Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Hvíts- staðir, sem er í eigu sex af fyrrver- andi yfirmönnum Kaupþings, skuld- ar um einn milljarð króna. Eignir félagsins eru fjórar jarðir á Mýrum, en bókfært verðmæti þeirra er um 400 milljónir. Markaðsverð jarða er þó enn lægra. Við sameiningu sveitarfélaga í Borgarfirði eignaðist Borgarbyggð nokkrar jarðir sem voru í eigu Álfta- neshrepps. Þetta voru Hvítsstaðir, Árbær og helmingur jarðarinnar Grenjar. Sparisjóður Mýrasýslu eignaðist jarðirnar í makaskiptum. Sveitarfélagið fékk enga peninga í þessum viðskiptum, einungis hús- eignir. Þegar Hvítsstaðir og Árbær, sem eru jarðir við Langá, voru seld- ar 2002 var jarðaverð miklu lægra en það varð nokkrum árum síðar. Sparisjóðurinn seldi jarðirnar strax áfram til félagsins Hvítsstaða ehf. með talsverðum hagnaði. Eigendur Hvítsstaða ehf. eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eigin-viðskipta Kaupþings og núverandi forstjóri Saga Capital, Steingrímur Páll Kárason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaup- þings, Ingólfur Helgason, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Magnús Guðmundsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings í Lúx- emborg. Þorvaldur segist hafa selt hlut sinn fyrir nokkru, en hann er samt skráður hluthafi hjá Hlut- hafaskrá og í ársreikningi félagsins. Félagið skuldar milljarð Hver og einn eigandi lagði fram 100 þúsund krónur í hlutafé og því var hlutafé félagsins aðeins 600 þús- und. Hlutféð var reyndar aukið um 6 milljónir árið 2007. Árið 2005 keypti félagið hálfa jörðina Grenjar á 68 milljónir. Jafn- framt keypti það félagið Langárfoss ehf. á 300 milljónir af Jóhannesi Kristinssyni, sem kenndur er við Fons. Í ársreikningi Hvítsstaða fyrir ár- ið 2007 eru eignir félagsins bókfærð- ar á um 400 milljónir, en skuldir nema hins vegar 428,6 milljónum. Eigið fé félagsins var því á þeim tíma neikvætt um 24,4 milljónir. Lánardrottnar félagsins eru tveir, SPRON, sem lánaði félaginu um 300 milljónir og Sparisjóður Mýrasýslu sem lánaði félaginu um 120 milljónir. Lán félagsins er kúlulán með gjald- daga árið 2010. Lánið er í jap- önskum jenum, samtals 745 milljónir jena. Á þessum tíma stóð jenið í tæp- lega 0,6 krónum, en í dag er jenið komið upp í 1,38 krónur. Lánið stendur því í 1.028 milljónum í dag. Bókfært verðmæti eigna félagsins er eins og áður segir rúmlega 400 milljónir, en jarðaverð hefur lækkað eins og allt eignaverð á landinu. Menn sem Morgunblaðið ræddi við í gær töldu ólíklegt að Langárfoss, verðmætasta eign félagsins, færi á meira en 100-200 milljónir, líklega nær 100 milljónum. Það væri enginn í dag að kaupa jarðir á 200 milljónir. Lánardrottnar félagsins, SPRON og Sparisjóður Mýrasýslu, komust báðir í þrot og runnu eignir sjóðanna inn í Kaupþing. Ekki náðist í fyrirsvarsmenn Hvítsstaða í gær. Ekki liggja því fyr- ir upplýsingar um hvort félagið er enn í umsjón hlutahafa eða hvort Kaupþing hefur tekið félagið yfir. Lögðu fram 600 þúsund og fengu 400 milljónir að láni  Sex fyrrverandi stjórnendur Kaupþings fengu 400 milljónir að láni til að kaupa fjórar jarðir á Mýrum  Jarðafélag þeirra skuldar einn milljarð króna í dag RAGNA Árna- dóttir, dóms- mála- og mann- réttindaráðherra, hefur skipað sér- fræði- og sam- hæfingarteymi um mansal. For- maður er Hildur Jónsdóttir. Aðrir í teyminu eru Guðlaug Jón- asdóttir, dómsmála- og mannrétt- indaráðuneyti, Sveinn Magnússon, heilbrigðisráðuneyti, Ingibjörg Broddadóttir, félags- og trygginga- málaráðuneyti, Berglind Eyjólfs- dóttir frá ríkislögreglustjóra, Guð- rún Jónsdóttir, Stígamótum, Sig- þrúður Guðmundsdóttir, Samtökum um kvennaathvarf, Ágúst Flygen- ring, utanríkisráðuneyti, og Hreið- ar Eiríksson frá Útlendingastofn- un. Vegna rannsóknar lögreglunnar á meintu mansalsmáli að und- anförnu hefur verið starfandi svo- kallað neyðarteymi en í teymið eru kallaðir til þeir aðilar sem sérstaka aðkomu hafa að málum þar sem grunur er um mansal. Neyðar- teymi að störfum Sérfræðihópur um mansal skipaður PÁLMI Jónsson, fjármálastjóri KSÍ, segir að fjórir menn hafi játað að hafa misnotað kreditkort