Saga - 1975, Blaðsíða 126
120
BERGSTEINN JÓNSSON
en þá komust þeir að Eyjardalsá. Fimmtudaginn 9. var
sunnan „ofsarenningur. Komumst í Lundarbrekku."
Ekki var þar með lokið kvaða- eða sjálfboðastarfinu fyr-
ir sóknarkirkjuna, því að næsta dag ók Jón grjóti með
Kristjáni á Mýri, og laugardaginn 12. marz segir hann
m.a.: „Fór ég heim og hef verið viku í burtu.“
Sunnudaginn 27. marz, sem var páskadagur, tóku Mjóa-
dalsmenn hryssu af Friðriki í Hrappsstaðaseli. En í við-
aukagrein er þess getið, að hinn 8. „kom Jónas á Krossi15)
með 30 kindur, 15 sauði og 15 lömb og 5 kindur, sem Hall-
grímur G:son10) í Felli á. Þá eru alls tökukindur orðnar
37, og 1 hross.“
Frá mánudeginum 4. apríl til laugardagsins 9. s.m. er
Jón í Lundarbrekku að vefa 35 álnir. Sunnudaginn 10. er
hann þar við messu og jarðarför barns frá Grjótárgerði,
en hélt að svo búnu heim.
Lítið ber á geðshræringu eða stórum orðum hjá Jóni,
þótt hann lýsi atburðum, sem hljóta að hafa gert honum
heitt í hamsi. Má taka sem dæmi eftirfarandi um fimmtu-
daginn 14. apríl: „Utanhríð um kvöldið. Þá nótt látið liggja
úti flest allt það gelda, og drap dýrið 2 gemlinga, en einn
hvarf, og veit enginn hvar eða hvernig hann hefur farið.
Átti ég 1 þeirra.“
Um miðvikudaginn 20. apríl, sem var síðasti vetrardag-
ur: . .Frá nýári hefur fullorðið fé staðið inni til samans
hálfa fimmtu viku, samfleytt í 2 vikur. Hefur mönnum
þótt harður þessi vetur, þar eð víða hefur bæði verið mat-
arlaust og eldiviðarlaust og nærfellt á hverjum bæ í sum-
um sveitum heylaust. Sums staðar farið að fella, og er það
dæmalaust eftir svo góð undanfarin ár, þó veturinn hafi
sjálfsagt verið vondur, og mjög misjafnt hefur hann farið
15) Jónas Jónasson frá Krossi, maður Guðnýjar Jónsdóttur fra
Mjóadal.
16) Ef til vill Hallgrímur Gíslason, maður Herdísar Jónsdóttur
frá Mjóadal, en þau giftust síðar á þessu ári, svo sem enn segir.