Saga - 1975, Blaðsíða 206
200
BRÉF VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
Dybd. töluvert um þær. Og ef Ó. H. veit nokkuð, þá er það
gegn um Dybd. En í des. gat Ó. H. ekki skrifað nema hug-
boð sitt, því R. var þá ekki enn ráðinn í því, hvort hann
ryfi þingið.
Makk síra Sig. og Þórh. er mjer mjög illa við, blessaður
reyndu að „forpúrra" það. Mjer segir allt af svo hugur um
að Þórh. verði okkur til einhverrar bölvunar. Hann er allt
af að makka við Ó. H., sem hefur gert okkur kannske mest-
an skaða af öllum, síSan að jeg var sá asni að segja hon-
um, að N. teldi hann ekki líklegan sem ráðgjafaefni. öll
oppositiónin snýst um þa'ð eitt, hver eigi að verða ráðgjafi.
Þú getur reitt þig á, að R. er ekki á því að gera „kom-
promis" við lh. Það er heldur ekki rjett, sem jeg hef hald-
ið, að hann hafi verið kallaður. Stjórnin hefur ekki kallað
hann, en hann sjálfur beðið um að mega koma, þegar hann
var orðinn úrkula vonar um að hann yrði kallaður.
Mjer dettur ekki í hug að mæla kraptleysi og deigju R-
bót, nema að því leyti að honum er vorkunn þar sem hann
veit sjálfur hvorki upp nje niður. En það er einmitt það>
sem er ófært og við viljum ráða bót á.
Bogi er ekki með frv. 89, heldur vill halda öllu óbreyttu,
nema auka vinnukrapt á skrifstofu lh.
Jeg þyrfti að skrifa þjer um telegrafmálið, sem jeg hef
unnið svo mikið að í vetur — að koma telegraf- eða tele-
fónlínum um allt land —, en það er svo langt mál, að jef
verð að fresta því.
Jeg sendi vottorð um Klemens, sem kannske er heldui'
langt. Ef þjer líkar það ekki, þá sendu mjer aptur, svo g^
jeg sent annað með Vestu 14. maí.
Með beztu kveðju frá mjer og konunni.
Þinn einl.
Valtýr Guðmundsson
hann væri heldur gamall. Landshöfðingi var fæddur 18. októ
ber 1836.
forpúrra, ónýta.