Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 56
56 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009  Heimildamyndin Draumalandið eftir þá Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason tekur þátt í aðalkeppninni á Alþjóðlegu heim- ildamyndahátíðinni IDFA í Amst- erdam sem fer fram 19. - 29 nóv- ember í ár. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk heimildamynd er valin í aðalkeppnina á IDFA, sem er stærsta heimildamyndahátíð í heimi. Draumalandið í aðal- flokknum á IDFA Fólk „ÞAÐ er mikil grægði í þessari mynd, mikið borðað, og hún vísar svolítið í samfélagið eins og það hefur verið undanfarin ár,“ segir Gunnur Þórhalls Von Matern um stuttmynd sína, Dinner is Served, sem bar sigur úr býtum á Ljósvaka- ljóðum, stuttmyndahátíð unga fólksins, sem fór fram á fimmtudagskvöldið. „Fjölskyldan í myndinni er mjög sjálfhverf og það er þarna lítil stelpa sem verður útundan, hún fær enga athygli því hinir eru svo uppteknir af sjálfum sér,“ bætir Gunnur við. Dinner is Served er fyrsta stuttmynd Gunnar sem er 22 ára nemi í Söngskólanum í Reykjavík. Hún er sjálflærð í kvikmyndagerð og með margt á prjónunum. „Ég er með aðra mynd núna í hljóðvinnslu og svo byrja ég að taka þá þriðju um næstu páska,“ segir Gunnur sem stefnir á kvik- myndanám erlendis í framtíðinni. Spurð hvað hún haldi að hafi ráðið úrslitum um að mynd hennar vann segir Gunnur að það hafi líklega átt stóran þátt að myndin er stutt, um sjö mínútur, hnitmiðuð og kómísk á dramatískan hátt. Næst á dagskrá hjá Gunni er að sækja um í fleiri keppn- um með myndina og svo þætti henni ekki verra ef hún kæmi henni að til sýningar í sjónvarpi. Í fyrsta skipti í sögu Ljósvakaljóða unnu stelp- ur alla flokka keppninnar. Handrit Höllu Míu Ólafsdóttur að myndinni Lítil hjálp var valið besta handritið og Pitch-keppnina sigraði Ás- laug Friðriksdóttir en í þeim flokki voru hug- myndir að myndum kynntar. ingveldur@mbl.is Stelpur sigursælar á stuttmyndahátíð Sigur Gunnur er efnileg kvikmyndagerðarkona. Hægt er að sjá myndirnar sem tóku þátt í Ljós- vakaljóðum á dvoted.net.  Dagur Kári Pétursson kvik- myndaleikstjóri leitar fjármagns svo hann geti ráðist í gerð til- raunakenndrar kvikmyndar eftir óútgefinni skáldsögu vinar síns, Daniels Denciks, Den sidste idiot. Að sögn Dags Kára svipar sögunni nokkuð til Nóa albinóa, segir af ungum manni sem hefur hefur hreinar og rómantískar hug- myndir um lífið, býr á afskekktum stað en er sendur af afa sínum og föður til borgarinnar. Dagur tók upp kynningarmynd fyrir kvik- myndina á Íslandi til að selja hug- myndina. Myndin verður á dönsku og mögulegt að hún verði tekin á Íslandi. Dagur Kári leitar að framleiðslufjármagni  Nei, ekki sá Berndsen, heldur tónlistarmaðurinn Berndsen. Kauði hefur vakið allnokkra at- hygli fyrir grafískt myndband við lag sitt „Supertime“, svo mikla reyndar að það er komið inn á Queens International Film Festival þar sem það er tilnefnt sem besta tónlistarmyndbandið. Listrænni út- rás landans halda engin bönd. Berndsen á kvikmynda- hátíð í New York Eftir Kristrúnu Ósk Karlsdóttur kriskar@hi.is CRAZY Love Butter eru þrír dansdúettar sem sýndir verða um helgina. Þríleikurinn sam- anstendur af dansverkum eftir Steinunni Ketilsdóttur og Brian Gerke. Fyrsta verk sýningarinnar er Crazy in Love with MR. PER- FECT, það var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival árið 2007 og var í kjölfarið tilnefnt til Grímuverðlauna. „Þetta verk er frekar minimaliskt á allan hátt. Búningarnir eru mjög einfaldir og umgjörðin lítil í kringum dansinn," segir Steinunn Ketils- dóttir höfundur og dansari. „ Í heildina er hægt að lýsa því sem hálfgerðri Disneymynd.“ Þá kemur verkið Love always, Debbie and Susan sem hlaut fyrstu verðlaun á Danshöf- undakeppninni Danssolutions í Kaupmannahöfn 2008. Steinunn lýsir því sem reiðum uppreisnar- ungling. „Það er popptónlist, föt út um allt svið og umgjörðin er öll meiri en í fyrst verkinu, lýs- ingin er til dæmis flóknari.“ Þriðja verkið var framleitt af Dancescenen leikhúsinu í Kaup- mannahöfn og nefnist það The Butterface. „Þetta verk er eins og ævintýri sem verður að hálf- gerðri martröð.“ Steinunni segir verkin eiga margt sameiginlegt. „Þau fjalla öll um mismunandi hliðar á ást- inni, kynlífi og samböndum. „Dansararnir bjóða upp á fleira en dans.