Morgunblaðið - 07.11.2009, Page 23

Morgunblaðið - 07.11.2009, Page 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Tegucigalpa. AFP. | Manuel Zelaya, sem var steypt af stóli forseta Hondúras fyrir rúmum fjórum mánuðum, sagði í gær að sam- komulag hans við bráðabirgða- stjórn landsins hefði farið út um þúfur. Samkomulagið náðist í vikunni sem leið með hjálp bandarískra stjórnarerindreka og kvað á um að Zelaya og leiðtogi bráðabirgða- stjórnarinnar, Roberto Micheletti, mynduðu þjóðstjórn. Fresturinn til að mynda þjóðstjórnina rann út í fyrrakvöld og skömmu áður til- kynnti Micheletti að mynduð hefði verið ríkisstjórn án þátttöku stuðn- ingsmanna Zelaya. Hann léði þó máls á því að menn Zelaya yrðu skipaðir í stjórnina síðar. Áður hafði Zelaya neitað að til- nefna menn í stjórnina, eins og Micheletti hafði óskað eftir, nema hann yrði fyrst skipaður forseti á ný. Zelaya hefur dvalið í sendiráði Brasilíu frá því að hann sneri aftur til Hondúras 21. september. Nýr forseti verður kjörinn 29. þessa mánaðar. bogi@mbl.is Segir samkomulagið farið út um þúfur Reuters Ólga í Hondúras Stuðningsmenn Manuels Zelaya krefjast þess að hann verði skipaður forseti landsins að nýju á mótmælafundi sem haldinn var fyrir utan þinghúsið í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FYRSTU árin eftir hrun Berlínar- múrsins 1989 og sameiningu sam- bandsríkjanna fimm í austri við Vestur-Þýskaland 1990 var stöðugur straumur fólks vestur á bóginn vegna þess hve kjörin voru þar miklu betri. En nú er munurinn minni og æ fleiri fyrrverandi Austur- Þjóðverjar snúa heim á fornar slóðir, að sögn The New York Times. Einn þeirra er Frank Siebler, 38 ára gamall verkfræðingur. Hann hefur fengið gott starf hjá nýju fjar- skiptafyrirtæki, Signalion, í fæðing- arborg sinni Dresden eftir nokkurra ára dvöl í München. „Fyrst eftir að ég fór [frá Dresden] velti ég því ekki fyrir mér að snúa aftur,“ segir Siebl- er sem þá var 25 ára. En smám sam- an kom upp óþreyja. Konan var einnig frá Dresden, þau áttu orðið barn og þeim fannst langt að heim- sækja vini og ættingja á heimaslóð- um. Búið er að verja miklu fé til að efla austurhéruðin. Atvinnuleysi er enn mikið en þar er nú gott vega- og lestakerfi, nútímalegt farsímakerfi og velferð vaxandi. Og í Dresden er búið að lagfæra og hreinsa víðfrægar barokk-byggingar borgarinnar, end- urreisnin er hafin. Grámi alþýðulýð- veldisins er loksins á undanhaldi. Sneru aftur til Dresden Flóttinn frá gamla alþýðulýðveldinu til vesturs dvínar nú vegna batnandi kjara og sumir hafa snúið aftur heim Í HNOTSKURN »Árið 2008 er talið að 136þúsund manns hafi flutt á brott frá gömlu austurhér- uðunum en á móti kemur að 85 þúsund fluttust til héraðanna. »Árið 1991 var þjóðarfram-leiðsla á hvert nef í austur- héruðunum um 40% af með- altalinu í öllu Þýskalandi. Nú er hún liðlega 70% sem er ívið hærra en í Portúgal, svipað og í Grikklandi og örlítið lægra hlutfall en á Spáni. ÍKORNAAPAR í klefa sínum í endurhæfingarmiðstöð í Bogota í Kólumbíu. Þeir eru á meðal 270 dýra sem seld voru ólöglega en verða flutt til nátt- úrulegra heimkynna sinna í Casanare-héraði á næstu dögum. FÁ AÐ FARA HEIM Reuters HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • Hver farþegi hefur sinn eigin skjá á sætisbakinu fyrir framan sig. • Fjölbreytt úrval kvikmynda, sjónvarpsþátta og annars efnis í nýju afþreyingarkerfi. • Teppi, koddar og blöð eru án endurgjalds.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.