Saga - 1975, Blaðsíða 252
246
LÝÐUR BJÖRNSSON
en að fara með byggðum báðar leiðir.9) Á þessum ferðum hafa
þeir án efa oft komið að Mývatni. Minnt skal á visitaziuferð þeirra
Gíslasona 1585. Líklega á lýsing Islandslýsingar á Jökulsá á Brú
og á kláf og brú á því fljóti rætur að rekja til kynna einhvers
þátttakanda í slíkri ferð af ánni. Sagan um Uxahver og nauts-
lappimar virðist vera flökkusögn, enda kemur hliðstætt atvik fyrir
í sögum af Magnúsi sálarháska.10) Myndun þjóðsagna af þessu
tagp er eðlileg, ef haft er í huga, að matur soðnar mun fyrr í hver-
um, sem eru um 100 stiga heitir (C.°) eða meira, en þegar hann
er soðinn í potti yfir eldi. Höfundur íslandslýsingar segir frá því,
að útilegumaður einn hafi að vetrarlagi soðið kindur þær, sem
hann rændi frá bændum, í Uxahver. Getur það talizt sennilegt, að
maður, sem var uppalinn að Nesi í Aðaldal og hlýtur því að hafa
þekkt nokkuð til staðhátta, hafi vistað útilegumann við hver þenn-
an? Uxahver er í næsta fornhreppi við Nes og skammt frá bæn-
um Reykir.
Dr. Jakob bætir eftirfarandi við, þegar hann hefur tíundað þau
atriði, sem hann telur benda sérstaklega til, að höfundur Islands-
lýsingar hafi verið Norðlendingur: „Gegn þessu verður ekkert
dregið fram sem bendi á sérstakan kunnugleika á Suðurlandi. Lýs-
ingin á Heklu er svo almenns eðlis að lítið verður af henni ályktað.
Þó er fremur ólíklegt að maður sem uppalinn væri í Odda (eins
og Sigurður Stefánsson) mundi taka svo til orða að Heklugos hafi
valdið því að nú sé „ekki eftir nema eitt býli í nánd við fjall þetta“,
og að það sé öruggt fyrir gosum, þar sem f jallið spúi öllu sem úr þvl
kemur lengra burt (bls. 41).“
Hér að framan hefur verið bent á nokkur atriði, sem gefið geta
til kynna, að höfundur hafi ekki síður verið kunnugur á Suðurlandi
en á Norðurlandi, og jafnframt á önnur, sem virðast sýna ókunn-
ugleika nyrðra. Nokkur atriði, sem benda til allgóðrar þekkingar
á landafræði Suðurlands og atburðum tengdum þeim landshluta
skulu enn tínd til. Á bls. 43 í íslandslýsingu er eftirfarandi skráð-
„Þá sást nýstárlegt eldgos í fjalli, sem nefnist Sólheimajökull,
kringum árið 1580. Steig eigi aðeins upp úr því reykur, heldur sást
einnig neistaflug, sem náði allt út á sundið milli Vestmannaeyja
og lands. Að vísu gerði dagsljósið og sólskinið sjálft neistaflugið
ógreinilegt, þegar það varð, en við sólsetur mátti greinilega sja
eldgosið, sem var svo feiknalegt, að stór björg þeyttust á haf út.
Og þótt furðulegt sé, heyrðust dunurnar og dynkirnir eins og
drunur frá öflugustu fallbyssuskotum í fjarlægustu landshlutum,
þ. e. á norðanverðu og vestanverðu landinu, en þeir, sem bjuggu
í nánd við fjallið, urðu þeirra alls ekki varir.
Sérstaka furðu mína vekur þó það, að hjarnsköflum þessara