Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 ✝ Hákon GuðbergBjarnason fædd- ist í Hnífsdal 28.1. 1928 og fluttist vi- kugamall til Ísafjarð- ar þar sem hann bjó til æviloka. Hann andaðist á Sjúkrahús- inu á Ísafirði 27.10. sl. Foreldrar hans voru Bjarni Hansson skipstjóri á Ísafirði, f. 7.4. 1901, d. 19.8. 1995 og Kristín Jó- hannsdóttir, f. 18.8. 1896, d. 5.6. 1982. Al- systkini Hákons eru Hermann Al- freð, f. 28.1. 1928, d. 3.6. 1946, Kristín Sveiney, f. 27.10. 1932 og Oddur Jakob, f. 27.10. 1932, d. 9.10. 2004. Systkini hans sam- mæðra eru Jóhann Sigurðsson, f. 15.6. 1913, d. 23.10. 1986, Páll Sig- urðsson 15.5. 1917, Guðrún G. Sig- urðardóttir, f. 21.5. 1924 og Guð- mundur J. Sigurðsson, f. 21.5. 1924, d. 7.8. 1992. Hákon kvæntist 12. febrúar 1950 Huldu Rósu Guðmundsdóttur, f. 12.2. 1930, d. 9.5. 1996. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kr. Guð- mundsson skipstjóri á Ísafirði, f. maki Heiðar Guðberg Jóhann- esson, f. 1961. Börn þeirra eru: Kristín Erla Kristjánsdóttir, f. 1980, Björgvin Þór Heiðarsson, f. 1985, Jóhannes Gunnar Heið- arsson, f. 1987 og Hákon Guðberg Heiðarsson, f. 1991, þau eiga 1 barnabarn. 5) Bjarni, f. 1963, maki Guðríður Helga Gunnarsdóttir, f. 1965. Börn hans eru Adda, f. 1987, Hulda, f. 1988, Kristey, f. 1992 og Bjarni Haukur, f. 1999. Hákon eða Konni eins og hann var oft kallaður var munstraður 14 ára sem háseti hjá föður sínum Bjarna Hanssyni á Valbirni Ís. Hann lauk gagnfræðaprófi árið 1945 og vélstjóranámi nokkru seinna. Hákon var einnig til sjós með tengdaföður sínum Guðmundi Kr. Guðmundsyni skipstjóra. Hann vann hjá bandaríska hernum á Straumnesfjalli en leið hans lá aft- ur á sjóinn, á togarann Sólborgu. Hákon var til fjölda ára á sjó með Ásgeiri Guðbjartsyni (Geira á Guggunni) og var hann samtals á fjórum Guggum. Hann var vélstjóri á Djúpbátnum Fagranesi í 24 ár og kenndi einnig vélstjórn. Hann var formaður Sjómannadagsráðs Ísa- fjarðar til fjölda ára og sat í stjórn Vélstjórafélags Ísafjarðar. Hákon var stofnfélagi og virkur meðlimur Kiwanisklúbbsins Bása á Ísafirði og formaður Félags eldri borgara. Útför Hákons fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 7. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 14. 15.8. 1897, d. 12.1. 1961 og Sigurjóna Jónasdóttir, f. 14.1. 1903, d. 9.9. 1954. Börn Hákons og Huldu eru: 1) Erna Sigrún, f. 1947, maki Herbein Fjallsbak, f. 1950. Börn hennar eru: Hákon Við- arsson, f. 1967, Sig- urður Viðarsson, f. 1969, Elmar Við- arsson, f. 1973 og Martin Berg, f. 1984, hún á 5 barnabörn. 2) Hermann Alfreð, f. 1950, maki Sig- urveig Gunnarsdóttir, f. 1953. Börn þeirra eru: Unnar, f. 1973, Hákon, f. 1980 og Dagný, f. 1986, þau eiga 7 barnabörn. 3) Stefán, f. 1953, maki Elín Árnadóttur, f. 1962. Dóttir þeirra er Rakel, f. 1999. Önnur börn Stefáns eru Ármann Kr., f. 1971, Hildur Þóra, f. 1972, Hulda Rósa, f. 1974, Gunnar Haf- steinn, f. 1979, Magnús Margeir, f. 1986, Halldóra, f. 1989. Fósturbörn Stefáns eru Vilborg Þórey, f. 1984, Árni Reynir, f. 1988 og Viðar Pét- ur, f. 1993. Stefán á 7 barnabörn. 