Saga - 1975, Blaðsíða 178
172
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
Þorst(einn) Erl(ingsson) skáld var ritstjóri Bjarka, sem gef-
inn var út á Seyðisfirði.
síra Einari Jónssyni í Kirkjubæ í Hróarstungu. Þingmaður
Norðmýlinga.
skrifað Skapta Jósepssyni, ritstjóra Austra á Seyðisfirði.
Magnús Andrjesson, prestur á Gilsbakka, fyrrum þing-maður
Arnesinga.
H(alldór) Dan(íelsson), bóndi í Langholti í Bæjarsveit, þing-
maður Mýramanna.
biskupinn, Hallgrímur Sveinsson, konungkjörinn þingmaður
og fylgismaður valtýsku.
Sveinbjömsson-synir, Jón lögfræðinemi, síðar konungsritari,
og Þórður Guðmundur, lögfræðinemi, síðar skrifstofu-
stjóri, synir Lárusar E. Sveinbjörnssonar dómstjóra og
konungkjörins þingmanns.
Guðmundur Finnbogason, heimspekinemi, síðar landsbóka-
vörður.
mala fide, móti betri vitund.
13. bréf
Skúli fær síðasta bréf Valtýs í hendur 12. nóvember og
svarar á stundinni. Hann er himinlifandi yfir fréttunum
og hvetur Valtý að vinna að því öllum árum að sýna Nell®"
mann fram á, að Magnús megi ekki vera stjórnarfulltrúi a
þingi og þyrfti jafnvel að losa hann úr landshöfðingjasessin-
um til þess að eyða áhrifum hans. — Valtýr reynir að fa
Rump til þess að styðja að þingrofi, en fær loðin svör.
Kingosgade 15 Khöfn, V.; 7. nóv. 1897.
Kæri vin!
Beztu þökk fyrir brjef þitt frá 8. okt. En Þjóðviljann
hef jeg ekki fengið, og veit jeg ekki hvað veldur. Það hef-
ur þó aldrei gleymzt að senda mjer hann?
Jeg skrifaði þjer með „Hjálmari" og sendi þá nokkui
númer af dönskum blöðum (þar á meðal greinar mínu1
í Berl.) og vona að þú hafir nú fengið það, ef Hjálmu1'
hefur nokkurn tíma komizt svo langt. Það er annars 1.1°
skandalinn að senda slíkt skip sem landssjóðsskip í haus -
ferð, og spursmál, hvort ekki væri rjett að gera áby1 S