Saga - 1975, Blaðsíða 237
ÓLAPS GUNNLAUGSSONAR
231
afar víðáttumiklar og íbúarnir dreifðir, hlaut eftirlit
prestanna að vera mjög ófullkomið. Landshættir og enn
frekar stofnanir, sem tengdar voru lýðveldinu, lögðu þær
skyldur á prestana að taka oft þátt í opinberu lífi. Þessi
þátttaka í stjórnmálum og veraldlegum málum var prest-
unum ekki ávallt þægileg, en þó má segja, að hún hafi
verið þeim nauðsynleg til að gæða lög og stofnanir lands-
ins anda trúarinnar (Adam frá Brimum segir um Gissur
biskup, að Islendingar líti á biskup sinn sem konung).
Ennþá hafa prestar mótmælenda mikil áhrif á veraldlega
stjórn samfélagsins, val þingmanna o. s. frv., vegna þess
að fólkið hefur í svo margar aldir vanizt því að leita álits
Prestanna um veraldleg efni, eins og um trúarleg vafamál
vseri að ræða.
Eftir lok íslenzka lýðveldisins, þegar samband komst
a við Noreg, en einkum eftir að konungsríkin þrjú á Norð-
urlöndum sameinuðust í Kalmarsambandið, var ástand
kaþólsku kirkjunnar á Islandi afleitt. Tengslin við hinn
heilaga stól rofnuðu að mestu, og á sama hátt lagðist sú
Venja prestanna næstum niður að sækja til kaþólskra
háskóla á meginlandinu. Frá því er sagt í sögu Páls biskups
Jónssonar í Skálholti, að hann hafi látið telja prestana í
hiskupsdæmi sínu (1203) til þess að leyfa þeim, sem þess
°skuðu, að fara til náms í útlöndum, því að á þeim tíma
voru prestar ekki mikils metnir, nema þeir hefðu stundað
Pám í París eða Bologna.
Konungamir fengu útlendingum í heimildarleysi bisk-
uPsstólana í hendur, en þessir útlendu biskupar vanræktu
skyldur sínar, og þar sem öll almenn fræðsla hvíldi á
heim, hafði þetta hinar hörmulegustu afleiðingar. Alla
15. öld var t. d. enginn skóli á íslandi. Þetta kom niður
a fi’æðslu, siðum og trú fólksins, og í þessu er að finna
ema helztu ástæðuna, sem auðveldaði Danakonungi stjórn-
lagabrotið 1550. Stundum voru menn þessir, sem kon-
uPgarnir sendu til biskupsstólanna á Islandi, alls ekki
vigðir, og síðar bárust bréf erkibiskups um, að óheimilt