4) Hrafnhildur Konný, f. 1958, Mágur minn Hákon, eða Konni eins og hann var kallaður, var traustur og góður maður. Mín tengsl við Konna urðu dýpri þegar ég varð svo lánsamur að fá að flytja inn á heimili hans og Huldu systur minnar. Þá var ég rúmlega 12 ára gamall. Pabbi sem þá var orðinn ekkill ákvað að flytja til Keflavíkur og taka saman við konu sem var gamall sveitungur hans og einnig ekkja. Pabbi vildi að ég kæmi með sér en ég gat ekki hugsað mér að yf- irgefa Ísafjörð, vini mína og fjöl- skyldu. Þá komu Hulda og Konni meira inn í líf mitt. Það var ákveðið að ég skyldi búa hjá þeim í Aðal- strætinu. Ég var tekinn í fóstur af þeim sjálfviljugur og ævinlega þakk- látur fyrir að þurfa ekki að yfirgefa Ísafjörð. Ég bjó hjá þeim þar til ég fór suður til Reykjavíkur að læra prentiðn um 19 ára gamall. Öll jól og páska kom ég þó í heimsókn til þeirra meðan á náminu stóð fyrir sunnan. Ég var alltaf meira en vel- kominn hjá þeim. Það var gott að búa hjá Huldu systur og Konna. Þau voru alltaf góð við mig og komu fram við mig eins og ég væri einn úr fjölskyldunni. Er þau tóku við mér var Hulda aðeins 26 ára og Konni aðeins eldri. Það segir manni hvað þau hafa verið þroskaðar og góðar manneskjur. Aldrei fann ég að ég væri eitthvað fyrir enda héldu margir í bænum að ég væri sonur þeirra. Konni var duglegur sjómaður, alltaf í góðu plássi og skaffaði vel. Þegar hann hafði tíma las hann bækur sem oft voru á dönsku eða ensku. Stundum las hann líka kokkablöð og var alltaf spennandi þegar hann gaf sér tíma til að elda, enda afbragðs kokkur þar á ferð. Konni og Hulda voru samrýnd hjón og einstaklega barngóð bæði tvö. Börn hændust mjög að Konna. Það var gaman að hlusta á hann segja frá, hann hafði góðan húmor og færði skemmtilega í stílinn. Ég vil muna hann þannig, þótt hann hafi verið veikur síðustu árin. Í gegnum veikindi sín naut hann góðs stuðn- ings sonar síns Hemma og Veigu konu hans sem búa á Ísafirði. Þá ber líka að nefna allt það góða starfsfólk sjúkrahúss Ísafjarðar þar sem hann bjó sín síðustu ár. Það gerði það auðveldara að hugsa til hans, vitandi af honum í góðum höndum. Guð blessi minningu hans. Gunnbjörn Guðmundsson. Elsku afi minn, nú ert þú farinn þína síðustu sjóferð. Það er heið- skírt og sjórinn hefur sjaldan verið jafn sléttur og fagur. Þú stendur stoltur í stafninum á Fagranesinu. Elsku afi, ég á svo margar góðar minningar um þig, þú varst mér allt- af svo góður. Ég var mikil afastelpa og vildi helst hvergi annars staðar vera en í fanginu á þér. Hlýjan þín og stóru knúsin munu fylgja mér alla tíð. Ég hafði svo gaman af því að skottast út um Ísafjörð með þér og oftar en ekki endaði ferðalagið í Gamla bakaríi í snúðaveislu. Ég man skíðaferðirnar okkar upp á Selja- landsdal, ég metershá með litla þol- inmæði, sama hvað ég datt oft og orgaði, þá vorkenndir þú mér ekki neitt og sagðir mér bara að standa upp og halda áfram að reyna. Og ég reyndi og ég gat. Ég man þegar ég tók upp á því að safna styttum, þá lést þú þitt ekki eftir liggja og gafst mér styttur í tíma og ótíma og áttir það til að senda mér pakka fullan af styttum. Ég hefði getað opnað styttusafn fyr- ir fermingu. Þú varst dellukall og ein af dellunum voru eldhústæki sem kom sér vel þegar ég fór að búa því ég fékk fullan kassa af allskyns dóti, sumar græjurnar svo furðuleg- ar að ég veit ekki ennþá hvað á að gera við þær. Við vorum góðir vinir, ég og þú. Ég man allar stundirnar þegar við hlógum saman, þú hlóst svo hátt og innilega að það smitaði alla í kringum þig. Þú varst sterkur karakter, sjóari með risastórt hjarta. Það var ekki hægt annað en að taka eftir þessum reffilega manni, hvort sem það var í hlutverki sjómannsins, jólasveinsins, kokksins eða á leiðinni á ball með silfurlituð diskóaxlabönd. Þú hugsaðir mikið um útlitið og varst alltaf vel til hafð- ur með gel í silfruðu hárinu. Nær- vera þín var kröftug eins og fjöllin sem umvöfðu þig. Elsku afi minn, nú er sjóferðin að