Saga - 1998, Page 15
FRIÐARVIÐLEITNI KIRKJUNNAR Á 13. ÖLD
13
aldri til að lýsa sig óvini friðarspilla og grípa til vopna gegn
þeim.19 Til urðu friðarbandalög sem almenningur átti aðild að.
Eldmóður alþýðunnar er til vitnis um vaxandi félagsvitund henn-
ar á þessum tíma. Það var klerkum og fyrirmönnum í hag að beina
þessu nývakta afli inn á hættulausar brautir og alþýðan gat fylkt
sér um friðaráróður og boðskap hinna fyrstu þinga um guðsfrið.20
Rétt er að skilgreina hugtakið guðsfrið nánar. Arið 994 er talað
um Pax og Pactum pacis, síðar er talað um restauratio pacis et iustit-
iae og convenienta pacis en um 1040 varð úr orðunum Pax et treva
Domini styttingin Pax Dei (guðsfriður). Guðsfriður snerist um að
vernda þá sem börðust ekki, kirkjunnar menn, einbúa, hjarðmenn,
handverksmenn, kaupmenn, konur, börn og gamlingja. Ekki var
stefnt að því að stöðva bardaga í sjálfu sér. Á 11. öld gengu kirkju-
þing lengra og boðuðu guðsgrið (Treuga Dei) frá fimmtudegi til
sunnudags og á stórhátíðum kirkjunnar. Á kirkjuþinginu í Nar-
bonne 1054 var ákveðið að aðeins mætti stunda stríð og hefndar-
víg um 80 daga á ári. Enginn kristinn maður ætti að drepa annan
kristinn mann, því að þar með úthellti hann blóði Krists. Þó taldi
iTvei rihluti guðfræðinga gagnslaust að takmarka svokölluð réttlát
stríð, jafnvel þótt barist væri á helgum dögum. Hins vegar mun al-
nienningur hafa talið það ávallt rangt að berjast á helgustu dögum
ársins. Svokallaðar villutrúarhreyfingar, sem voru vinsælar meðal
alþýðu, einkennast af afdráttarlausri boðun þess að það væri synd
að drepa kristna menn.
Frá fornu fari var hlutverk konunga að tryggja þegnum sínum
Vernd en í ríkjum sem voru í upplausn, eins og Frakkland á 10.
öld, náði sú vernd skammt. Friðarhreyfing 11. aldar veitti þjóð-
höfðingjum kærkomið tækifæri til að láta til sín taka á ný. Lúðvík
gekkst fyrir því að friða krúnulönd sín með stuðningi kirkjunn-
ar, og Lúðvík VII kallaði saman kirkjuþing árið 1155 og lýsti þar
yfir tíu ára landsfriði í öllu ríki sínu. Frakkakonungar tileinkuðu
sér nýja hugmyndafræði, „haute justice", og vildu ráða dómsvaldi
einir.21 Á 13. öld héldu þeir áfram að berjast gegn blóðhefnd og
D Les miracles de saint Benoit, bls. 192-98.
20 Sjá MacKinney, „The People and Public Opinion".
21 Bisson, „The Organized Peace in Southern France and Catalonia, ca. 1140
- ca. 1233".