Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 legur sjómaður og örugglega enginn svikinn sem var með hann um borð. Hann var vélstjóri að mennt en fór oft samhliða því í kokkinn ef á þurfti að halda og einhverntímann var hann ráðinn í bæði störfin. Hann var lengi á Guggunni og þar voru karlar, sem kölluðu ekki allt ömmu sína og komust oft í hann krappan. Síðast var hann mörg ár á Fagranesinu og var mjög vel liðinn hvort sem var af samstarfsmönnum, farþegum eða bændum í Djúpinu. Þau hjónin eignuðust 5 börn svo nóg var að gera hjá Huldu að passa börn og bú og honum að sjá fyrir stórri fjölskyldu. Á langri ævi breyt- ist margt og auðvitað var lífið ekki alltaf dans á rósum. Hulda missti heilsuna á miðjum aldri og setti það sín spor á fjölskylduna. Þau eiga orðið marga afkomendur, allt mynd- arfólk. Konni var einstaklega barngóður og börnin okkar systkina nutu góðs af því. Við hjó. Þá beið maður spenntur eftir vorinu til að hitta Huldu og fjölskyldu eftir langan vet- ur og var alltaf jafn velkomin. Ég og fjölskylda mín vottum börnum hans og fjölskyldum inni- lega samúð. Við þökkum Konna af alhug samveruna í gegnum lífið og trúum því að nú hafi hann hitt Huldu sína og þau gangi saman sæl og glöð á grænum grundum. Guð blessi minningu hans. Helga Guðmundsdóttir og fjölskylda. Djúpbáturinn Fagranes þjónaði Ísafjarðardjúpi, bændum þar og búaliði um langa tíð á síðustu öld. Áhöfn Fagraness skipuðu ávallt mætir menn, sem voru yngri sem eldri farþegum sínum til aðstoðar í ferðum skipsins frá Ísafirði um Djúpið. Allir þessir menn voru virtir og dáðir af Djúpmönnum, einn þeirra skipverja var Hákon Bjarna- son vélstjóri sem nú er fallinn frá. Ég fór með Fagranesinu mína fyrstu ferð frá Ísafirði að Hallstöð- um í Djúpi 1948 og passaði Láki kokkur mig á leiðinni, Þorlákur Guðjónsson. Synir mínir þrír, Heim- ir Ólafur og Engilbert fóru með Fagranesinu frá Ísafirði að Halls- stöðum síðar þegar þeir höfðu aldur til, skipverjar gættu þeirra þar sem þeir voru oftast einir á ferð og ekki háir í loftinu. Hákon Bjarnason vélstjóri var einstaklega hjartahlýr og vandaður maður sem fær þakkir og kveðjur frá okkur hjónum og sonum, sér- staklega fyrir handleiðslu hans og öryggi á ferðum drengjanna með Djúpbátnum.Við sendum fjölskyldu og vinum Hákonar Bjarnasonar samúðarkveðjur. Gylfi Guðjónsson og fjölskylda, Mosfellsbæ. Elskulegur vinur minn og starfs- félagi til 24 ára, Hákon Bjarnason vélstjóri, er fallinn frá. Hákoni eða Konna eins og hann var alltaf kall- aður kynntist ég árið 1975 er ég tók við skipstjórn á m/s Fagranesi 2 en hann var þar yfirvélstjóri. Mikill vinskapur skapaðist strax á milli okkar og fjölskyldna okkar og stóð hann alla tíð. Hákon var yfirvélstjóri hjá mér allan þann tíma sem ég var skip- stjóri á tveimur skipum Djúpbátsins h/f, Fagranesi 2 og síðan bílaferj- unni Fagranesi 3 sem við sóttum til Noregs árið 1991. Samvera okkar Konna stóð í 24 ár og ekki man ég eftir því að nokkurn tímann félli skuggi á vinskap okkar. Ekki grun- aði mig að blessaður vinurinn ætti svona skammt eftir ólifað þegar við hittumst síðast. Lífið er ein skrítin