baki, þú stígur stoltur í land og amma tekur brosandi á móti þér. Þín, Kristín Erla. Elsku afi, nú er víst komið að kveðjustund sem maður er aldrei tilbúinn fyrir. Eftir sitja margar góðar minningar um yndislegan afa. Allar ferðirnar með Fagranesinu þar sem þú tókst okkur á bakvið og leyfðir okkur að horfa á teiknimynd- ir og skoða vélarrýmið, heimsóknir í Fjarðarstrætið og á Hlíf þar sem þú virtist eiga endalaust klink og nammi fyrir stelpurnar þínar, næt- urnar sem við gistum hjá þér og sváfum í bol af afa eða náttkjól af ömmu með alla bangsana hjá okkur og svo mætti lengi telja. Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera og varst alltaf svo stoltur af okkur barna- börnunum. Þú vildir helst alltaf fá að halda fast í okkur með stóru mjúku höndunum þínum svo allir vissu að þú ættir sko hluta í okkur. Hlýja fasið og grínið var alltaf ein- kennandi fyrir afa, sama hver staðan var og það lét okkur alltaf líða vel. Við eigum eftir að sakna þín en þykjumst samt vita að þú sért sáttur að vera loksins kominn til ömmu aft- ur. Með saknaðarkveðju, hlunkurnar þínar þrjár frá Suður- eyri, Adda, Hulda og Kristey. Elsku afi Konni Afi okkar var yndislegur maður sem hafði alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin. Það var alltaf líf og fjör í kringum hann afa. Á Aðalstrætinu hjá ömmu og afa, þegar við vorum lít- il, voru alltaf allir velkomnir. Þar var alltaf nóg af öllu fyrir alla, hvort sem það var matur, gisting eða skíði. Þetta var ævintýraheimur fyrir okk- ur krakkana, að hlaupa yfir í gamla bakaríið eða fá að fara um borð í Fagranesið með afa. Þegar amma og afi fluttu svo í Stórholtið og við fluttum vestur í næsta hús við þau, var svo gott að vera hjá þeim. Afi að kokka eitthvað sem okkur þótti framandi í eldhús- inu, þó það hafi verið sem þjóðlegast í flestum tilfellum. Alltaf var eldað eins og 20 manns væru á leiðinni í mat, þó þau hafi bara verið tvö. Afi var svakalegur tækjakarl og alltaf sá maður fyrst hjá afa nýjustu tækin, sodastream og fótanuddtæki báru því vitni. Eftir að við urðum fullorðin kom afi oft suður til Keflavíkur og heim- sótti okkur. Þá á ferðum sínum í Bláa lónið. Þá sá maður aftur afa sem maður man eftir, komandi með litla pakka úr dótabúðunum, en nú handa barnabarnabörnunum. Þetta fannst honum alltaf svo gaman og mundum við ljóslifandi eftir þessu, 20 árum eftir að hann hafði gert nákvæmlega það sama fyrir okkur. Það þurfti alls ekki að vera stórt, það var gleðin sem skein úr augum hans sem skildi mest eftir sig. Elsku afi okkar, nú ertu kominn til hennar ömmu sem þú saknaðir svo mikið. Góðmennska þín og hjarta- hlýja mun fylgja okkur um alla ævi. Þín afabörn, Hildur, Hulda, Gunnar, Magnús og Halldóra. Hann Hákon afi okkar er fallinn frá. Glíma hans við veikindi var ströng seinni árin, enda var afi með hraustari mönnum, sannur sjóari. En eins og allir á undan honum varð hann að láta undan að lokum. Barátt- una háði hann þó allt til enda með reisn, enda var alltaf stíll yfir Konna Bjarna. Á erfiðum stundum sem þessum hrannast upp minningar um afa og Huldu ömmu, frá Aðalstrætinu sem var mikill ævintýraheimur fyrir okk- ur krakkana þar sem afi smíðaði leikfangasverð og skildi fyrir strák- ana úti í bílskúr, Stórholtinu þar sem krakkarnir fengu að skjóta upp flugeldum með afa og loks Pollgöt- unni. Allt eru þetta ljúfar minning- ar, enda Hákon afi með eindæmum barngóður maður sem þótti fátt skemmtilegra en að vera innan um börn. Sérstaklega þótti honum gam- an að gefa gjafir, og ekki var