Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 37
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 á skipinu auk þess sem taka þarf skipið fljótlega í slipp til botn- hreinsunar. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010 hefur framlag til Hollvinasamtakanna vegna v/s Óð- ins verið skorið alveg niður í 0. Þetta er náttúrlega alveg út úr korti. Skipið er tengt við rafmagn og heitt vatn frá landi og ekki er orkan gefin. V/s Óðinn er hluti af sýningar- svæði Víkurinnar, sem er eitt stærsta sjóminjasafn landsins og væntanlega hefur skipið verið hugsað sem skrautfjöður í hatti safnsins þegar ákveðið var að leggja því við bryggju við hliðina á safninu. Vonandi verða þessar línur til þess að vekja ráðamenn fjármála til umhugsunar um þessi mál og leið- rétta þau því ekki viljum við sýna ryðkláf, þegar gestir skoða safnið. BIRGIR VIGFÚSSON, er í Hollvinasamtökum v/s Óðins. V/s Óðinn Frá Birgi Vigfússyni Í „sparifötunum“ V/s Óðinn liggur við festar. HAUSTIÐ 2006 voru að frumkvæði Guðmundar Hallvarðssonar, fyrr- verandi alþingismanns, stofnuð Hollvinasamtök varðskipsins Óðins. Tilgangur þessara samtaka var að bjarga skipinu frá því að verða selt í brotajárn. Nokkrir af þáverandi ráðamönnum þjóðarinnar voru við- staddir og tóku þátt í stofnun þess- ara samtaka, sem sýnir að þeir höfðu áhuga á verkefninu enda er þetta sögufrægt skip, sem hefur tekið þátt í þorskastríðunum ásamt mörgum verkefnum sem hafa aukið hróður þess innanlands sem utan. Þetta tókst og nú eru um 20 mánuðir síðan þáverandi fjár- málaráðherra afhenti Hollvina- samtökunum skipið og man ég ekki betur en að þá hafi verið talað um að það fengi 12 milljónir króna á ári úr ríkissjóði. Það hefur ekki gengið eftir og hefur því ekki verið hægt að ráða starfsmenn til við- halds og eftirlits með skipinu. Það er hins vegar nauðsynlegt því að 50 ára gamalt skip þarfnast stöðugrar vinnu við viðhald o.þ.h. Dæmi um það hvernig getur farið ef þessu er ekki sinnt er gamla varðskipið Þór sem er því miður að grotna niður vegna lélegrar umhirðu. V/s Óðinn er nú þegar farinn að bera þess merki, að frekara við- halds er þörf og er víða farið að sjá Í HEIMILDARÞÆTTINUM „Konur í rauðum sokkum“ kom fram sú skoðun að fóstureyðinga- löggjöfin, eins og við þekkjum hana í dag, hefði verið stærsti sigur kvennabarátt- unnar á Íslandi. Löggjöfin snýst, að mati þeirra sem kættust svo mjög yfir henni, um að konur hafi umráðarétt yfir eigin líkama. Annað sem kom fram í þætt- inum var að áður hefðu konur dáið unnvörpum af völdum ólöglegra fóstureyðinga. Þeirri kvöl sem kon- ur gengu í gegnum þegar þær létu framkvæma ólöglega fóstureyðingu, var einnig komið til skila. Þetta eru skoðanir og upplýs- ingar sem mega alveg koma fram að mínu mati. Það sem má hins vegar ekki koma fram er að fóstur hafa dáið unnvörpum til að kosta þennan umrædda sigur. Það er bara staðreynd sem rauðsokkum hefur gengið ÓTRÚLEGA vel að líta framhjá. Fóstureyðingum hefur nefnilega fjölgað mjög á Íslandi eft- ir þessa löggjöf. Nú er svo komið að um 17% allra þungana enda með fóstureyðingu. Önnur staðreynd sem ekki var minnst á í þættinum er að fóstur, ekkert síður en fædd börn, upplifa sársauka, hvort sem þeim er eytt með löglegum eða ólöglegum hætti. Enn annað sem erfitt er að af- neita