Saga - 1975, Blaðsíða 249
HÖFUNDUK QUALISCUNQUE
243
arssonar, þess manns, sem dr. Jakob telur að ritað hafi íslandslýs-
ingu. Af riti Gísla biskups virðist ljóst, að Oddur hafi reynt að
hrekja hina fomu bábilju um, að sólin hyrfi jafnlengi um vetrar-
sólhvörf og hún var á lofti um sumarsólstöður, en höfundur Qualis-
cunque heldur aftur á móti þessari skoðun fram, eins og vikið hef-
ur verið að. Undur íslands og fleiri rit eru örugg heimild þess, að
Oddur biskup ritaði um Island. Vitnað hefur verið til Appianusar
í því riti og svo er og í Islandslýsingu, en það gefur aðeins til
kynna, að höfundar beggja ritanna hafi þekkt hans kunnu rit.
Grein sú úr riti föður síns, sem Gísli tekur upp í rit sitt og það
orðrétt að því er virðist, finnst ekki í íslandslýsingu, en játað skal,
að orðalag er keimlíkt á tveimur stöðum (bls. 38, 10.—13. lína að
ofan og bls. 40, 13.—-15. lína að ofan).
2) „Á bls. 34—35 er all-ýtarleg lýsing á hafísnum sem sýnir grein-
argóða þekkingu á honum og hegðun hans. Eitt atriði er sérstök
ástæða til að benda á, en það eru þessi ummæli: „Af þessari ástæðu
eru Norðlendingar stórum verr settir en Sunnlendingar, sem sagt
er að aldrei sjái þennan ís.“ Torvelt er að hugsa sér að Sunnlend-
ingur hafi tekið svo til orða.“
Það er rétt hjá dr. Jakob, að frásögnin af hafísnum sýnir tals-
verða þekkingu á honum og hegðun hans, en þó ekki meiri en svo,
að fróðleiksmenn í öllum landshlutum gátu fært slíkt í letur, ekki
S1zt þeir, sem tengdir voru biskups- og skólasetrinu Skálholti.
Setning sú, sem dr. Jakob vitnar til, segir það eitt, að menn á Suð-
Uílandi hafa elcki vitað til þess, að hafís legðist að þeim landshluta.
Setning þessi er lengri en fram kemur í tilvitnuninni, og af síðari
hluta hennar má ráða, að menn hafa leitað skýringar á þessu
fyrirbæri, en þar segir svo: „því þegar hann (þ. e. hafísinn) tekur
færast nær þeim (Sunnlendingum) með því að sveigja til aust-
Urs eða vesturs, er hann þegar í stað gerður afturreka af hinum
^notstæða, þunga straumi úr hinu mikla úthafi.“ Þessi skýring gefur
f'l kynna, að höfundur Islandslýsingar hafi haft allgóða hugmynd
Uni stefnu hafstrauma við sunnanvert ísland og e. t. v. réttari en
fíðkazt hafa, ef mið er tekið af þeirri staðreynd, að kefli þau eða
»ondvegissúlur“, sem vai-pað var í sjóinn við suðurströndina í til-
efni þjóðhátíðar 1974, rak bæði vestur og austur með ströndinni.
Sondir þetta ótvírætt til, að höfundur hafi verið kunnugur á sunn-
anverðu landinu.
j.Á bls. 36 ræðir höfundur um veðurfar og er margorður um
snjóþyng.gij og frosthörkur, mikla fannkyngi í fjöllum og þokur
1 dölum á sumrin. Síðar talar hann einnig um snjóflóð sem valdi
^klu tjóni á vetrum, svo og skriðuföll á sumrum (bls. 95).
iit þetta á óneitanlega betur við Norðurland en Suðurlands-