Saga - 1975, Blaðsíða 166
160
EINAR BJARNASON
Síra Magnús á Mælifelli Jónsson var sonur Jóns, sem
talinn er hafa búið á Reykjarhóli í Fljótum, Eiríkssonar
Tómassonar í Hvammi í Fljótum Brandssonar og er þessi
ættfærsla rétt en ekki sú, sem stendur í Islenzkum ævi-
skrám. Hann var um mannsaldri eldri en Guðrún móðir
Einars á Hraunum, sem einnig er talin vera af Fljóta-
Brandi komin. Fyrri kona séra Magnúsar var Ingunn
Skúladóttir, systir Þorláks biskups á Hólum, og dó hún
eftir nokkurra ára hjónaband, fyrir 1630. Alsystir Ing-
unnar, nokkru yngri, var Valgerður, sem giftist síra
Vigfúsi syni Árna sýslumanns á Eiðum Magnússonar,
sennilega meðan hann var skólameistari á Hólum 1635—
1638. Síra Vigfús fékk Hof í Vopnafirði 1638 og varð þá
systir Ingunnar Skúladóttur húsfreyja á Hofi. Með henni
hefur án efa farið eitthvað af venzlafólki sem þjónustu-
fólk, og er ekkert sennilegra en að unglingsstúlka sem
Guðrún Jónsdóttir hafi verið með í förinni og síðan, a
sínum tíma, gifzt þar eystra manni af góðum ættum. Síra
Sigfús faðir Sigurðar og síra Vigfús á Hofi voru systkina-
synir, svo að tengsl Sigurðar við Hofsfólkið eru auglj°s-
Síðast í þessari keðju af líkum fyrir því, að Einar á
Hraunum og Bergljót hafi verið börn Sigurðar SigfuS'
sonar, er rétt að nefna, að síra Sigurður á Barði, sonui
Einars á Hraunum, átti son sem Sigfús hét og varð prest-
ur á Felli 1 Sléttuhlíð. Sigfúsarnafn var að vísu allalgengt
nyrðra og eystra um þessar mundir, en ekki er mér kunn-
ugt um það í móðurætt síra Sigfúsar á Felli. Að vísu hét
einn frændi síra Sigfúsar á Felli Sigfús, og var það SigfuS
sonur Steins biskups á Hólum, sem nefndi sig Bergmann.
Þau voru systkinabörn Ragnheiður Guðmundsdóttir móðn
síra Sigfúsar á Felli og Sigfús Bergmann Steinsson, eU
nafn sitt mun Sigfús Steinsson hafa fengið úr föðurset
sinni. Móðurbróðir Steins biskups var Sigfús Steingríms
son, sem dó 1718 eða 1719, um eða yfir tírætt. SigfuS
Bergmann Steinsson drukknaði 14 ára gamall árið 1
og gæti síra Sigfús á Felli auðvitað hafa borið nafn hans,