Saga - 1975, Blaðsíða 138
132
BERGSTEINN JÓNSSON
því í ofanverðum þessum mánuði kom spillibloti, en 23.
þ.m., næsta dag fyrir þorraþræl, byrjaði hvassviðratíð og
með svo mikilli leysingu, að að viku liðinni var orðið svo að
kalla snjólaust nema í mestu giljum; en eftir rúma viku
fór að frysta, og voru einlæg bjartviðri allan gói og mesta
veðurblíða, þítt um daga, en frost á nætur og sauðfé víðast
látið liggja úti, og í miðgói hefði mátt vinna á völlum og
fleiri sumarverk vinna. —“
Enn er Lestrarfélagið að bjástra, og 12. marz 1856 er
aðalfundur þess haldinn á kirkjustaðnum, Lundarbrekku.
Komu þar 23 félagsmenn, en fjóra vantaði. Þrír höfðu
gengið úr félaginu á árinu, en aðrir þrír komið í þeirra
stað.
Eins og geta má nærri var illt eða ómögulegt hundlaus
að vera í því sauðfjársamfélagi sem Island var á nítjándu
öld og lengur. Eftir hundafárið hefur því fljótlega verið
tekið að huga að úrbótaleiðum, svo sem Jón víkur að: „25.
þ.m. [marz] var stofnað félag hér í dal [til þess] að sækja
hunda suður yfir Sprengisand, og fóru 3 hér úr dalnum
27. sama mánaðar héðan með 3 hesta: Bergvin Einarsson
í Sandvík, Jón Ingjaldsson á Mýri, Kr. P. Hallgrímsson
frá Ásmundi á Stóruvöllum. Lagði Bergvin sér til 1 hest-
inn, Jón 1 og helftina af heyinu, en héðan var lagður til
1 hesturinn og hin helftin af heyinu suður. — Var þeim
fylgt suður fyrir innstu Kiðagilsdrög af Ásmundi á Stóru-
völlum og Markúsi í Ishóli með 4 hesta, 2 frá Stóruvöll-
um, 1 frá Bjarnastöðum og 1 frá Engidal. — Og höfðu
þeir sem suður fóru kíki, kompás, vasaúr, tjald og m.fl-
--------Bárðdælingar sem suður fóru og getið er i
marzmánuði, komu aftur 9. þ.m. eftir hálfsmánaðar burtu-
veru með 12 hunda og 6 hross; misstu 2 hundana í byggð
fyrir sunnan. En þann 15. þ.m. var haldinn hundafundui'
á Lundarbrekku, skipt hundunum og virt ferðin; og hljop
hún á 68rd, og varð hver hundur á 5rd til 6rd, en með pest-
ina komu þeir aftur. Hér var keypt ein hryssa á 7 sp„ en
hundur á 5rd80sIc. Virt hestlánið 3rd, en hinir hestarni1