Saga - 1975, Blaðsíða 106
100
SIGURÐUR RAGNARSSON
Arnórsson þeim að málum. Þeir Sveinn í Firði og Guð-
mundur Eggerz skiluðu hvor sínu minnihlutaáliti, þótt
sltoðanir þeirra færu saman um margt, t. d. það atriði,
hver ætti að lögum eignarrétt á vatnsafli landsins. Þetta
var það atriði, sem öllum öðrum fremur olli klofningi
nefndarinnar. Hélt meirihlutinn fram „allsherjarstefn-
unni“, sem hann nefndi svo, en þeir Sveinn og G. Eggerz
aðhylltust „séreignarstefnuna". Auk þess greindi aðila
nefndarinnar nokkuð á um ákvæði sjálfrar sérleyfislög-
gjafarinnar. Sá djúpstæði klofningur, sem hér kom fram,
varð til þess að flækja málið allt og tefja framgang þess
að miklum mun. Á þinginu 1919 komu fram frumvörp og
tillögur hinna einstöku nefndarhluta, en urðu eigi af-
greidd því sinni. Þó samþykkti alþingi tillögu til þings-
ályktunar frá samvinnunefnd alþingis í fossamálum um
eignarrétt ríkisins á vatnsafli í almenningnum, enda hafði
það atriði verið ágreiningslaust í nefndinni.2) Einnig var
á þessu þingi samþykkt önnur þingsályktun í fossamálinu.
Kvað hún á um „lögnám landinu til handa á umráðum og
notarjetti vatnsorku allrar í Sogi“. Voru flutningsmenn
hennar þrír úr hópi þingmanna.3) Á næstu þingum voru
stöðugt til umræðu frumvörp til vatnalaga og til laga um
vatnsorkusérleyfi, en urðu eigi útrædd. Frumvarpið til
vatnalaga náði loks fram að ganga 1923 mest fyrir atbeina
Klemensar Jónssonar, sem þá var atvinnumálaráðherra.4)
Standa þau lög enn óhögguð í öllum megingreinum. Frum-
varpið um vatnsorkusérleyfi náði loks fram að ganga 1925
og var það gildandi lög til 1946 að nýsköpunarstjórnin
setti raforkulög, er síðan giltu um allmörg ár.5)
2) Alþingistíðindi 1919 A, þál. Sam. þing 995, bls. 1937 og B, um-
ræður 2467—2504.
s) Alþingistíðindi 1919 A, þskj. 990 og B 2341—2467, umræður.
4) Alþingistíðindi 1923 A, lög þskj. 593, bls. 987—1028 og umr. í
B 1871—1976.
E) Alþingistíðindi 1925 A, lög þskj. 508, bls. 941—956 og umr. í
B 1637—1701.