verra ef dótið var hávaðasamt eða skapaði fjör í afmælisveislum. Allt fram á hið síðasta var afi að föndra til að gleðja barnabarnabörnin. Hákon afi var sjómaður, vélstjóri sem eyddi allri sinni starfsævi til sjós. Við munum nánast eingöngu eftir honum sem Konna á djúpbátn- um Fagranesi og fórum oftsinnis með honum í ævintýrasiglingar um djúpið. Það var viðeigandi að loka- sigling afa hafi verið með Faggann yfir hálfan hnöttinn í nýja heima- höfn. Afi unni náttúru Íslands og þótti fátt skemmtilegra en að renna fyrir fisk eða skella sér á gönguskíði á góðviðrisdegi. Þrátt fyrir að hafa farið ungur til sjós og snemma haft fyrir stórri fjöl- skyldu að sjá, var afi fróðleiksfús og virtist eiga auðvelt með t.d. að til- einka sér erlend tungumál. Sagði hann oft sögur af því þegar hann sem ungur maður túlkaði fyrir skipsfélaga sína í siglingum erlend- is. Hann hafði alla tíð gaman af góð- um bókum, og þessi lærdómshneigð hans kom m.a. fram í því að hann kenndi í allnokkur ár til vélstjóra- réttinda á framhaldsskólastigi. Afi var félagsvera sem hafði gam- an af því að hafa fólk í kringum sig. Það var honum því sérstaklega mik- ið áfall þegar Hulda amma féll frá fyrir aldur fram. Hann lagði hins vegar áfram mikið á sig til að halda góðu sambandi við fjölskylduna og eftirminnilegar eru margar heim- sóknir hans til höfuðborgarinnar, þar sem hann heillaði barnabarna- börnin með nærveru sinni. Nú hefur hann hins vegar fengið hvíldina, saddur lífdaga. Farinn í sína hinstu siglingu til að hitta hana Huldu sína aftur. Okkur er efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir allar samverustundirnar sem við áttum með afa, þessum sterka manni með stóra hjartað. Þakklæti fyrir allt sem hann Hákon afi var okkur. Minningin um afa og ömmu sam- einuð á ný veitir okkur vonandi öll- um styrk á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu Hákons afa. Unnar og Sigríður, Hákon og Sif Huld, Dagný og Jónþór. Ég sé þau fyrir mér kornung sam- an. Hún svo falleg, jafnvel framandi, dökk yfirlitum, brúneyg, hann snaggaralegur, glaðsinna strákur, ljós yfirlitum. Hulda og Konni voru bara 17 og 18 ára þegar þau eign- uðust Ernu Sigrúnu sem kom í svo beinu framhaldi af systkinahópnum okkar að hún var eins og litla systir. Fljótlega bættust í hópinn Her- mann, Stefán, Hrafnhildur Konný og Bjarni. Öll urðu þau mjög tengd okkur yngstu systkinunum, Gunn- birni, mér og Helgu. Við Helga pöss- uðum systkinabörnin mikið og sótt- um í litla heimilið frá fyrstu stund. Eiginlega hafði Konni alltaf búið með okkur. Pabbi leigði stýrimanni sínum, pabba Konna, helming neðstu hæðarinnar sem hann keypti í Aðalstræti 26. Þarna bjuggu svo fjölskyldurnar hlið við hlið hvor í sinni tveggja herbergja íbúðinni þar til við systkinin vorum orðin átta. Seinna þegar Hulda og Konni fluttu inn á æskuheimili hennar var grín- ast með að þau kynnu vel við sig hvort í sínum helmingi íbúðarinnar. Konni hafði byrjað 14 ára til sjós og sjómennskan varð hans ævistarf. Hann vann sem háseti, kokkur og vélstjóri bæði á bátunum og togur- unum. Fór létt með þessi hlutverk. Síðari hluta starfsævi sinnar var hann á Fagranesinu og tengdist vel ábúendum í Ísafjarðardjúpi. Mér fannst fallegt að í nokkur ár brá hann sér í jólasveinabúning í bátn- um í desember og mætti með poka með glaðningi fyrir krakkana í sveit- inni, en Konni var mikill barnakarl, sem allir krakkar hrifust af. Lengi var hann á Guggunni með Geira Bjartar. Við Sverrir eigum ljúfa minningu frá sjómannadeginum fyr- ir vestan