Saga - 1975, Blaðsíða 170
164
BRÉP VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
þann dag (mánud.). Þar á mót talaði jeg bæði við Ólaf og
Dybdal og var þar sama hljóðið og áður. D. kvaðst álíta
hið nýja fyrirkomulag mjög óheppilegt bæði fyrir íslend-
inga og Dani, en þó einkum frá dönsku sjónarmiði, því við
það kæmust menn inn á „glidebane", sem ekki væri svo
hægt að stanza á, þegar Islendingar færu að heimta meira
seinna, sem þeir óefað gerðu. Hann kvaðst því sem fyr
mundu berjast á móti málinu og setja sig algerlega á móti
upplausn, enda væri hún alveg ókonstitutionel, þar sem
frv. hefði ekki verið stjórnarfrv. Það væri reyndar, eptir
því sem málið horfði nú við, lítil líkindi til að unnt væri
að hindra að málið sigraði í þessari mynd, en þá væri að
skömminni til skárra að það drægist í 2 ár, heldur en það
yrði nú bráðlega, — bezt að það drægist sem lengst.
Næsta dag fann jeg R. og var auðfundið, að hann hafði
þegar orðið fyrir utankomandi áhrifum (líkl. frá D. og
kannske hefur lh. líka skrifað honum). Hann áleit ou
rjettast að leggja alveg árar í bát og hætta allri tilslökun,
úr því það hefði sýnt sig, að meiri hlutinn hefði ekki vilj-
að þiggja það sem í boði væri. Að leysa upp þingið og
leggja fyrir stjórnarfrv. kvað hann harla óaðgengilegb
ekki sízt þar sem svo tvísýnt væri um hve föst hin nu-
verandi stjórn væri í sessi, þar sem kosningar stæðu fyrir
dyrum hjer í Danmörku, sem gæti leitt til stjórnarbreyt-
ingar. Það væri því mjög varhugavert bæði gagnvai't
eventuellri nýrri stjórn og gagnvart alþingi að fara að
gera nokkuð verulegt í málinu nú. Jeg reyndi að syna
honum fram á, að ómögulegt væri fyrir ókunnugan ráð-
gjafa að stjórna, ef hann gæti ekki treyst lh., og stakk
upp á, að hann þá að minnsta kosti vildi skipa sjerstakan
ráðgjafa, en það aftók hann með öllu. Jeg herti þá á upp"
lausninni og reyndi að svo miklu leyti, sem jeg komst að
að tala, að færa sem bezt rök fyrir henni, en fjekk ekkei
annað endanlegt svar en að hann yrði nú að fá tíma til a
yfirvega þá spurningu betur.
Næsta dag fór jeg aptur að finna N. og sagði honum