Saga - 1975, Blaðsíða 224
218
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
sem ég vildi að kæmi einhverstaðar (kannske bezt í „Fjall-
konunni“). Sú grein á að styðja agítatión Ein. Ben. og
Eiríks Magn., sem rétt er að rétta heldur hjálparhönd
óbeinlínis, án þess okkar flokkur „engageri" sig að nokkru
leyti í því. En agítatión þeirra gæti orðið að liði til að
splundra liinum, og því er rétt að rétta þeim fremur hjálp-
arhönd óbeinlínis.
Svo hefi ég skrifað grein, sem ég þori engum að senda
nema þér, af því ég held að enginn þori að nota hana eða
beita henni annar. Hún heitir „Kjötkatlarnir". Annað
augnamið mitt með að senda einmitt þér hana er og það,
að þú stráir dálitlu meira af salti í hana, sem þú ert betur
fær til en ég. Og svo kant þú að muna eftir einhverju, sem
ég hef gleymt. Við þurfum að nota þetta vopn, þó tor-
trygnisvopn sé, enda er það síður varhugavert, þegar ekk-
ert er sagt nema það, sem satt er. Ég hef helzt hugsað mer
að greinin ætti að koma út í smáblaði því, sem talað vai’
um í sumar að gefa út. En ef ekkert verður úr því, þyrfH
að nota hana á einhvern annan hátt. Ég vil biðja þig
lesa Eimr.grein mína í próförkinni hjá B. J. Ég er að
hugsa um, ef ég fæ tíma til, að skrifa aðra grein um fram-
komu flokkanna á aukaþinginu, þó þú sért nú búinn að
gera vel í því efni.
Ég býst við að koma heim til Rvíkur annaðhvoi*t með
janúar- eða marzferðinni og verða þar úr því.
Hinir eru að reyna að breiða það út (einkum Þórh.) a
Ó. Halld. sé viss að verða ráðgj. og Alberti hafi átt að segja
eitthvað við hann í þá átt. En þetta er haugalygi. Svo mæla
börn sem vilja. Afstaða Albertis er óbreytt í því efni fia
því, sem hún var í fyrra, svo alt er undir kosningunum
komið. Það er eklci satt, að hann vilji taka mann, sem
standi fyrir utan flokkana. Þvert á móti, hann vill aðeMS
mann, sem hafi flokk á bak við sig.
Fyrirgefðu flýtishripið. Hlutabankinn fer nú af sta »
fyr ekki mögulegt, því Concession fengin fyrst nú. He