Morgunblaðið - 07.11.2009, Side 46

Morgunblaðið - 07.11.2009, Side 46
46 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 ✝ Guðmundur Ei-ríksson frá Hlíð- arhúsum fæddist 14. september 1956. Hann lést af slysför- um 27. október síðast- liðinn. Hann er sonur hjónanna Bjargar Halldóru Runólfs- dóttur f. 24. júlí 1923 og Eiríks Einarssonar f. 5. október 1912, d. 17. apríl 1991, bænda í Hlíðarhúsum. Systk- ini Guðmundar eru Sigbjörn Hlíðar og Guðrún. Útför Guðmundar fer fram frá Sleðbrjótskirkju í dag, 7. nóvember og hefst athöfnin klukkan 14. Minningarnar um Guðmund Ei- ríksson eða Gumma eins og hann var kallaður hrannast nú upp við hið sviplega og ótímabæra fráfall hans. Ná þær allt aftur til þess er hann kom í barnaskóla til mín í Hrafnabjörg, níu ára gamall þroskalítill drengur sem hafði orð- ið fyrir áfalli sem barn og sett hafði mark sitt á hann. Það má segja að það hafi ekki hentað Gumma að tileinka sér bóklegt nám á þessum tíma, en það kom síðar. Áhugasvið hans var að taka þátt í daglegum störfum, stússa við skepnur og önnur bústörf. Það kom fljótt í ljós hvað Gummi var glöggur á margt, mundi til dæmis afmælisdaga fjölda fólks og hringdi gjarnan í vini sína til að óska þeim til hamingju með daginn. Þá var hann mjög fjárglöggur sem sannaðist enn og aft- ur á dögunum þegar verið var að fara í gegnum lífgimbrar hjá mér og Gummi var mættur til aðstoðar eins og svo oft áður, að hann mundi frá sauðburðinum í vor und- an hvaða á hin og þessi gimbur var, en hann var vanur að koma og hjálpa til hjá okkur við sauðburð áður en hann byrjaði í Hlíðarhús- um. Þá vil ég nefna verk sem Gummi lét sig ekki vanta í ef kost- ur var, eins og þegar þurfti að hirða mikið af þurrheysböggum og þegar rúningsmaður var mættur og þurfti aðstoð. Þetta er aðeins lítið sýnishorn af mörgu sem Gummi lét til sín taka og vildi rétta hjálparhönd. Við get- um því seint fullþakkað alla hjálp- ina og samveruna með þér trygg- lyndi og trausti vinur. Þín verður sárt saknað við mörg tækifæri á Hrafnabjörgum. Við sendum fjölskyldunni í Hlíð- arhúsum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur Ingibjörg og Jónas. Mikið vorum við heppnar og rík- ar systurnar að fá að kynnast þér, Gummi. Þú varst heimagangur á heimili foreldra okkar frá því að við munum eftir okkur. Það voru ófá skiptin að þú læddist upp af- leggjarann á traktornum og stóðst á eldhúsgólfinu með bros á vör af þinni einlægu og barnslegu gleði. Þú varst stór og mikilvægur hlekk- ur í fjölskyldunni og undanfarin ár eyddir þú meira að segja með okk- ur hluta af jólunum og fagnaðir með okkur nýju ári. Það er margs að minnast þegar við hugsum til baka en líklega stendur ferðin vestur á firði upp úr sem við fórum öll fjölskyldan og þú auðvitað með í för. Þar varst þú í essinu þínu og þið pabbi sérlega góðir í því að finna einhverja furðufugla til að spjalla við. Svo komst þú í hláturskasti og sagðir okkur hinum frá öllu saman með tilþrifum. Það getur vel verið að í gamla daga höfum við ekki alltaf verið þægilegar í umgengni, skelli- bjöllurnar þrjár. Okkur fannst sjálfsagt að þú myndir spila við okkur ólsen ólsen klukkutímunum saman og svo voru þér fengnar barnabækur í massavís til að lesa upphátt. Já, við áttum það líka til að leiðrétta ef ekki var alveg farið rétt með. En alltaf hafðir þú gam- an af vitleysunni í okkur og mikið var nú hlegið þegar þú varst í heimsókn. Það er sárt að hugsa til þess að þú skulir vera farinn frá okkur en minning um góðan frænda lifir. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Elsku Bogga, Hlíðar, Guja, Eiki, Kalli, Kiddi og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Harpa, Vala og Soffía. Slysin gera ekki boð á undan sér og óútreiknanleiki þeirra er slíkur að aldrei er hægt að búa sig undir þannig áföll. Aldrei hafði ég svo mikið sem leitt hugann að því að þú, gamli félagi, kveddir okkur sem eftir stöndum svo snöggt og fyrirvaralaust. Svona er þó tilver- an duttlugafull og óræð, rétt eins og stormsveipirnir í Hlíðinni. Þú hefur þú kvatt okkur, Gummi minn, en skilur samt eftir margar góðar minningar. Ég get nefnt fót- boltaæfingar ungmennafélagsins, byggingu Hálsakots, margar ferðir okkar unglinganna á dansleiki og aðrar skemmtanir og svo mætti lengi telja. Ekki má heldur gleyma vinnunni í sláturhúsinu á Fossvöllum, en þar unnu ungir sem aldnir hlið við hlið og áttu saman góðar stundir þrátt fyrir erfiða og misskemmti- lega vinnu. Þar naust þú þín vel og laumaðir ófáum meinlegum at- hugasemdum að samstarfsfólkinu en hlaust þó velvild þeirra og vin- áttu að launum. Sú vinátta þín og vinnufélaganna trúi ég að hafi haldist, rétt eins og okkar vin- skapur. Hann birtist mér alltaf í hlýju handtaki þínu, sposku brosi og glettinni sögu af sveitungunum ef tími gafst til að spjalla saman. Þessar minningar geymi ég með mér nú þegar leiðir skiljast, minn- ingar um góðan dreng sem var vin- ur vina sinna. Ég votta fjölskyldunni í Hlíð- arhúsum mína dýpstu samúð vegna fráfalls Guðmundar Eiríks- sonar. Stefán Bragason. Guðmundur Eiríksson ✝ Þórunn Guðjóns-dóttir fæddist á Neðri-Þverá í Fljóts- hlíð 11. júní 1919. Hún lést 2. nóvember 2009. Foreldrar hennar voru Guðjón Árnason bóndi á Neðri-Þverá, f. 8. febrúar 1886, d. 6. nóvember 1954 og Sigríður Sigurð- ardóttir húsfreyja f. 23. júlí 1894, d. 26 ágúst 1977. Þórunn var næstelst 5 systk- ina. Eftirlifandi bróðir hennar er Magnús Guðjónsson rafvirki í Reykjavík, f. 3. nóvember 1936. Þórunn giftist 21. desember 1941 Yngva Kristni Jóns- syni bónda og vörubíl- stjóra frá Hárlaugs- stöðum í Ásahreppi, f. 5. maí 1905, d. 12 nóv- ember 1989. For- eldrar hans voru Jón Runólfsson bóndi á Hárlaugsstöðum f. 10. september 1865, d. 29. október 1934 og Vil- borg Jónsdóttir hús- freyja f. 15. október 1866, d. 10. maí 1940. Þórunn og Kristinn eignuðust 5 börn. Útför Þórunnar fer fram frá Kálfholtskirkju í Ásahreppi í dag, 7. nóvember, og hefst athöfnin kl. 14. Látin er á 91. aldursári kær tengdamóðir mín. Það var fyrir rúmum 40 árum sem ég kom fyrst í Borgarholt með Jóni elsta syni hennar. Hún var seintekin í fyrstu, enda fremur hlédræg og feim- in, en ekki leið á löngu þar til hennar innri maður kom í ljós. Eftir því sem árin liðu kunni ég betur og betur að meta hana og reyndist hún mér frá- bær tengdamóðir í alla staði. Undir hrjúfu yfirborðinu leyndist hlý, hóg- vær og mjög vel gefin kona. Hún var langt í frá skaplaus og lét hispurs- laust í ljós skoðanir sínar um menn og málefni. Þórunn var mikill dugnaðar- forkur og frábær húsmóðir í alla staði og sá oft ein um börn og bú þegar Kristinn eiginmaður hennar þurfti að sinna vinnu fjarri heimilinu. Börnin fimm voru henni mikil hjálparhella, en oft mæddi þó mikið á henni þegar þau voru fjarri heimahögum vegna skólavistar. Kom þá í ljós eindæma vinnuþrek hennar og röggsemi. Vinnudagurinn var mjög langur á stóru heimili, en hún taldi þó ekki eft- ir sér að leggja á sig það erfiði, þar sem henni var mjög mikið í mun að börnin menntuðu sig, enda gekk það eftir. Hún var okkur Jóni mikil hjálp- arhella á námsárum okkar og allar götur síðan. Barnabörnin dvöldust oft hjá afa og ömmu í sveitinni og minnast þau þeirra tíma með mikilli hlýju og ánægju. Mörg undanfarin ár hefur Þórunn notið einstakrar umönnunar Árna mágs míns, sem hefur gert henni kleift að búa heima í Borgarholti til hinsta dags, sem var henni mikils virði. Að leiðarlokum þakka ég minni ástkæru tengdamóð- ur fyrir þá einstöku hlýju og hjálp- semi sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni og kveð hana með söknuði. Fagra haust þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (Steingrímur Thorsteinsson.) Kristrún. Elsku amma, komið er nú að kveðjustund og margs er að minnast. Þú hefur verið sterkur áhrifavaldur i lífi okkar frá því er við fyrst munum eftir okkur. Minningarnar eru svo ótalmargar og varða alla hluti lífsins frá þeim stærstu til þeirra minnstu. Margar voru ferðirnar í sveitina til þín – griðarstaðinn okkar. Þar stóð tíminn kyrr á meðan veröldin þeyttist áfram annars staðar. Þú varst örugg- ur punktur á sama stað þegar við fluttum með fjölskyldu okkar á milli staða og landa. Hjá þér fannst tóm til íhugunar og margt ræddum við í gegnum tíðina. Þú hafðir einstakt lag á að láta þig varða hagi og hamingju þíns fólks. Þú hlustaðir alltaf af mik- illi athygli og áhuga, stappaðir í okk- ur stálinu og hvattir okkur áfram. Þú komst svo oft með góð ráð en lést líka í ljós ef þú varst ósammála eða fannst að eitthvað ætti að vera á annan veg. Þannig varst þú alltaf hreinskilin og hrein og bein í þínum skoðunum og samskiptum við fólk. Margar myndir koma upp í hugann þegar við hugsum til þín: við að raka úti á túni, við að reka rollur, þú að leiðbeina okkur við handtökin í mat- jurtargarðinum, lystugi maturinn þinn, ilmurinn af nýþvegnum úti- þurrkuðum þvotti, þú að pakka okkur inn í sængurnar fyrir nóttina, þú að hjálpa okkur við prjónaskapinn, við að drekka kaffi og spá inn í framtíð- ina og svona gætum við endalaust tal- ið. Missir okkar allra er mikill og sárt að þú sért farin yfir í annan heim. Það er svo margt sem okkur finnst við eiga eftir að ræða við þig og hafa þig með í ráðum við það sem við munum taka okkur fyrir hendur í framtíðinni. Þegar hrafnaklukkurnar birtast snemmsumars í högunum munum við hugsa til þín og finna að þú munt lifa í okkur og með okkur og vegleiða okk- ur um ókomin ár. Elsku amma, takk fyrir allt og allt, hvíl þú í Guðs friði. Dagur líður, fagur, fríður, flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjörnurnar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut. (Vald. Briem.) Þórunn Jónsdóttir, Ragnhildur Ásta Jónsdóttir. Þórunn Guðjónsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og bróður, SIGURÐAR HAUKS SIGURÐSSONAR kennara og vegamælingamanns. Guðrún Kristinsdóttir, Sigurður Þorri Sigurðsson, Guðrún Elva Arngrímsdóttir, Kristinn Rúnar Sigurðsson, Sigurveig Grímsdóttir, Trausti Sigurðsson, Ingibjörg Jónsdóttir, afabörn, Bergþóra og Halldóra Sigurðardætur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug og veittu hjálp og stuðning vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar og afa, PÉTURS BJÖRNSSONAR, Vesturgötu 158, Akranesi. Ásdís Gunnarsdóttir, Gylfi Pétursson, Selma M. Arnardóttir, Gunnar Örn Pétursson, Jóhanna Bjarnarson, Bjarki Þór Pétursson, Sigurður Ásbjörn Pétursson, Sólrún Perla Garðarsdóttir, Sigríður Pétursdóttir og afabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall ástkærrar dóttur minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, ELÍNAR SVERRISDÓTTUR, Boras, Svíþjóð. Ingibjörg Marteinsdóttir, Sverrir Þór Hilmarsson, Hálfdán Þór Hilmarsson, Ann, Hilmar Þór Hilmarsson, Anna, Halldór Þór Hilmarsson, Karin, Erlendur Þór Hilmarsson, Michelle, barnabörn, systkini og aðrir ástvinir. ✝ Ástkær móðir mín, frænka og amma, GUÐRÍÐUR ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR frá Haukatungu, áður til heimilis að Barðavogi 11, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 2. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Ásgrímur Ágústsson, Valgarð S. Halldórsson, Unnur Halldórsdóttir, Valgerður Solveig Pálsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.