Saga - 1975, Blaðsíða 217
TIL SKÚLA THORODDSENS
211
eru tveir aðrir nefndir sem ráðgjafaefni auk Valtýs. í upp-
hafi næsta bréfs getur Valtýr bréfs, sem hann hafi sent
Skúla, en hinn síðarnefndi skrifar 1. nóvember: „En eitt þyk-
ir mér þó verst, að mér er sumt í bréfi þínu algjörleg ráð-
gáta, svo sem er þú talar um „resultatið", er Hörringi hafi
komizt að, og sem þú hefur síðan verið að leitast við að fá
breytt. Mér skilst af bréfi þínu, sem þú hafir þá skrifað
mér með „Lauru“, en það hréf hefi ég aldrei fengið." Á þetta
bréf Skúla hefur Valtýr skrifað: „Svarað 21/11 '99.“ Þetta
svarbréf er ekki í bréfasafni Skúla.
Amagerbrogade 29; Khavn S. 12./10. ’99.
Kseri vin!
Eins og þú sérð, er ég nú fluttur úr Kingosgötu og þyrfti
að breyta utanáskrift á Þjóðviljann samkvæmt því.
Eg býst við, að þú hafir ekki verið alls kostar ánægður
ttieð fregnirnar í síðasta bréfi mínu. En ég gat þess þá,
að ég mundi ekki una þeim málalokum og að ég ætti eftir
a8 tala við Hörring aftur. Ég fór svo til hans einn fyrst
sagði honum, að mér fyndist þetta „resultat", sem hann
hefði komist að, fremur þunt og sama sem ekkert. Sýndi ég
honum nú rækilega fram á, að hið núverandi ástand gæti
alls ekki gengið lengur, og sannaði honum með mörgum
daamum, hvemig landshöfðingi spilaði með ráðgjafann og
léti hann gera allan skollann í blindni, sem honum myndi
ekki detta í hug að fallast á, ef hann væri sjáandi. Auka-
Plngi kvaðst ég mótfallinn nema kosningar færu fram á
Ur>dan, en þá yrði stjórnin eitthvað að gera til þess að
styðja að því, að viS sigruðum við kosningarnar. Kom
akkur svo saman um, að við skyldum nú báðir hugsa um
bæði hvað gera skyldi og um hvort aukaþing skyldi haldið
Unz við hittumst næst, sem skyldi vera eftir að næsta skip
V£eri komið að heiman, því þá byggist hann við að vera bú-
lnn að fá bankamálið frá landsh. og tillögur hans viðvíkj-
andi því og aukaþingi. Svo töluðum við Björn báðir lengi
Vlð hann í gær, en ekki hafði hann þá enn fengið banka-
málið frá lh. né tillögur hans um aukaþing, en ég sagðist
&eta fullvissað hann um, að þær yrðu á móti aukaþingi, þó