Saga - 1975, Blaðsíða 128
122
BERGSTEINN JÓNSSON
legar. . .“ Þarna vantar botninn og þar með nauðsynlegar
upplýsingar, en ugglaust hafa hér verið á döfinni einhver
þj óðþrif afyrirtæki.
Þetta vor var unnið að baðstofusmíð í Mjóadal, og komu
þar þá ýmsir til þess að leggja hönd að verki. Auk þess er
þar í vikutíma maður að nafni Magnús Jónsson18), sem
smíðaði þá „10 ljái og margt fleira.“
Á þrenningarhátíð, sunnudaginn 22. maí, voru sex börn
fermd á Lundarbrekku, þar á meðal Gísli Jónsson í Mjóa-
dal. Fór hann sama dag að Þverá í Dalsmynni í vinnu-
mennsku til Einars Ásmundssonar.19)
Föstudaginn 20. og mánudaginn 30. maí var að mestu
lokið við að rýja féð í Mjóadal; var þá brugðið til betri
veðráttu og farið að hlýna til muna.
Mánudaginn 6. júní er þess getið, að maður að nafni
Jens20) hafi verið í Mjóadal að sá og herfa, „og var sáð
7 skeffum." Væri óneitanlega fróðlegt að vita, hvort fund-
izt hafi eða finna megi ef til vill enn í dag í slæðingum eða
óvæntum plöntutegundum merki þessarar grasræktar
þarna á heiðum uppi á sjötta tug nítjándu aldar.
Fleira markvert ber við þennan júnímánuð eins og oft-
ar umþær mundir. Jón vinnur við jarðabætur á Mýri, rist-
ir torf, fer til kirkju og tekur þátt í umræðufundi um
kirkjubyggingu á Lundarbrekku. Þá er farið í kaupstað.
Vonandi hefur hitt verið fágætara, þegar 15 lömb fórust
í Ishólsvatni.
Mánudaginn 27. júní giftust tvær Mjóadalssystur á
18) „Líklega M. J. frá Sýmesi, f. þar 1832 (bróðir Kristjáns, f-
1818, föður Jóns í Hriflu, föður Jónasar). Magnús var smiður. Vai'
vinnum. í Svartárkoti 1855—56 og 1856—58 í Víðikeri. . . Hann bjó
lítið, var í vistum hér og þar.“ (Indriði Indriðason).
19) Einar Ásmundsson, síðar umboðsmaður í Nesi.
20) „Sé hér um innanhéraðsmann að ræða er það vafalaust Jens
Jensson, sonur Jens Nikulássonai' Buch, fæddur í Reykjadal 1841-
Hann er vinnum. í Mjóadal 1866. Fluttist til Brasilíu 1873; lézt af
slysförum. (Ævintýrið 313, 385).“ (Indriði Indriðason).