Saga - 1975, Blaðsíða 234
228
ÁLITSGERÐ
mikinn áhuga á að fá yfirmenn trúboðsins til að styrkja útgáfu
íslenzkra rita frá kaþólskum tíma. Hann fer nokkrum orðum um
kaþólskar miðaldabókmenntir í þessu skyni, en þrátt fyrir tilmæli
Ólafs virðist kaþólska kirkjan ekki hafa stutt útgáfu þessara rita,
svo að nokkru næmi. Rétt er þó að geta þess, að Benedikt Gröndal
þýddi Lilju á latínu, og var hún gefin út af hálfu kaþólskra manna
í Kaupmannahöfn árið 1858. Síðar á ævinni sneri Ólafur sér að
stjórnmálum og gerðist ritstjóri franska blaðsins Le Nord, sem
þekkt var víða um Evrópu.
Ýmsar heimildir um þá bræður Ólaf og Bertel er að finna í skjala-
safni Vatikansins í Róm og einnig í Belgíu, en þeir stunduðu báðir
um skeið nám við háskólann í Leuven. Afrit af þessum heimildum
hafa borizt hingað til lands og eru í vörzlu kaþólska biskupsins í
Reykjavík.
Gunnar T. Guðmundsson.
Fyrir tveimur árum var sett á stofn í umsjá páfans
postullegt umdæmi norðurheimskautsins, sem leiða átti á
ný nyrztu lönd Evrópu, Lappland, fsland o. s. frv. til trúar-
einingar, en þar hefur trúarbragðafrelsi, sem nú ríkir í
öllum norðlægum löndum nema í Svíþjóð, nýlega opnað
kirkjunni leið til aðgerða.
En þar sem allar samgöngur við þessi lönd hafa verið
rofnar í þrjár aldir og hinni heilögu kardinálasamkundu
getur því reynzt erfitt að fá nógu nákvæma hugmynd um
raunverulegt ástand í þessum löndum, telur undirritaður
sér skylt að láta kirkjunni í té allar upplýsingar, sem hann
hefur undir höndum, um hin norðlægu lönd almennt og
sérstaklega ísland, föðurland hans, og leggja til þau ráð,
sem stuðlað gætu að endurreisn kaþólsku kirkjunnar a
fslandi, sem er einn aðalhlutinn í hinu postullega umdæmi
norðurheimskautsins. En undirritaður hefur orðið svo
gæfusamur að hafa hlotið köllun til að þekkja sannleikann,
enda þótt hann hafi fæðzt í lúterskri trú og stundað nám
við háskólann í Kaupmannahöfn.
Vegna hinna sérstöku aðstæðna á fslandi er nauðsynleg't
að gera í fyrstu grein fyrir, á hvern hátt kirkjunni vai