Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „VIÐ í Sjálfstæðisflokknum erum tilbúnir að taka þátt í að axla ábyrgð á erfiðum ákvörðunum, bæði sem leiða til þess að það þurfi að skera niður og ákvörðunum sem lúta að því að koma hjólum atvinnu- lífsins aftur í gang.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en hann var málshefjandi umræðu utan dag- skrár á Alþingi í gær um stöðu efnahagsmála í kjölfar vaxtaákvörð- unar Seðlabankans. Bjarni sagði að þó 1% vaxtalækk- un Seðlabankans væri jákvæð að- gerð, þá ylli það vonbrigðum að ekki væri gengið lengra á braut vaxtalækkana. „Hvorki fjölskyldur né atvinnustarfsemi geta staðið undir þessari vaxtabyrði. Og það dugar ekki að vísa til þess að stór hluti atvinnustarfseminnar sé með lán sín í erlendum myntum, vegna þess að við þurfum að brjótast út úr því ástandi og koma fjármagni aftur á hreyfingu sem safnast [hef- ur] upp í innlánum í bankakerfinu,“ sagði hann. Bjarni gagnrýndi harð- lega stefnuleysi ríkisstjórnarinnar, sem skorti festu og skýra sýn. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði að ramminn um efnahagslífið til næstu ára hefði nú verið mótaður en gríðarlega mikið hefði áunnist að undanförnu. Von- andi yrði áframhald á lækkun vaxta í næsta mánuði. Fram kom í máli hennar að útboð á samgöngufram- kvæmdum væru vel á veg komin „og ýmsar framkvæmdir settar í út- boðs- og framkvæmdaferil á rík- isstjórnarfundi í morgun,“ sagði hún. Þá væru viðræður um Búð- arhálsvirkjun í fullum gangi. „Það er margt sem bendir til þess að við séum að ná tökum á efnahagslífinu,“ sagði Björn Valur Gíslason þingmaður Vg, við umræð- urnar. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknar- flokksins, sagði að í þeim gríðarlega erfiðu aðstæðum sem hér ríktu í efnahagsmálum gerði ríkisstjórnin í raun allt öfugt við það sem hún ætti að gera, „ýtir undir óvissu, hækkar álögur á heimili og fyrirtæki og heldur peningum og fjármagni úr umferð þegar við þurfum hvað mest á því að halda.“ Margrét Tryggva- dóttir þingmaður Hreyfingarinnar, sagði að læra ætti af mistökum þeirra fjölmörgu landa sem farið hefðu flatt á að fylgja ráðleggingum AGS í blindni. „Skortir festu og skýra sýn“  Snarpar umræður urðu um stöðu efnahagslífsins við umræður utan dagskrár á Alþingi  Ríkisstjórnin ákvað í gær að setja verklegar framkvæmdir í útboð Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Snarpar umræður urðu á Alþingi í gær um efnahagsmál. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MENNTA- og leikskólasvið Reykjavíkur vinna að athug- un á mötuneytisrekstri í leik- og grunnskólum borg- arinnar. Markmiðið er að finna út hvar besti reksturinn er og nýta þær aðferðir víðar. Kostnaður var dreginn mjög saman í skólum borg- arinnar á þessu ári. Gerð var krafa um 7% lækkun kostn- aðar. Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri segir að vel hafi gengið enda skólastjórarnir jákvæðir í að láta þetta ganga. Í einhverjum skólum eru áhyggjur af rekstri mötu- neyta og að hallarekstur þar geti bitnað á öðru starfi. Borgin ákvað að samræma gjald sem innheimt er af for- eldrum vegna skólamáltíða nemenda. Samsvarar það 250 krónum fyrir hádegismat. Þurftu sumir skólar þá að lækka gjaldskrána. Síðan hefur hráefni hækkað veru- lega í verði án þess að hægt hafi verið að hækka. Ragnar segir að komið hafi ljós, þrátt fyrir sameig- inleg innkaup á hráefni, að hráefniskostnaður að baki hverrar máltíðar sé mismunandi á milli skóla. Hann seg- ir að stjórnendur mötuneytanna hafi verið duglegir að spara í innkaupum og telur að mötuneytisreksturinn sé almennt í góðu lagi. Athugun á þessum rekstri, sem haf- in var áður en gjaldskráin var samræmd, sé ætlað að hjálpa til við að finna bestu leiðirnar. „Reksturinn er víða þungur en menn gera sitt besta til að endar nái saman. Ástandið virðist vera ágætt og börnunum líður vel. Mæting er góð og vanskil ekki óeðli- leg, jafnvel ekki meiri en í góðærinu,“ segir Ragnar. Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla, segir að mötuneytið þar sé tiltölulega hagkvæm eining og flest börnin noti það. „Við reynum að láta enda ná saman. Það er ekki auðvelt en við erum með góðan mann í því,“ seg- ir Þórður. Stjórnandi í minni skóla sem rætt var við hafði áhyggur af stöðu mötuneytisins en sagðist treysta því að það yrði ekki látið bitna á öðru starfi. Verið er að vinna að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Umræða hefur verið um að spara þurfi enn frekar en ekkert hefur verið gefið út um það hversu mikið. Morgunblaðið/RAX Í matsalnum Gleði var ríkjandi hjá strákunum í Langholtsskóla í hádeginu í gær. Þeir fúlsuðu ekki við matnum. Borgin fer yfir rekstur mötuneyta skólanna  Gjaldið hækkar ekki þótt hráefniskostnaður vaxi  Skólastjórnendur óttast að tapið bitni á skólastarfi Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SMITANDI lungnabólga hefur komið upp á minkabúum hér á landi flest ár. Veikin sem grasserar í minkabúi í Skagafirði nú er svæsnari en upp hefur komið í mörg herrans ár. Vonast er til að hægt verði að hefja bólusetningu næstu daga. Veikin hefur drepið hátt í þrjú þúsund dýr af um fjórtán þúsund í minkabúinu á Syðra-Skörðugili en þar kom hún upp fyrir rúmri viku. Hrund Lárusdóttir, dýralæknir loð- dýrasjúkdóma, segir að bakterían finnist í umhverfinu og við ákveðnar aðstæður geti hún komið upp hvar sem er. Hún segir að tilvikið á Syðra- Skörðugili sé mjög alvarlegt og dýr- in strádrepist. Erfitt er að eiga við lungnabólg- una þegar hún er komin af stað. Ein- ar Eðvald Einarsson, bóndi á Syðra- Skörðugili, er farinn að gefa sýklalyf með fóðri en ekki er komin reynsla á það hvort það dugar til að hægja á veikinni. Hrund telur best að bólu- setja dýrin. Hvorki var til bóluefni né viðeig- andi sýklalyf í landinu, þótt smitandi lungnabólga komi upp hér á landi á hverju ári. Það tók um viku að fá sýklalyfin til landsins og ekki var hægt að fá heppilegt bóluefni. Hafist var handa við að framleiða bóluefnið á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum og er vonast til að það verði tilbúið um helgina. „Ég bíð eftir bóluefninu, það er það eina sem stoppar veikina. Þetta tekur allt óratíma. Hægt hefði verið að minnka skaðann verulega ef bólu- efnið hefði verið tiltækt. Ég er að ganga í gegnum nákvæmlega sama ferli og bóndinn sem varð fyrir þessu í fyrra. Það er eins og enginn hafi lært af reynslunni,“ segir Einar. Dýrin hafa ekki náð fullum feld- þroska og þótt þau séu pelsuð og skinnin sett á markað falla þau mikið í verði. Auk þess truflast allt kyn- bótastarf. Einar telur að tap búsins skipti milljónum króna. Svæsin lungna- bólga í minkum Engar birgðir af lyfjum eða bóluefni DÓMUR féll í erfðamáli Bobby Fischer fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Niðurstaðan var sú að kröfu systursona Fischer, um að dánarbú hans yrði tekið til opinberra skipta, var hafnað og var þar með viður- kenndur erfðaréttur Myoko Watai, sem segist vera eiginkona Fischers. Í kröfu systursona Fischers um op- inber skipti kemur fram að þeir séu nánustu ættingjar hans en Watai ósk- aði hinsvegar eftir einkaskiptum dán- arbúsins. Málstað sínum til stuðnings lagði hún fram fyrir sýslumann stað- festingu, útgefna á ensku af sendiráði Japans á Íslandi, hjúskap þeirra Fisc- her. Þar kemur fram að þau hafi kynnst fyrst árið 1973 en hafið sam- band 1992 og dómsmálaráðherra Jap- ans hafi staðfest hjúskap þeirra árið 2005. Morgunblaðið/Golli Á Íslandi Fischer og Miyoko Watai. Erfðamál í Hæstarétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.