pistill orsakaði svo mikinn samdrátt í samfélaginu að nálgast hættumörk og hvet því jafnaldra mína til þess að gerast áskrifendur aftur og að fara á veitingastað þegar þeir nenna ekki að borða heima. Peningar eru til, svo hægt sé að eyða þeim. Fólk á að fara á krána ef það er búið með bjórinn, ekki heim til pabba og mömmu. Hjól efnahagslífsins verða að snúast áfram, ekki bara hjól foreldranna. Þrátt fyrir pistilinn um daginn ákvað ég því að gera mitt til þess að stöðugleikasáttmálinn haldi. Góðir lesendur; vinsamlega gleymið fyrri pistlinum, dragið fram veskið og byrjið að undirbúa jólin. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, aðeins tæpir 50 dagar þar til rjúpnasósan verður tilbúin. Ef þjóðin er þekkt fyrir eitthvað er það óbil- andi trú á sjálfa sig, sameiningarkraftur par excellance og skuldasöfnun. Okkar tími er því kominn! Ég fór í hraðbanka í vikunni til þess að auka yfirdráttinn með það í huga að styrkja banka- kerfið; borga aðeins meiri vexti. Setti seðla í veskið – sem hafði ekki gerst síðan krít- arkortið var fundið upp – og lagði inn á annan reikning í næsta banka til að auka veltuna. Þar var með var bankakerfinu bjargað um stund með færslugjaldinu. Svo heppilega vildi til að ég gleymdi fimm- þúsundkalli í veskinu og fann hann ekki fyrr en í gær þegar tveir glæsilegir fulltrúar björgunarsveitanna seldu mér Neyðarkall í Bónus. Afhenti þeim seðilinn og hélt brosandi inn í búðina með kall í vasanum og fleiri seðla í veskinu en áður. Það hefðu börnin kallað góðan díl! Peningar eru málið. Það góða við fréttir síðustu daga eru þau skilaboð til foreldra að börnum er óheimilt að fá lánað nema með samþykki sýslumanns. Mér vitanlega er hann í fríi á laugardögum og því ekki mögulegt að lána af- kvæmunum fé þegar farið er í nammibúðina. Ætli megi gefa þeim pening? Rétt er að nefna til öryggis, í ljósi þess að hér bar fjár- mál á góma, að ég er ennþá 1,75. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Pabbi, geturðu lánað mér tíkall? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Y firvofandi skattahækk- anir og breytingar á skattkerfinu verða mál málanna á næstunni. Í fjárlagafrumvarpinu eru gert ráð fyrir að skatttekjur auk- ist um 73 milljarða á næsta ári. Bein- ir skattar eiga að skila tæpum 38 milljörðum. Forysta ríkisstjórn- arinnar hefur nú fallist á að umfang aðhaldsaðgerða fjárlagafrumvarps- ins sé of mikið og boðar að slakað verði á þeim á næsta ári. Það verði eingöngu gert á tekjuhlið fjárlag- anna. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði á Alþingi í gær að vegna minni samdráttar, minna atvinnuleysis, lægra framlags rík- isins til nýju bankanna og minni vaxtagjalda en reiknað var með, væri nú búist við að „aðlögunarþörf rík- issjóðs“ minnkaði um 20 milljarða á næsta ári og yrði 52 milljarðar í stað 72 milljarða. „Það þýðir að ríkið get- ur dregið úr nauðsynlegum skatta- hækkunum sem þessu nemur,“ sagði hún. Skattahækkanir eru það ágrein- ingsmál sem enn stendur út af borð- inu í viðræðum ríkisins og aðila vinnumarkaðarins. Ríkisstjórnin lof- aði að taka hina mjög svo umdeildu orku-, auðlinda og umhverfisskatta til endurskoðunar, en þeir áttu að skila 16 milljörðum á næsta ári. Sam- tök atvinnulífsins hafa ekki einasta gagnrýnt orkuskattinn harðlega, sem leggjast myndi á stóriðjuna, heldur myndi kolefnisgjaldið falla mjög þungt á útgerðina og flug- rekstur. SA hefur á móti sagt at- vinnulífið reiðubúið að taka á sig hærri skatta sem nemur þessari fjár- hæð. Er þar aðallega reiknað með hækkun tryggingagjalds. Hitt deiluefnið snýst um hvernig staðið verður að álagningu tekju- skatts á einstaklinga á næsta ári. ASÍ krefst þess að staðið verði við hækk- un skattleysismarka og ríkisstjórnin hefur á móti lofað að ekki komi til aukinnar skattbyrði á lægstu laun. Í kjarasamningum var frá því gengið að persónuafslátturinn hækkaði um 2 þúsund kr og hækkaði til jafns við verðlagshækkanir milli ára. Fram kom í máli forsætisráðherra á Al- þingi í vikunni að þetta þýddi 9 millj- arða kr. útgjaldaauka fyrir ríkissjóð. Komið hefur til skoðunar að gjör- bylta skattkerfinu, taka jafnvel upp þriggja þrepa tekjuskattskerfi að danskri fyrirmynd og á samráðs- fundum hefur verið rætt um að fella fjármagnstekjuskattinn inn í al- menna tekjuskattskerfið. Enn liggur engin niðurstaða fyrir og ekkert hef- ur fengist upplýst um skattprósentur eða hvaða tekjumörk yrði miðað við. Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, segir að sveitarfélögin þurfi sem fyrst að fá upplýsingar um hvaða áhrif skatt- kerfisbreytingar hafa. Jöfn- unarsjóður þeirra fær tekjur í hlut- falli af tekjum ríkissjóðs. Skattahækkanir geta haft mikil áhrif á útgjöld sveitarfélaga, ekki síst tryggingargjaldið. Spurður um út- svarshækkanir segir Halldór menn þurfa að átta sig á heildarmyndinni áður en hægt sé að svara því. „Við höfum horft meira til þess að ná nið- ur kostnaði,“ segir hann en kveðst ekki geta útilokað skattahækkanir. Tekist á um hverjir beri skattbyrðarnar Morgunblaðið/Heiddi Aðgerðir Skýrast á fljótlega hvort tekinn verður upp margþrepaskattur í tekjuskattinum. Skiptar skoðanir eru á áhrifum þess á staðgreiðslukerfið. Þó ríkisstjórnin boði nú að draga megi úr skattahækkunum um 20 milljarða eru miklar hækkanir eftir í spilunum. Óljósar hug- myndir eru orðaðar um þriggja þrepa tekjuskatt og sýnist sitt hverjum. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir að margþrepakerfi yrði mikil aft- urför frá staðgreiðslukerfinu. Það myndi flækja skattkerfið og stórauka eftirágreiðslur ekki síst við aðstæður eins og hér eru þar sem mikil hreyf- ing er á vinnumarkaðinum. „Það er skref afturábak að mínu mati að flækja kerfið þannig,“ segir hann. „Við eig- um eftir að sjá allar útfærslur á þessu en ég geri ekki ráð fyrir því að skattar lækki á hærri tekjur.“ ASÍ hefur lengi verið þeirrar skoðunar að skattleggja eigi lægri tekjur með öðrum hætti en gert er í dag, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Ef tekið yrði upp fjölþrepa- skattkerfi þá nytu allir lægsta skattþrepsins og meðalskatt- urinn gæti orðið á svipuðu róli og verið hefur. Hafa ber í huga að efsta skattprósentan legðist eingöngu á efsta hluta teknanna. Sú útfærsla gæti verið mun betri en núverandi kerfi þar sem 8% skattur er lagður á tekjur einstaklinga fyrir ofan 700 þúsund. Skref í rétta átt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.