tilviljun, þannig að daginn áður en hann lést, lést einnig Ísfirðingurinn Vilhelm Annasson skipstjóri en með honum sigldi Konni með sitt gamla skip, Fagranes 3, til San Francisco og held ég að þetta hafi verið síðasta sjóferðin sem hann sigldi sem starf- andi vélstjóri. Hákon var ákaflega barngóður maður og kom það best í ljós hvern- ig börnin hændust að honum. Hákon var mikill vinur vina sinna og hjá mér kom það best í ljós þegar ég veiktist alvarlega árið 2005 en þá bjó hann á Hlíf, íbúðum aldraðra á Ísa- firði, og varla leið sá dagur að Konni kæmi ekki að heimsækja mig á spít- alann. Árið 1992 var ferjan leigð til Fær- eyja í 2 mánuði en við Konni vorum einu Íslendingarnir um borð, segja má að vinskapurinn og traust okkar hafi eflst enn frekar þann tíma sem við vorum saman þar. Mér og minni fjölskyldu finnst erfitt að kveðja þennan góða dreng sem og börnum okkar en þetta er bara gangur lífsins og ég veit að þú ert hvíldinni feginn. Nú ertu kominn til Huldu þinnar og veit ég að þarna líður þér best. Elsku vinur, far þú í friði, friður guðs þig blessi. Öllum ættingjum votta ég samúð mína og minnar fjöl- skyldu. Minning um góðan mann mun lifa. Hjalti Már Hjaltason, skipstjóri. Hann Konni var mágur pabba en aðeins meira en það. Pabbi flutti til hans og systur sinnar Huldu aðeins 12 ára. Ég hitti Konna og Huldu helst á ferðalagi með fjölskyldunni. Á ég þar af góðar minningar, t.d. þegar við fórum öll í siglingu á Jök- ulsárlóni. Það var svo gaman að vera með þeim, mér þótti alltaf vænt um þau en sérstaklega þótti mér vænt um hann Konna minn. Ég átti aldrei neinn afa og hann var svo afalegur; stór og mikill sjóari sem sagði skemmtilegar sögur, hló hátt, var barngóður og átti oftast nammi. Í brúðkaupi dóttur Konna, þeirra Konnýjar og Heiðars, hlýt ég að hafa verið um 5 eða 6 ára gömul. Það var haldið á Reykhólum, öll fjöl- skyldan var samankomin, og gist var á heimavistinni. Þarna var mikil gleði. Ég man að Konni gaf mér nammi og leiddi mig um, svo sýndi hann mér nokkrar sjómannamedalí- ur og gaf mér meira að segja eina. Ég minnist þess að hafa setið í kjölt- unni hjá honum og mér var svo hlýtt til hans að ég spurði hann í minni barnslegu einlægni hvort hann vildi ekki vera afi minn. Jú, hann Konni vildi sko alveg vera afi minn og hann gleymdi þessu loforði aldrei. Ég kveð þig þannig, Konni, takk fyrir að vera afi minn. Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir Hákon Bjarnason og Hulda Guð- mundsdóttir eða Hulda og Konni verða alltaf nefnd sem eitt hjá okkur bræðrum. Við fluttum í Silfurgötuna árið 1968 og kynntumst þá fljótlega Bjarna syni þeirra og urðum hálf- gerðir heimalningar hjá þeim hjón- um eftir það. Við munum eftir Konna sem vél- stjóra á Víkingi III og á Fagranes- inu og átti hann virðingu okkar frá fyrsta degi. Hann leyfði okkur að vasast í bílskúrnum og nota verk- færin sín sem sum voru okkur það framandi að við höfðum ekki hug- mynd um notagildi þeirra eða hvernig væri best að fikta með þau. Við vorum hugmyndaríkir félagarn- ir og var framkvæmdin oft yfirstað- in áður en hugmyndin var að fullu mótuð. Það leiddi stundum