hans á næturklúbbi í Sviss, hann hafi fengið endurgreiðslu og því telji hann að mannorð sitt hafi verið hreinsað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Pálma til Morgunblaðsins um málið í gær. Þar rifjar hann upp að í nóv- ember 2005 hafi tvö kreditkort í hans umsjón verið gróflega misnot- uð og honum gert að greiða 3,2 millj- ónir króna. Hann hafi greitt reikn- ingana en kært misnotkunina. Í mars á þessu ári hafi hann fengið bréf frá saksóknaraembættinu í Zü- rich, þar sem fram hafi komið að einn maður hefði játað sök í málinu og væri tilbúinn að endurgreiða það sem honum bar vegna misnotkunar. Í júlí sl. sumar hefðu þrír menn til viðbótar játað sök og sagst tilbúnir að endurgreiða það sem þeim bar ef ákæra gegn þeim yrði látin falla nið- ur. Helmingurinn endurgreiddur Þessar endurgreiðslur voru helm- ingur af því sem kortamisnotkunin hljóðaði uppá. Hann hefði gengið að því „enda ég ekki í góðum aðstæðum að sækja mál í Sviss. Ég taldi líka að með þessum játningum væri mann- orð mitt hreinsað og ég fékk til baka helming af því sem ég þurfti að greiða í upphafi.“ Pálmi segist ekki hafa vitað að málinu væri ekki lokið fyrr en hann heyrði af því í fyrradag. Telur mann- orð sitt hafa verið hreinsað Fjárfestingar Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, á jörð- inni Veiðilæk í Borgarbyggð, hafa talsvert verið í fréttum enda er þar í byggingu glæsilegt hús sem verður fullbyggt án efa eitt stærsta og best búna einbýlishús landsins. Veiðilækur ehf. skuldar þó miklu minna en Hvítsstaðir ehf. Sigurður á einn eignarhaldsfélagið Veiðilæk. Í árslok 2007 námu eignir félagsins 284 milljónum, en skuldir námu um 40 milljónum króna. Til við- bótar er skráð í bókhaldi um 200 milljóna skuld við eiganda félagsins, þ.e. við Sigurð. Í ársreikningi fyrir síðasta ár kemur fram að félagið hafi selt fasteignir fyrir 207 milljónir, en þar er væntanlega átt við sveitasetrið margumtal- aða. Ekki kemur fram hver kaupandinn er en væntanlega koma aðeins tveir aðilar til greina, þ.e. Sigurður Einarsson eða viðskiptabanki hans. Lánið sem hvíldi á Veiðilæk er í japönskum jenum og stóð í um 40 millj- ónum í árslok 2007, en ári síðar er það komið í 103 milljónir. Eigið fé fé- lagsins er neikvætt um rúmlega 50 milljónir. Skuldir félagsins eru 118 milljónir. Jörðin Veiðilækur er bókfærð í ársreikningi á 63 milljónir. Veiðilækur ehf. búinn að selja sveitasetrið Hreiðar Már Sigurðsson Magnús Guðmundsson Ingólfur Helgason Steingrímur Páll Kárason Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimenn Félagið Hvítsstaðir ehf. er í eigu sex fyrrum stjórnenda Kaupþings. Athygli vekur að endurskoðandi tekur fram í áritun á ársreikningi að hann hafi ekki verið endurskoðaður eða grundvöllur hans sannreyndur. Útlit er fyrir að Kaupþing tapi nokkrum hundruðum milljóna króna vegna kaupa sex fyrrver- andi stjórnenda bankans á jörð- um á Mýrum. Félag í eigu sex- menninganna skuldar milljarð. Sigurður Einarsson GRUNUR hefur vaknað um að inflúensa sé komin upp á öðru svínabúi, í þetta skiptið í Eyjafirði. Sýni voru tekin í gær og send til rannsóknar á Tilraunastöðinni á Keldum. Að sögn Matvælastofnunar smitast svínaflensa ekki með svína- kjöti og stafar fólki því engin hætta af neyslu þess. Hinsvegar hefur bann verið sett á flutning dýra til og frá búinu til að hindra útbreiðslu smits. Engin tengsl eru talin vera milli þessa tilfellis og flensunnar sem staðfest var í svínum á Minni- Vatnsleysu í lok október. Einkenni eru m.a. hár hiti, lystarleysi og hósti. Flensa líklega á svínabúi „VIÐ ákváðum bara að slá til,“ seg- ir Svava Johansen í 17 en hún ætlar ásamt Birni Sveinbjörnssyni manni sínum að opna nýja tískuverslun í Smáralind 19. nóvember nk. Fylgd- ust þau með framkvæmdum í gær- kvöldi. „Við opnum 700 fermetra Gallerí 17 búð og 100 fermetra Foc- us skóbúð,“ segir Svava og blæs á allt krepputal. „Fólk verslar meira á Íslandi, sem er bara jákvætt því þetta skapar aukna atvinnu. Við höfum fundið fyrir aukningu, þess vegna erum við svona bjartsýn.“ Bjartsýni í Galleríi 17 Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.