Saga - 1975, Blaðsíða 247
HÖFUNDUR QUALISCUNQUE
241
sá háttur hér á hafður að rekja röksemdir dr. Jakobs lið fyrir lið
og gera við þær athugasemdir. Tilvitnanir til einstakra blaðsíðna
í íslandslýsingu miðast við útgáfu Menningarsjóðs. Helztu rök-
semdir dr. Jakobs fyrir fyrrnefndri skoðun er þar að finna á bls.
8—12.
1) „Á bls. 38—40 er rætt um sólargang á Islandi. Þar segir að
um sumarsólstöður sé albjart í allmargar vikur, og að allt sólarhvel-
ið sjáist víða „um miðjar nætur nokkrum álnum fyrir ofan sjóndeild-
arhring í nálega heilan mánuð, þar sem fjöll skyggja ekki á.“ Síðan
lækki sólin á lofti smátt og smátt, unz hún hverfi niður fyrir sjón-
deildarhring. Höfundur segist hafa spurt fjölmarga landa sína,
einkum þá sem úti séu að störfum jafnt á nótt sem degi, hvaða
4ag hún hverfi með öllu, en hafi ekki fengið ákveðin svör. Hann
segist því ekki þora að ákveða þetta nákvæmlega fyrr en hann
hafi athugað það nánar. Þessi lýsing bendir óneitanlega á Norð-
lending, enda væru spurningar af þessu tagi til fjölda bænda ein-
faldlega óhugsandi á Suðurlandi. Gagnvart þessu er lítilvæg sú
i’öksemd Burgs, að orð höfundar um að dagsbirta til lestrar og
skrifta í skólum sé minnst fjórar stundir (bls. 40), geti ekki komið
heim við Hólaskóla. Þvílíkar tímaákvarðanir eru teygjanlegar, ekki
sízt vegna veðurfars og snjólags, enda óvíst hversu nákvæm tíma-
ttæling höfundar var, eins og hann tekur sjálfur fram.“
Við þetta er ýmislegt að athuga. Ber þar fyrst til, að fleira
stendur á blaðsíðu þeirri (bls. 39), sem dr. Jakob vitnar til sér-
staklega, en hann greinir hér frá, t. d. eftirfarandi: „Nú er því sízt
a<5 neita, að ekki aðeins sólin, heldur einnig skin hennar hverfur
sjónum þeirra, sem nyrzt búa á Islandi, í mánaðartíma eða lengur
1 skammdeginu. Verður rökkrið þar því mun langvinnara og dimm-
arai sem sólin nálgast meir sólhvarfamörk sín. En samt þverr þó
aldrei dagsbirtan svo, að ekki séu daglega nokkur björt stundar-
^orn, jafnvel á hinum dimmustu skammdegisvikum, sem næst fara
a undan og eftir vetrarsólstöðum." Hér er ekki gerður fyrirvari
Urn nálægð fjalla, svo sem var í tilvitnun þeirri, sem dr. Jakob tók
UPP í röksemdafærslu sína. Verður því þessi síðari tilvitnun ekki
skilin á annan veg en þann, að höfundur íslandslýsingar telji, að
s°lin sjáist ekki nyrzt á íslandi um mánaðartíma eða lengur í
skammdeginu og það án tillits til þess, hvort fjöll geti skyggt á
eða ekki, þótt dagsbirta haldist, enda segir heimildin ekki annað.
ielja verður vægast sagt vafasamt, að Norðlendingur, uppalinn í
Áðaldal, hefði komizt svo að orði, enda hefði hann vafalaust vitað
etur og getað leiðrétt þá firru, að sólin komi ekki upp fyrir sjón-
deildarhring jafnlangan tíma um vetrarsólhvörf og hún sást sam-
eUt á lofti um sumarsólstöður, en þetta var talið staðreynd í land-
16