Saga - 1998, Page 22
20
SVERRIR JAKOBSSON
ekki vígið sjálft, slfkt þótti ekki tiltökumál á þessum tíma, heldur
að hann vó prest.38 Aftur á móti er Guðmundur nokkur djákn veg-
inn árið 1202, af orkneyskum stýrimanni sem síðan komst úr landi
með aðstoð höfðingja.39 Djáknar nutu ekki sömu friðhelgi og
prestar enda máttu höfðingjar taka djáknavígslu og gerðu það
sumir, t.a.m. Gissur Þorvaldsson.40
Eitt baráttumála Guðmundar biskups Arasonar var að prestar
væru undir lögsögu hans. En biskup hafði undir verndarvæng
sínum klerka sem báru vopn, eins og Skæring Elróaldsson.411 deil-
um Guðmundar við höfðingja eru klerkar áberandi í báðum hóp-
um og ekki síður vegnir en aðrir. Með Kolbeini Tumasyni falla
tveir prestar í Víðinessbardaga og síðar drepa biskupsmenn einn
prest, þrátt fyrir bann biskups. Til hefnda er veginn Snorri Gríms-
son, frændi biskups, súbdjákn að vígslu, en vegandinn, Klængur
Þorvaldsson, er sjálfur messudjákn. Þegar höfðingjarnir ráðast á
Hóla 1209, fellur prestur í átökunum, en þeir láta síðan háls-
höggva Skæring klerk.42 Þessi prestadráp og harka höfðingja við
Guðmund biskup urðu til þess að Þórir erkibiskup í Niðarósi
sendi helstu höfðingjum íslands bréf árið 1211 þar sem framferði
þeirra við Guðmund var mótmælt
þar sem engi maður á á honum dóm nema páfinn og vér af
hans hendi og hann nú settur af sínu biskupsríki, hættur af
mörgum sálum til ábyrgða, menn af honum drepnir og
nökkur prestur í þeirri tölu, - en þann vanda á engi að leysa
nema páfinn sjálfur - aðrir og á móti teknir.43
Við þetta varð hlé um sinn á ofbeldisverkum gegn prestum, enda
Guðmundur biskup erlendis. Við heimkomu hans árið 1218 fór
Arnór Tumason með liði að biskupi:
Tóku þeir biskup í hvílu sinni og drógu hann ofan eftir hús-
um. Hann setur hendur eða fætur í dyristafi eða þili en þeir
drógu hann því harðara svo að við stórmeiðslum var búið.
38 Sama heimild, bls. 134.
39 Sama heimild, bls. 210-11.
40 Sturlunga saga, bls. 250, 255, nefnir nokkur dæmi um dráp á djáknum, sem
þóttu ógóð.
41 Sama heimild, bls. 214, 216.
42 Sama heimild, bls. 219-20, 222-24.
43 Sama heimild, bls. 226.