Saga - 1975, Blaðsíða 67
INNILOKUN EÐA OPINGÁTT 61
frá Vogi. Enda þótt hann gerði talsvert úr því við umræð-
urnar að vatnsaflsvirkjanir og stóriðjurekstur gætu þegar
fram liðu stundir orðið landssjóði drjúg tekjulind lá
meginþunginn í málflutningi hans á öðrum atriðum. Orð
hans bera glöggt með sér, að hann örvænti um að Islend-
ingar gætu tryggt sjálfstæði sitt á komandi tímum, ef er-
lend stórfyrirtæki risu í landinu. Þess vegna leit hann á
það sem meginverkefni í íslenzkri stjórnmálabaráttu að
standa gegn allri erlendri ásælni í hvaða mynd sem hún
birtist. Til áréttingar þessari skoðun sinni nefndi hann
ýmis dæmi þess hvernig þeim þjóðum hefði farnazt sem
ekki hefðu „staðizt erlenda freistara". Hann varaði við
því, að Islendinga gæti beðið áþekkt hlutskipti, ef þeir
kynnu ekki fótum sínum forráð. Ef þeir seldu útlending-
um í hendur „fjársjóði landsins“ í stað þess að nýta þá
sjálfir gæti svo farið, að þeir misstu „þann dýrmætasta
fjársjóð, sem þjóðin á, en það er sjálfstæði hennar og
þjóðerni".
Sé afstaða Bjarna frá Vogi til fossamálsins metin út
frá efnisinntaki frumvarps hans er ljóst að hann vildi
ekki takmarka virkjanir íslenzkra fallvatna við það eitt
a8 fullnægja þörfum landsmanna fyrir raforku til heim-
ilisþarfa, heldur var hann einnig hlynntur stórvirkjunum
ei’ framleiddu orku handa orkufrekum iðjuverum, t. d.
áburðarverksmiðjum. I ljósi þeirrar afstöðu, er hann
hafði til þessara mála á síðari stigum umræðnanna um
stórvirkjanir og stóriðjuver, verður þó að ætla, að frum-
VarP það, er hann nú flutti, hafi að ýmsu leyti mótazt af
aðstæðum augnabliksins, átt að þjóna ,,taktískum“ til-
gangi. Ekkert verður þó um þetta fullyrt með nokkurri
vissu, því að umræðurnar um fossamálið jafnt á alþingi
sem utan þings bera greinilega með sér, að allir þeir, sem
Urn málið fjölluðu, voru sannfærðir um að stóriðja, t. d.
saltpétursframleiðsla, væri mjög ábatasöm. Þess má geta
hér, þótt það komi hvergi fram í umræðunum, hvorki á
alþingi né í blöðunum, að einmitt þessi misserin voru til-