Saga - 1975, Blaðsíða 241
ÓLAFS GUNNLAUGSSONAR
235
urinn prófar þau einu sinni á ári. Það er einangrun þjóð-
arinnar, sem hefur varðveitt þessar leifar trúarlífsins, en
þær munu brátt hverfa fyrir útlendum áhrifum, ef ka-
þólska kirkjan kemur ekki, áður en langt um líður, í veg
fyrir það með góðu fordæmi og staðfastri uppfræðslu. Sam-
skipti við nágrannalöndin margfaldast ár hvert, og emb-
ættismenn stjórnarinnar og þeir, sem lært hafa í útlönd-
um, eru næstum allir efahyggjumenn eða algjörlega af-
skiptalausir um trúmál. Kaþólsk trú þekkist þar nú varla
af nafni. Þjóðin veit vel, að landið var fyrrum kaþólskt,
ea enginn veit, í hverju þessi kaþólska trú er fólgin. I
°pinberum upplýsingum er ekki talað um annað en hroða-
lega harðstjórn eða fáránlega hjátrú. 1 byrjun þessarar
aidar lagði stjórnin niður hina fornu biskupsstóla í Skál-
holti og á Hólum og sameinaði allt ísland undir einn
iúterskan biskup í Reykjavík. Af rótum dómkirkjuskól-
anna tveggja var stofnaður einn æðri skóli og hann fluttur
Reykjavíkur 1846. Þar var einnig stofnaður skóli til
aú mennta presta, og lýtur hann allur stjórn kirkju- og
hennslumálaráðuneytisins í Kaupmannahöfn. Helgisiðum
Vai’ einnig breytt, einkum fjölda sálma o. s. frv., sem höfðu
varðveitt „páfalega" tjáningu. Segja má, að frá þessum
fínia (1800) hafi mótmælendatrúin í hinni nýju gerð
sinni verið að ryðja sér braut á Islandi, og standa embættis-
menn stjórnarinnar aðallega fyrir útbreiðslu hennar og
emnig allmargir prestar (sem því miður fer fjölgandi),
Sem útskrifazt hafa úr hinum nýja prestaskóla eða eru
oykomnir frá háskólanum í Kaupmannahöfn. Víst er, að
Slðastliðna tvo áratugi hefur trú og siðgæði þjóðarinnar
mignað á mörgum stöðum, en svo er landsháttum fyrir
að þakka, að þessi þróun er mjög hæg. Nauðsynlegt er að
oæta við þessi almennu ummæli um siðferðilegt og andlegt
astand Islendinga, að þeir eru allir læsir og skrifandi, og
)amdurnir eru og hafa ávallt verið frjálsir. Lénsréttindi,
Vlllnukvaðir o. s. frv. hafa aldrei þekkzt á íslandi, og þar
Sem aðgerða stjómarvalda hefur aldrei verið vart í þessu