Saga - 1975, Blaðsíða 263
RITFREGNIR
257
laust utan ætthéraðs síns). Hafi a. m. k. svo sem 1% ótiginna
hænda (þeir efnuðu) og klerkar flestir sannfærst fyrir 1262 um
að Gamli sáttmáli yrði nú eina færa leiðin er okkur best að hætta
að þrasa um að lögréttan hafi verið ginnt til að gera hann eða
hann hafi aldrei hlotið gilda staðfestingu þjóðveldisins.
Kafli um atvinnuhætti eftir G. K. (24 s.) er ánægjulegur. Vanda-
málið hverju skuli sleppa er stuttleiks þarf og hvað úr efni velja
verður eigi dæmt af sanngirni nema með samanburði sem tæki yfir
fjölmörg bindi þjóðhátíðarútgáfunnar í senn. Ris og hnig þróunar
kynni að sjást betur ef fleiri aldir en 2. bd. leyfir væru teknar með
í langsnið eða línurit.
Lítum þessu næst á þykkasta bálk 2. bindis (114 síður): Jónas
Kristjánsson, Bókmenntasaga.
Bálkinum er hleypt inn sem ómissandi þætti úr landssögu, svo
ekki sest nú í fyrirrúm listgrein listar sjálfrar vegna. Einnig hefur
stuttleikskrafan skorðað J. K., og er það til marks, að á 40 síðum
Þarf hann að afgreiða eddukvæðin að meðtalinni bragfræði o. þ.
h., en um eddukvæði og inngangsfræði bundin þeim þurfti 470 síður
1 bók EÓS, íslenzkar bókmenntir í fornöld I, 1962.
Til að geta þrátt fyrir skorður goldið keisaranum sitt, en söfn-
uði edduvina líf og gleði, finnst mér J. K. keppa að því að hafa
listkynningu sem alþýðlegasta, en slá ekki af vísindakröfum hreinna
þekkingaratriða og þetta tvennt hafi honum heppnast.
Hinn kosturinn sem um var að velja, sakir landssöguumgerðar,
er orðaður eitthvað á þessa leið hjá S. N. í Islenzkri menningu,
1942, 35—36:
»Þeita er alls ekki bókmenntasaga. Bókmenntum hefur hér ekki
visvitandi verið gert hærra undir höfði en öðrum atriðum sögu og
tjóðmenningar ... um fornritin er hér minna rætt en samsvarar
hlut þeirra í þekkingu erlendra manna á Islendingum. í köflunum
Urn bókmenntir er eins lítið talað um skáldlegt gildi þeirra og unnt
Vur að komast af með. En reynt er að sýna ... að þær hafi líklega
raðið allri sögu vorri meir en annars staðar eru dæmi til.“ — Samt
varð reyndin sú að lifa mun bókmenntaviðhorf S. N. í túlkun þess
rits 1942 á hirðskáldum og fleiri skáldverkum hámiðalda, en sögu-
viðhorf hans fyrnt. Því var von að J. K. léti ekki heiti 2. bindis
So&u dæma á sig þennan valkostinn.
Verður þá ekki ritstjórinn skammaður fyrir að hafa innlimað
hina og aðra „ósagnfræðilega“ bálka efnis í söguna almennu? —
"iá vera. Yrðu ekki nema kaup kaups fyrir skammir, sem Jón Jó-
^nnesson fékk fyrir 2 áratugum fyrir að hafa ritað íslandssögu
an kafla um fornar bókmenntir þess.
Onnur ritstjómarákvörðun: Islendingasögur, óskiptanlegur þátt-
17