Saga - 1975, Blaðsíða 246
LÝÐUR BJÖRNSSON
Höfundur Qualiscunque
Árið 1971 gaf Menningarsjóður út þýðingu Sveins Pálssonar á
ritinu Qualiscunque descriptio Islandiae, og hafði dr. Jakob Bene-
diktsson borið hana saman við latneska textann. Ættu nöfn þessara
tveggja manna að vera nægileg trygging þess, að merking frum-
textans hafi komizt til skila í þýðingunni. Bókin nefnist íslands-
lýsing í útgáfu Menningarsjóðs, og verður því nafni haldið hér.
Latneski textinn var fyrst gefinn út af Fritz Burg í Hamborg
1928 eftir handriti, sem er uppskrift eftir handriti í eigu Þormóðs
sagnritara Torfasonar, en handrit Þormóðs kann að hafa brunnið
ásamt nokkrum afritum í Kaupmannahöfn 1728. Burg ritaði for-
mála við útgáfu sína og fjallar þar um höfund íslandslýsingarinn-
ar, en ekki verður af ritinu sjálfu ráðið, hver hann er. Kemst Burg
að þeirri niðurstöðu, að Sigurður Stefánsson, síðast skólameistan
í Skálholti, hafi samið ritið, og eru rök þau, að Þórður biskup Þ°r'
láksson hafi ritað aftan á kort eitt af norðurhöfum, eignað Sigurði,
þá athugasemd, að Þórður hafi séð íslandslýsingu eftir Sigurð hja
Þormóði Torfasyni. Dr. Jakob Benediktsson telur þessi x’ök ekki
nægilega traust í formála að útgáfu Menningarsjóðs og bendir a,
að Þormóði hafi verið ókunnugt um höfund ritsins bæði árin 1662
og 1664, Brynjólfur biskup hafi ekki kunnað skil á honum 1662 og
Ámi Magnússon hafi talið hann óþekktan. Dregur dr. Jakob síðan
saman þær upplýsingar, sem hann telur ritið veita um höfund sin®
og kemst að þeirri niðurstöðu, að allt bendi til, að það sé ritað a
Norðlendingi, sem sennilega hafi verið kunnugur í Þingeyjarsysm
og hafi verið skólameistari á Hólum, og væri því ekki um annan
að ræða en Odd Einarsson, síðar biskup. Oddur mun alinn upp a
Nesi í Aðaldal, og skólameistari Hólaskóla varð hann 1586. Sig
urður Stefánsson var aftur á móti alinn upp í Odda á Rangárvöl
um og var sonarsonur Gísla Skálholtsbiskups Jónssonar. Tekið ska
fram, að dr. Jakob setti þessa skoðun fyrst fram í ritinu Nordæ a>
en hér er stuðzt við formála Islandslýsingar. Röksemdafærsla •
Jakobs er mjög lík í formálanum og Nordælugreininni.
Lítið hefur verið ritað um þessa niðurstöðu dr. Jakobs á íslenz u;
a. m. k. hin síðari ár, og varð það höfundi þessarar greinar
hvatn-
ing til að fara lítillega í saumana á röksemdafærslu hans. Vexður