Saga - 1975, Blaðsíða 219
TIL SKÚLA THORODDSENS
213
23. bréf
Skúli Thoroddsen og Þorsteinn Erlingsson eru staddir í
Kaupmannahöfn, og er ætlun þeirra að tala við stjórnmála-
foringja, en stjórnarvandræði eru í Danmörku. Hægristjórn-
ir eru valtar og eiga erfitt með að koma stefnumálum sínum
fram. Þjóðviljanum er skrifað frá Kaupmannahöfn 24. marz:
„í blöðunum eru nú ýmsar spár um það, hver nú taki við
stjórninni; gizka sumir á, að vinstrimenn komist nú til valda,
en sennilegra er þó, að hægrimenn reyni enn að tildra upp
ráðaneyti úr sínum flokki, þótt engin von sé um, að slíkt
ráðaneyti fái nokkru verulegu áorkað í löggjafarmálum.“
Stjórnarkreppan leysist svo, að á fót kemst hægristjórn und-
ir forsæti Hannibals Sehesteds, en A. C. Goos fær dómsmál
og íslandsmál í hendur.
Einu-eiðin, Amagerbrogade 29, K0benhavn. S. 29./3. 1900.
Kæri vin!
Þakka fyrir línur þínar. — Mér finst ályktun ykkar
^orsteins um að „ekkert sé að gera“ eitthvað sviplík því,
Sem hún er vön að vera hjá ráðaneytinu fyrir Island, þeg-
ai' um ísl. pólitík er að ræða. „Meðan þessi óvissa er“ ekk-
ert að gera! Einmitt á meðan væri þó helzt hugsanlegt, að
eitthvað mætti gera. Þegar búið er að slá ráðaneytinu
fö&tu, þá er einmitt ólíklegt, að neitt sé hægt að gera. En
nú mætti reyna eitthvað. Ég álít alls ekki tilgangslaust,
að þið töluðuð við Hþrring, og brýnduð fyrir honum, að
nu væri tækifæri til að reyna að efna heit sitt í haust við
°kkur Bjöm Jónsson, þar sem hann hefði gefið, þó ekki
úeinlínis álcve'ðið loforð, — þá samt fulla von um að hann
ttiundi gera sitt til að fá nú sérstakan ráðgjafa skipaðan
aður en veturinn væri úti. Það mætti og tala við ýmsa
ttukilsráðandi landsþingsmenn og er ekkert að vita, nema
t>að kynni að hafa eitthvað upp á sig. Því miður get ég nú
ekkert gert. Eg hef legið veikur í rúminu síðan á laugar-
úag og má enn ekkert út fara, þó ég sé nú farinn að hress-
ast- Annars hefði ég sannarlega farið eitthvað á stúfana.
mér hefir ekki verið hægt um vik. Þið Þorsteinn ættuð
eudilega að skreppa sem allrafyrst hingað út til mín til