Saga - 1998, Page 11
FRIÐARVIÐLEITNI KIRKJUNNAR Á 13. ÖLD
9
Hafliða Mássonar.5 Það er sannarlega ráðgáta, ef gert er ráð fyrir
að þessi deila hafi átt sér stað í því umfangi sem sagan greinir frá.
Ef við gerum aftur á móti ráð fyrir að sagnaritarinn hafi ýkt um-
fang deilunnar verulega er sú gáta leyst en önnur vaknar í staðinn:
Af hverju? Ein skýring er að tilgangur sagnaritarans hafi verið að
sýna höfðingjum 13. aldar hvernig hægt væri að halda friðinn og
til þess þurfti hann að rekja dæmi af deilu sem var jafn umfangs-
mikil og deilur stórhöfðingja voru um 1240.
Ekki eru það ný sannindi að Þorgils saga og Hafliða boði frið. í
nýjustu bókmenntasögu íslendinga er því t.d. velt upp að hún sé
„dæmisaga fyrir stríðandi höfðingja 13. aldar; til áréttingar því að
forðum daga hafi þótt virðingarauki að sættast friðsamlega."6 Þá
hefur verið bent á að kennimenn fremur en aðrir hafi átt „að gera
jöfnuð þar sem ójöfnuður og ofríki ríktu."7 Þorgils saga og Haf-
liða, rituð þegar ófriður Sturlungaaldar stendur sem hæst, er að
þessu leyti spegill samtíðar sinnar, lfkt og fleiri sögur sem ritaðar
voru á þessum tíma.8 Lítið hefur hins vegar verið fjallað um þau
ráð sem skrásetjari Þorgils sögu og Hafliða sá til að koma á friði.
Næg dæmi finnast þó í sögunni, því að þar verða ýmsir til að tala
máli friðar, meðal annarra sá sem ef til vill er ólíklegastur til þess,
Asbirningurinn Böðvar Ásbjarnarson. Á alþingi 1120, „að Péturs-
messudagsmorgin ... gengu flokkarnir allir til kirkju um messu
um guðspjall og stóðu með vopnum fyrir framan kirkjuna og
stóðu sínum megin kirkjudyranna hvorir." Ætlar þá Þorgils Odda-
son að höggva til Hafliða Mássonar með öxi „og mun þá um
meira að mæla en um átta kúgildi". Böðvar stöðvar hann með eft-
irfarandi rökum:
Hygg að þú hvar vér erum komnir að þetta skal vera sætt-
arfundur við guð er vér höfum á kirkjuhelgi sótt og biðjum
5 Sagt er frá deilunni í Kristni sögu, en sú saga er rituð síðar en Þorgils saga
og Hafliða, sbr. Kristnisaga, bls. 54-57.
6 Guðrún Nordal, „Sagnarit um innlend efni", bls. 322.
7 Guðrún Ása Grímsdóttir, „Um afskipti erkibiskupa", bls. 54. - Um rann-
sóknarsögu þessa viðfangsefnis hef ég áður fjallað, sbr. Sverrir Jakobsson,
„Griðamál á ófriðaröld", bls. 120-24.
8 Sbr. Torfi H. Tulinius, „Hervarar saga og Heiðreks og þróun erfðaréttar á
þrettándu öld", bls. 74-75, 80-81. - Sveinbjörn Rafnsson, „Um Hrafnkels
sögu Freysgoða", bls. 34, 67, 74-75.