er að fóstur eru með sinn eig- in líkama. Það þarf því mikinn vilja til að færa rök fyrir því að fóstur- eyðingar snúist bara um konurnar og minnast ekki einu orði á börnin. Hvað er þá til ráða? Hvernig get- um við tekið tillit bæði til kvenna og barna? Það er fær leið og hún felst í að konurnar gefi börnin til ættleiðingar, en tilvonandi for- eldrar, sem geta ekki eignast börn með náttúrulegu aðferðinni, bíða í röðum eftir að fá að taka að sér barn. MELKORKA MJÖLL KRISTINSDÓTTIR, B.A. í heimspeki. Okkar stærsti sigur Frá Melkorku Mjöll Kristinsdóttur Melkorka Mjöll Kristinsdóttir Reykjavík Sími 588 9090 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Sérhæð eða hæð og ris óskast – góðar greiðslur í boði Traustur kaupandi óskar eftir 150-200 fm sérhæð eða hæð og risi. Þessir staðir koma vel til greina: Vesturbærinn, Hlíðar eða nágrenni Miklatúns. Allar nánari uppl. veita Sverrir Kristinsson og Hilmar Þór Hafsteinsson. Glæsilegt og vel staðsett 259,4 m2 einbýlishús á tveimur hæðum með miklu útsýni í litlum botnlanga við Þrastar- höfða 35 í Mosfellsbæ. Aðalhæð skiptist í stóra forstofu, þvottahús, hol, 3 góð svefnher- bergi, baðherbergi með tvöfaldri sturtu og hornbaðkari, gestasalerni, sjónvarsholi (getur verið svefnherbergi), stofu með arni, borðstofu og stóru eldhúsi, auk bílskúrs. Á efri hæð er setustofa og svefnherbergi með sér baðherbergi m/sturtu. V. 74,0 m.                   ! !           OPIÐ HÚS ÞRASTARHÖFÐI 35 - MOSFELLSBÆR Opið hús sunnudaginn 8. nóvember frá kl. 15:00 til 15:30 Sóttvarnalæknir hvetur vanfærar konur og sjúklinga í tilgreindum forgangshópum til að panta þegar í stað tíma fyrir bólusetningu gegn inflúensu A(H1N1) á næstu heilsugæslustöð. • Eindregið er mælst til þess að aðstandendur barna og aldraðra með „undirliggjandi sjúkdóma“ sjái til þess að viðkomandi láti bólusetja sig. Þúsundir manna úr þessum hópum hafa látið bólusetja sig og fengið þar með vörn gegn veikinni en betur má ef duga skal. Starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar hafa vissar áhyggjur af því að þessir sjúklingar í skilgreindum forgangshópum skili sér ekki til bólusetningar eins og æskilegt væri, sjálfra þeirra vegna og samfélagsins. Landsmenn allir geta pantað tíma á heilsugæslustöðvunum fyrir bólusetningu gegn inflúensunni frá og með mánudegi 16. nóvember. Mánudaginn 23. nóvember verður byrjað að bólusetja þá sem fyrstir skrá sig og þar með hefst almenn bólusetning gegn inflúensunni hérlendis. Afleiðingar inflúensufaraldursins geta verið mjög alvarlegar eins og dæmin sanna hérlendis og erlendis. Bólusetning er því sjálfsagður hlutur enda fullvíst og margsannað að bóluefnið veitir góða vörn gegn veikinni. Ekki er vitað um nein tilfelli alvarlegra aukaverkana bólusetningar, hvorki hérlendis né erlendis. Bólusetning? Já takk! Nánari upplýsingar um bóluefnið og bólusetningu vegna A(H1N1) er að finna á influensa.is. Tilkynningar og upplýsingar um viðbúnað vegna inflúensu A(H1N1) eru á influensa.is og á almannavarnir.is. Landlæknisembættið sóttvarnalæknir Ríkislögreglustjórinn almannavarnadeild Bólusetning hjá Heilsugæslunni Árbæ er ánægjustund! Ingibjörg Sigmundsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur og Margrét Henný Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.