Saga - 1975, Blaðsíða 159
ÆTT EINARS Á HRAUNUM
158
Urn Ormsson prests á Knappstöðum í Stíflu Jónssonar,
en óvíst er þetta einnig. Bróðir Guðmundar á Siglunesi,
^engdaföður Einars á Hraunum, var síra Sveinn á Barði,
en föðurbróðir þeirra var Guðmundur bóndi á Hraunum,
Sern kenndi síra Sveini undir skóla. Síra Sveinn var lærður
Vel og merkur maður og hann og Guðmundur bróðir hans
Ul'ðu forfeður hinna merkustu ætta og gáfuríkra.
Móðir Þórunnar konu Einars á Hraunum var Sigríður
^sgrímsdóttir, sem enn er á lífi 1703, 77 ára, hjá syni
siuum, síra Ólafi á Hrafnagili. Hún var dóttir Ásgríms
skálds í Höfða á Höfðaströnd Magnússonar bónda í
Hvammi á Galmaströnd Sigurðssonar. Sá Sigurður var að
ekum líkindum sonur Ásgríms lögréttumanns í Vaðla-
Þln&i, sem mun hafa átt Hvamm á Galmaströnd og vænt-
anlega búið þar, Jónssonar sýslumanns á Espihóli Ás-
8Tírnssonar. Móðir Ásgríms skálds í Höfða, kona Magnúsar
1 Hvammi, var Herdís Guðmundsdóttir lögréttumanns á
Laxamýri Nikulássonar, en móðir Herdísar var Ingibjörg
Ljörnsdóttir lögréttumanns á Æsustöðum í Eyjafirði Þor-
Valdssonar. Móðir Sigríðar Ásgrímsdóttur, móðurmóðir
Lórunnar konu Einars, var Þóra Erlendsdóttir prests á
Lelli í Sléttuhlíð Guðmundssonar, og var hún fyrri kona
^sgríms.
Ætt Þórunnar er hér ítarlega rakin til þess að sýna að
run á til hins helzta fólks að telja í umhverfi sínu. Syst-
vlni hennar öll giftust fólki, sem telja má til merkra ætta,
eftir því, sem um þau eru kunnugt. Margrét systir hennar
^i sh’a Björn í Holtsmúla Björnsson prests á Hvanneyri
ónssonar, Þóra átti síra Eirík á Skriðu-Klaustri Jónsson
^ Hrú á Jökuldal Guttormssonar, Steinvör átti Einar í
anibanesi í Fljótum Ásgrímsson Jónssonar Bjarnasonar
hgréttumanns í Skriðu í Hörgárdal Pálssonar, Guðný átti
allgrím á Finnastöðum í Eyjafirði Magnússon á Gils-
akka í Eyjafirði Hallssonar lögréttumanns í Möðrufelli
arnasonar og síra Ólafur á Hrafnagili átti Önnu dóttur
SUa Stefáns í Vallanesi Ólafssonar.