í fyrra þegar Geiri vafði Konna örmum fyrir framan minn- ismerki sjómanna og rifjaði upp gamla góða tíma saman. „Þetta er besti maður sem ég hef verið með til sjós og hann lét sig ekki muna um að blóðga 30 tonn af fiski í túr,“ sagði Geiri við okkur og það geislaði af mági mínum undir klappinu og hrós- inu. Ég trúði á þessu augnabliki að hann myndi vel þessa löngu horfna daga. Það var okkur systkinunum og pabba mikið áfall þegar mamma lést aðeins 51 árs og Gunnbjörn yngstur okkar aðeins 10 ára. Næstu þrjú ár- in hélt Helga systir heimili fyrir pabba og systkinin sem enn voru heima, en þegar pabbi ákvað að fara suður fékk hann Huldu og Konna til að flytja inn á heimilið og hafa okkur yngstu hjá sér. Fjórða barnið þeirra fæddist þá um veturinn. Ég bjó því enn í Aðalstrætinu þegar við Sverrir byrjuðum saman en þeir Konni höfðu verið saman til sjós og voru góðir mátar. Hjá þeim eignuðumst við Sigurjónu, fyrsta barn okkar, og áttum þau alltaf að síðar enda mikill samgangur milli heimila okkar og ávallt fagnaðarfundir þegar þau komu seinna suður til okkar. Ég elskaði Huldu og Konna og sama varð með börnin okkar Sverris sem þótti afar vænt um Huldu og dáðu Konna frænda. Hulda var eina systkinið sem alla tíð bjó fyrir vest- an og öll nutum við þess í ást og um- hyggju. Gunna og Marta senda sérstakar þakkir á kveðjustund til mágs síns fyrir það hve heimilið stóð alltaf opið systkinunum sem nutu einstakrar gestrisni og ljúfrar dvalar hjá þeim gegnum árin. Hulda lést árið 1996 það var mikill missir fyrir Konna, börnin og okkur öll. Við Sverrir og börnin okkar, Jóna, Orri og Jón Einar þökkum allar góðu samverustundirnar gegnum árin og vottum börnum Konna inni- lega samúð. Blessuð sé minning góðs vinar. Rannveig Guðmundsdóttir. Ísafjörður skartaði sínu fegursta aðfaranótt 27. október sl. þegar hann Konni mágur kvaddi og lagði upp í hinstu för. Það kom okkur ekki á óvart sem þekktum til því síðustu ár hafa verið honum erfið. Hann hvarf meira og meira inn í óminni gleymskunnar. Hann þekkti okkur samt alltaf og heilsaði okkur með nafni en svo fann maður fljótlega að hann fylgdi manni ekki eftir. Hann var borinn og barnfæddur Ísfirðingur og það var hans gæfa að þegar hann var ennþá rólfær og var einhversstaðar niðri í bæ og lenti í ógöngum, þá var alltaf einhver, sem vissi um hans hagi og leiðbeindi hon- um eða hringdi í Hemma son hans og lét vita af honum. Hann var líka ótrúlega heppinn að Hemmi og Veiga hafa verið búsett á Ísafirði alla tíð og hafa þau verið honum ómetanleg í veikindum hans, því hvergi hefði hann viljað vera nema á Ísafirði. Það er margs að minnast eftir rúmlega 60 ár. Ég var tíu ára þegar hann kom inn í fjölskylduna okkar og trúlofaðist Huldu systur. Þau voru bara unglingar, hann 19 og hún 17 þegar þau áttu fyrsta barnið hana Ernu, sem varð eins og litla systir okkar og hann strax eins og bróðir okkar. Hann var jafnaldri Möggu systur og hún sagði mér að hann hefði verið mikill töffari, mjög flink- ur að dansa og heillað stelpurnar en Hulda varð eina ástin hans. Mér fannst hann aldrei samur eftir að hún dó 1996. Konni var sjómaður alla tíð, hann byrjaði sjómennskuna ungur að ár- um og var á bát með pabba okkar um tíma. Hann virti foreldra okkar mikils alla tíð. Um tíma var hann á togara sem sigldi á Grænland og var oft mánuð í burtu. Síðan komu þeir heim og þá var stoppað í 3-4 daga. Þá var mikið álag á heimilið til að allt gengi upp. Hann var hörkudug- Hákon Guðberg Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.