til þess að hlutirnir fóru ekki á réttan veg, en þá sýndi Konni okkur mikla þol- inmæði og leiðbeindi frekar en skammaði. Konni þurfti örugglega oft að telja upp að tíu vegna uppá- tækja okkar og jafnvel stundum upp í fimmtíu en aldrei lét hann okkur finna fyrir því. Við bræðurnir tengjum sjó- mannadaginn alltaf við Konna enda gegndum við lengi þeirri ábyrgðar- stöðu að hjálpa honum að gera kappróðrabátana klára. Ferðir með Fagranesinu voru margar þar sem við fórum með foreldrum okkar í Hornstrandaferðir eða í Aðalvík og þótti litlum púkum ekki slæmt að þekkja yfirvélstjórann á skipinu. Mesti spenningurinn var þó alltaf í kringum ferðirnar með Fagranesinu á haustin við að sækja fé til bænda inn í Djúp en Konni tók okkur með í margar slíkar ferðir. Á kveðjustund hugsum við bræður til Konna með þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Bjarna og fjölskyldunni allri vott- um við innilega samúð. Heimir og Snorri Már. ✝ Kristín Friðriks-dóttir fæddist á Rauðhálsi í Mýrdal 4. maí 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýr- dal 23. október 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Friðrik Vigfússon bóndi á Rauðhálsi, f. á Ytri- Sólheimum í Mýrdal 1871, d. 1917 og kona hans Þórunn Sigríður Oddsdóttir húsfreyja á Rauðhálsi, f. í Pétursey í Mýrdal 1875, d. í Vest- mannaeyjum 1959. Börn Friðriks og Þórunnar voru 17. 14 komust upp: Fædd á Ytri-Sólheimum: Vig- fús, f. 13.2. 1897, d. í Vest- mannaeyjum 3.6. 1918, Sigurður, f. 22.8. 1898, d. á Stokkseyri 7.5. 1980, og Þorbergur, f. 10.12. 1899, fórst með bv. Sviða 2.12. 1941. Fædd á Rauðhálsi: Þórunn, f. 28.4. 1901, d. í Reykjavík 13.6. 1972, Ragnhildur, f. 12.6. 1902, d. í Reykjavík 1977, Oddsteinn, f. 7.6. 1903, d. í Reykjavík 1987, Árþóra, f. 23.12. 1904, d. í Stykkishólmi 1990, Högni, f. 2.6. 1907, d. í Vest- mannaeyjum 17.6. 1929, Sigríður, f. 3.7. 1908, nú íbúi á Hrafnistu í Reykjavík, Kristín, f. 4.5. 1910, d. í Vík í Mýrdal 23.10. 2009, Ólafur, f. f. 26.10. 1932, K. 27.12. 1958 Auður Sigurðardóttir húsmóðir í Rvík., f. 20.10. 1933, þau eiga 3 börn og 11 afkomendur alls. 5) Magnús banka- maður í Vík í Mýrdal, f. 19.9. 1938, K. 17.8. 1958 Tordis A. Leirvik hús- móðir í Vík, f. í Noregi 20.4. 1934 , þau eiga 3 börn og 10 afkomendur alls. 6) Þórarinn framkvæmdastj. á Akureyri, f. 1.12. 1945, K. 16.12. 1967, (skildu) Guðrún Hallgríms- dóttir, f. 27.5. 1948 (látin), þau áttu 3 börn og eru afkomendur þeirra nú 6 alls. 7) Sigríður Kristín veit- ingakona og húsmóðir í Reykjavík, f. 27.11. 1946, M. 12.2. 1966 (skildu) Gunnar Kristinn Þorvaldsson raf- virki, f. 5.8. 1945 ( látinn ), þau áttu 2 börn og 9 afkomendur alls. Sam- býlismaður nú er Guðmundur Ant- onsson málarameistari. 8) Sigurður vélamaður í Volberg í Svíþjóð, f. 20.5. 1951, K. Alfa V. Sigurð- ardóttir Hjaltalín, f. 4.1. 1960, þau eiga 3 börn. Alls urðu afkomendur Kristínar 95 og eru allir á dögum. Kristín ólst upp á Rauðhálsi til 7 ára aldurs, en fór þá að Norður- Hvoli í Mýrdal þar sem hún dvaldi til ársins 1972. Kristín var hús- freyja á Norður-Hvoli frá 1930 til 1972 er hún gerðist ráðskona á Laugardælum við Selfoss, en því starfi sinnti hún til starfsloka. Kristín bjó síðan á Kirkjuvegi 8 á Selfossi og loks á hjúkrunarheim- ilinu Hjallatúni þar til hún lést. Útför Kristínar fer fram frá Víkurkirkju í dag, 7. nóvember og hefst athöfnin klukkan 14. 