Saga - 1975, Blaðsíða 229
TIL SKÚLA THORODDSENS
223
síðan ég kom til Hafnar. Eg hefi fengið tilmæli um að gera
það frá einum 3 blöðum, en jafnan neitað, af því ég álít,
að nú eigi vígvöllurinn að vera heima og lítið hafi að þýða
að ræða ísl. mál hér. Hins vegar hefi ég ekki álitið rétt að
neita að svara munnlegum spurningum frá blaðam., sem
til mín hafa komið og beinlínis sagt, að þá langaði til að
heyra eitthvað um, hvernig oppositiónin liti á málin, þar
sem hver grein ræki aðra í dönskum blöðum frá hálfu
stjórnarliðsins. — Ég hefi því aðeins gefið munnl. upp-
iýsingar. En mjög misjafnlega hefir verið með þær farið
af blöðum. 1 „Ekstrabl." og „Kl. 12“ voru t.d. talsverðar
vitleysur og misskilningur (eins og oft vill verða í „Inter-
viewum“), og ritstj. „Ekstrabl." lofaði mér að leiðrétta
sumt af þeim, er ég kvartaði, — en gerði það aldrei.
Réttast er alt haft eftir mér í „0stsj. Folkebl.“ En ekki
a ég sök á því, þó bæði það blað og ýms önnur hér hafi
stimplað mig sem „Förer“. Enginn hefir spurt um, hvort
eS væri það, og ég hefi aldrei sagt neinum þeirra, að ég
yæri það. En það er nú einu sinni búið að slá því föstu
1 meðvitund manna bæði hér og heima, að ég sé þa‘ð, og
ei'u það eingöngu andstæðingar okkar, sem hafa gert það.
í’ví synd væri að segja, að okkar blöð hafi nokkuð að því
unnið, að lyfta undir mig persónulega.
Þú getur því reitt þig á, að alstaðar þar sem ég er kall-
aður „Förer“ í dönskum blöðum, þá stafar það eklci frá
rílei‘, heldur frá blöðunum sjálfum. — Alveg eins og það
varla er fyrir beiðni þína, að próf. Finnur skrifaði í „Poli-
tiken“ í haust, að nú væri mér hrundið úr foringjasætinu
°S þú settur í það. — En ég hefi enga ástæðu fundið til að
Uiótmæla hvorki því né hinu læt hvern sjálfráðan um
skoðun sína á því og hefi álitið, að flokkurinn vildi svo
Vera láta. Það er einmitt hans stóra yfirsjón, að hann hef-
ekki kosið sér ákveðinn foringja (hvort sem hann nú
letl Pétur eða Páll), og að minni skoðun er ekki tiltök,
við sigrum í vorri pólitísku baráttu fyr en það verður
Sert. Meðan hver er að brugga sín pólitísku plön fyrir sig,