Saga - 1975, Blaðsíða 180
174
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
þessa dag'ana, og hefði hann jafnvel búizt við honum þann
dag. Hann hefði sent sjer öll skjöl málsins til gegnumlest-
urs áður en þeir fyndust, og lægju þau nú hjá sjer. —■
Mjer þótti vænt um að heyra þetta, því á því er auðsjeð,
að það er álitið sjálfsagt að hlíta ráðum N. í málinu eða
að minnsta að láta hann hafa mikil áhrif á það. Jeg er því
vongóður um úrslitin.
Samkvæmt þessu býst jeg fullkomlega við þingrofi, hvað
annað sem kann að verða gert, og er því um að gera að
reyna að búa allt sem bezt undir kosningarnar.
Jeg get eiginlega ekki sagt, að jeg sje svo óánægðui'
yfir hinu nýja blaði Jóns Ólafssonar, því hið nýja prograni
verður til þess að sundra mótstöðuflokknum, enda eru
Dagskrá og Þjóðólfur komin í hár saman við „Nýju öld-
ina“, — og þá er mjer skemmt. Jeg álít það mikið spurs-
mál, hvort Jón Ól. vinnur ekki okkar flokki (óviljandi)
meira gagn með þessu móti, heldur en, ef hann hefði verið
með okkur. Það versta er, að hann hefur dregið bæði ls-
land og Fjallk. með sjer, því þó allir viti að ritstjórar
þessara blaða eru pólitískir vindhanar, þá er þó ekki loku
fyrir það skotið að einhver kunni að leggja trúnað á oi’ð
þeirra, einkum „fslands“, sem er í mesta uppgangi um alh
land, að því er mjer er skrifað, af því það þykir svo
skemmtilegt.
Stjómin í „Studentersamfundet" skoraði á mig að halda
fyrirlestur um stjórnarskrármálið (með titlinum: „Hva
kræver Island?“) og hjelt jeg hann í gærkveldi 6. nov-
(það er merkilegt að jeg hjelt fyrirl. minn í Jurid. Samf-
í hitteðfyrra líka einmitt 6. nóv.), og var að honum gerð-
ur góður rómur. Af honum er mjög stutt referat í
tiken“ í dag (7. nóv.). Þar vóru ýmsir ríkisþingmenn vi '
staddir, og tóku sumir þeirra þátt í umræðunum á eptn •
Octav. Hansen, Dr. Rordam og Herman Trier (varaforse
í fólksþinginu). Jeg skýrði fyrst í fyrirlestri mínum fra’
hverjar framfarir hefðu orðið hjá oss síðan við fengum
stjórnarskrá og nokkur áhrif á stjórn vorra mála sem