29.8. 1911, d. á Sel- fossi 26.1. 1984, Ragnheiður, f. 6.8. 1912, d. í Vest- mannaeyjum 1984, Þórhallur, f. 4.11. 1913, d. á Selfossi 1999, og Þórhalla, f. 15.4. 1915, d. í Kefla- vík 1999. Af börnum Friðriks og Þórunnar er Sigríður ein eftir, en hún dvelur nú á Hrafnistu í Reykja- vík, 101 árs að aldri. Kristín giftist 30. nóvember 1929 Kristjáni Bjarna- syni bónda á Norður-Hvoli, f. þar 9. maí 1901, d. á Norður-Hvoli 13. júní 1983. Börn þeirra eru : 1) Bjarni, verkfræðingur og, f.v. rektor Tækniskóla Íslands, f. 18.5. 1929, K. 3.1. 1953 (skildu) Snjólaug Bruun húsmóðir og ljósmyndari í Reykja- vík, f. 23.9. 1931, þau eiga 6 börn og 25 afkomendur alls. 2) Elínborg húsmóðir í Reykjavík, f. 10.9. 1930, M. 23.10. 1954, Baldur Jóhannesson verkfræðingur í Reykjavík, f. 17.4. 1932, þau eiga 3 börn og 10 afkom- endur alls. 3) Ester hjúkrunarkona og húsmóðir á Akureyri, f. 30.9. 1931. M. 31.8. 1956 Bjarni Gestsson vélstjóri á Akureyri, f. 26.2. 1930, þau eiga 4 börn og 13 afkomendur alls. 4) Friðrik rafvirki í Reykjavík, Amma fæddist á Rauðhálsi í Mýrdal og var tíðrætt um bernskuheimilið og andlát Friðriks langafa sem fór úr lungnabólgu þegar hún var sjö ára. Hann veiktist illa og þegar loksins virtist vera að brá af honum lést hann skyndilega. Það var mikið áfall. Eftir það var fjölskyldunni sundrað. Systk- inin fjórtán fóru hvert í sína áttina, amma að Norður-Hvoli og giftist þar síðar bóndasyninum. Börnin urðu átta en loks fékk amma nóg af hjónaband- inu og reif sig burt og flutti að Laug- ardælum þar sem hún gerðist mat- ráðskona á búinu. Síðar flutti hún á Selfoss og svo aftur austur og bjó í mörg ár á Dvalarheimilinu í Vík. Við Gunnar bróðir vorum í sveit á Norður-Hvoli á sumrin meira og minna frá sex ára aldri fram yfir ferm- ingu. Utan dyra stjórnaði afi en innan dyra réð amma. Hún var stórlynd, þótti mikil hannyrðakona og stýrði lengi stóru heimili, var röggsöm sumir sögðu ströng, að minnsta kosti hafði hún skap og kímnigáfuna í lagi. Með okkur voru frændsystkinin og reynd- ar fleira sumarfólk. Teitur og Ella vinnufólkið og Sigurður yngsti sonur- inn. Teitur var manna sterkastur og svo lystugur á mat að við höfðum aldr- ei kynnst öðru eins. Ella hafði fóstrað föður okkar og studdi okkur í einu og öllu. Hún var trúuð og fór með bæn- irnar með okkur, á veggnum í her- bergi hennar uppi á lofti hékk stór mynd af Jesú Kristi. Þetta trúboð skildi reyndar mismikið eftir sig, en hvað um það. Dagarnir liðu með reglu- bundum hætti, í matartímum er salt- aður fýll minnisstæðastur og saltfisk- urinn sem við gátum borðað endalaust. Við vorum og erum enn miklir matmenn og það kunni amma vel að meta. Við tókum þátt í öllu utan- dyra og byrjuðum ungir að stýra dráttarvélum í heyskapnum, tíndum egg, fórum á fýlaveiðar og lærðum að vaða jökulárnar, fórum í fjöru þar sem margt nýtilegt rak á land, brimhljóðið