“ Milli atriða eru hlé, þá eru gogo dansarar frammi, dj og ýmislegt óvænt. Við vonum að þar skapist partístemmning. Eftir sýninguna er gestum velkomið að vera áfram og dansa og skemmta sér með okkur, kannski verða ástfangnir,“ segir Steinunn að lokum. Sýningarnar eru kl. 20 í Hafn- arfjarðarleikhúsinu í kvöld og á morgun. Miðasala er á Midi.is. Morgunblaðið/Kristinn Crazy Love Butter Brian Gerke og Steinunn Ketilsdóttir sýna þrjá frum- samda dansdúetta um helgina í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Disneymynd, unglingur og ævintýri breytist í martröð Crazy Love Butter, danssýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is HEIMIR Eyvindarson heitir maður og er hljómborðsleikari hinnar ágætu hljómsveitar Á móti sól. Nú hefur sú sveit loks sent frá sér átt- undu breiðskífuna, 8, óþreyjufullum aðdáendum til mikils léttis. Tólf ár eru liðin frá því sveitin sendi fyrstu breiðskífuna frá sér, Gumpinn, og margt vatn hefur runnið til sjávar. Magni Ásgeirsson, söngvari sveitarinnar, lagðist í vík- ing og tók þátt í Rockstar árið 2006, eins og frægt er orðið, og gaf svo út sólóplötu. Hljómsveitin beið þol- inmóð eftir Magna sínum, beið þess að Rockstar-öldurnar lægði. Vinna við plötuna 8 hefur staðið yfir frá árinu 2006 og nú er hún komin, ell- efu laga gripur. „Við ætluðum alltaf að gefa hana út fyrir jólin 2006 en svo var brjálæðið svo mikið þegar hann kom heim að það var enginn tími til að klára.“ Þetta er allt Magna að kenna, s.s.? „Já, þetta er allt Magna að kenna,“ svarar Heimir kíminn. Hljómsveitin hafi lítið spilað á þessu Rockstar-tímabili en svo ákveðið að reyna að gefa plötuna út fyrir jól 2008. Sveitin hélt til Danmerkur sumarið 2008 og var ætlunin að klára plötuna. Um haustið skall kreppan á og sveitin ákvað að fresta enn útgáfunni, fram á næsta ár, þar sem platan var framleidd erlendis og gengið sérlega óhagstætt. Ekki fór þó kreppan. „Ég er samt ánægð- ur með að við skyldum ákveða að fresta henni, það gaf okkur meiri tíma til að nostra við hana.“ Flott tala Nú heitir platan 8 og í tölvupósti talar þú um að talan átta sé marg- brotin, í japönskum fræðum sé hún tákn um vaxandi happasæld og oft litið á hana sem tákn um óendanlega og eilífa vináttu. Ætlar sveitin að spila endalaust, ríkir innan hennar eilíf vinátta? „Þetta er nú ekki eins djúpt og þetta hljómar. Það bara skaut ein- hver þessari hugmynd út í loftið, þegar við vorum að kasta á milli okkar nöfnum. Eiginlega var það hönnuðurinn okkar sem greip þetta á lofti og fór að vísa í öll þessi tákn, hvað þetta þýddi. Okkur fannst það bara dálítið flott. En eilíf vinátta, það á vel við okkur.“ Þið eruð búnir að gefa út sex lög af plötunni, „singla“ á bransamáli. Það eru bara fimm lög eftir … „Já, það er bara þannig. Fyrsta lagið sem fór í spilun af þessari plötu kom út í ársbyrjun 2008 og við vorum að senda sjötta lagið, „Verst að ég er viss“, það fór út fyrir tveim- ur vikum eða svo.“ Öll lögin sex hafa náð góðri spilun í útvarpi, að sögn Heimis. Er verið að semja um ástina, blómin og rokkið? „Ástina, blómin, lífið og allt þetta. Jú, jú, það er náttúrlega mjög mis- jafnt. Við erum þrír sem semjum: ég, Magni og Sævar gítarleikari. Við erum mjög ólíkir, Magni er mesti rokkarinn, dálítið ólíkur okkur Sæv- ari, þannig að það eru þarna ýmsir stælar eins og alltaf á öllum plöt- unum okkar.“ Það eru óvenjumargir kenn- aramenntaðir meðlimir í hljómsveit- inni miðað við það sem gengur og gerist í rokkhljómsveitum, þrír alls, tveir starfandi. Heimir og Sævar kenna við grunnskólann í Hvera- gerði. Hefur reynsluheimur kenn- arans ekkert skilað sér í textagerð sveitarinnar? „Neeei, ekki nema þá kannski óbeint, í mesta lagi. Það er ekki komið að því. En samt, þarna er nú lagður grunnurinn að lífinu þannig að þetta hlýtur að hafa einhver áhrif.“ Á móti sól ætlar ekki að halda út- gáfutónleika en ætlar þó að halda útgáfupartí á næstu dögum, óvíst hvenær og hvar. Næstu tónleikar í Reykjavík verða á Players, 5. des- ember, en fram að því spila kapp- arnir aðeins á lokuðum böllum. „Eilíf vinátta, það á vel við okkur“  Áttunda breiðskífa poppsveitarinnar Á móti sól er komin út, tveimur árum eftir fyrirhugaðan útgáfutíma  Rockstar og kreppan töfðu fyrir útgáfunni Ljósmynd/Árni Torfason Á móti sól Þessi forláta filmubútur sýnir þá Sævar Helgason, Heimi Ey- vindarson, Þóri Gunnarsson, Stefán Þórhallsson og Magna Ásgeirsson. Breiðskífur Á móti sól eru eftirfar- andi: Gump- urinn (1997), 1999 (1999), ÁMS (2001, jafnframt fyrsta platan með Magna sem söngvara), Fiðrildi (2003), 12 íslensk topplög (2004), Hin 12 topplögin (2005), Á móti sól í 10 ár (2006, safnplata með smellum og þremur nýjum lögum) og svo 8 (2009). Allt frá Gumpi til 8 amotisol.blog.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.