barst alveg upp að bæ og var nokkurs- konar undirleikur sérstaklega á kvöldin. Taugarnar til Mýrdalsins, útiveran og náttúruskoðunin á þess- um árum fylgir manni sennilega alla ævi. Amma var skarpgreind og hafði læknishendur. Lækningar og reyndar líka lækningar að handan vöktu alltaf áhuga hennar. Hún byrjaði að vinna í tré á Selfossárunum og þótti lífsglöð og ferðaðist upp á jökla og víðar þegar kom á níræðisaldurinn. Hún fagnaði innilega þeim sem heimsóttu hana, alltaf með fjölda afkomenda á hreinu og alltaf jafn stolt af öllum hópnum. Kristján Bjarnason Kristín Friðriksdóttir ✝ Sigurbjörg Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 11. janúar 1934. Hann lést 23. október 2009. Foreldrar hennar voru Marta Þorleifs- dóttir, f. 22.1. 1901, d. 30.11. 1987 og Guð- mundur Guðmunds- son, f. 6.11. 1892, d. 16.9. 1966. Eiginmaður Sig- urbjargar var Jóhann- es Ágústsson, f. 26.1. 35, d. 20.2. 2007. Börn þeirra eru Svavar Þór, f. 23.7. 1959, Sigrún, f. 7.5. 1962 og Styrkár, f. 30.11. 1966, kvæntur Erlu Júlíu Viðarsdóttur, f. 12.6. 1972. Sonur þeirra er Brynjar Elí, f. 25.10. 2006. Börn Styrkárs og fyrrverandi sambýlis- konu, Þórdísi Maríu Ómarsdóttur, eru Erna Ýr, f. 12.2. 1989, Írena Líf, f. 20.10. 1991, og Heiðar Atli, f. 1.11. 1995. Útför Sigurbjargar fór fram í kyrrþey. Sigurbjörg Guðmundsdóttir eða Dídi eins og hún var oftast kölluð, varð bráðkvödd á heimili sínu 23. október og hefur útförin farið fram í kyrrþey. Margs er að minnast eftir ævilanga vináttu. Jóna og Dídí ólust upp á Baldursgötunni. Gatan var þá eins og einn stór leikvöllur. Mikið var um skemmtilega boltaleiki og þegar snjór var á jörðu léku börnin sér á sleðum. Bílaumferð var ekki að angra okkur í þá daga. Dídi var mikill fyrirliði í leikjunum og afar vinsæl stelpa. Hún ólst upp í stórum systkinahópi. Sirrý kom í hópinn 16 ára gömul og eftir það voru Jóna, Dídí og Sirrý vin- kvennahópur. Góður hópur. Árið 1958 giftist Dídí Jóhannesi Ágústssyni og eignuðust þau 3 börn og 4 barnabörn. Dídi valdi að vera heima meðan börnin voru lítil en vann síðar mörg ár í skóbúð og við ýmis störf í Barna- skóla Vesturbæjar. Heimilið var Dídí heilagt og var alltaf mjög fínt og fágað hjá henni. Hún sagði stundum í gríni, að hún hefði svo dýran smekk, og var það satt hvort sem það voru föt, húsbún- aður eða annað. Allt var vandað og fallegt, eins og hún var sjálf. Sumarbústaðurinn á Laugarvatni var þeirra líf og yndi. Þar naut hún útiverunnar við gróðursetningu og fleira. Það var margt brallað á yngri ár- um en síðustu ár hefur verið fastur liður í tilverunni að fara út að borða á afmælum okkar og í sumarbústaða- ferð til Jónu. Þó við hittumst ekki oft þá var alltaf eins og við hefðum hist í gær og notalegt að vera saman. Það er með sárum trega, sem við kveðjum okkar góðu vinkonu til margra ára. Hún sofnaði í sófanum sínum með bók í hendi og fékk hvíld- ina. Við vottum börnum hennar Svav- ari, Sigrúnu, Styrkári og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem.) Jóna og Sigríður. Sigurbjörg Guðmundsdóttir                         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.