Saga - 1998, Page 25
FRIÐARVIÐLEITNI KIRKJUNNAR Á 13. ÖLD
23
varði friðhelgi klerka.57 Hlýðni Sturlu Sighvatssonar við kirkjuna
hefur hvatt þjóna hennar til að halda áfram á sömu braut.
Eftir Rómarför Sturlu Sighvatssonar 1233 er aðeins eitt dæmi
um víg á presti; Benedikt Hesthöfðason vó Ásgrím prest Illugason
en drukknaði árið 1253 á leið til Rómar að leita yfirbótar.58 Undan
þeirri för varð ekki komist lengur svo að íslenskir fyrirmenn hóp-
uðust til Rómar.59 Gissur Þorvaldsson fer þangað í hópferð íslend-
'nga árið 1247 og fær lausn sinna mála. Gissur var sennilega að
friðþægja fyrir Örlygsstaðabardaga og víg Snorra Sturlusonar en
sem djákna var honum bannað að standa í vígaferlum. Auk þess
hafði hann rofið eið sem hann sór við ligtiuni vitae eða flís úr krossi
Krists.60
Enn eru örfá dæmi um að vígðir menn sæki á vopnaþing. í Bæj-
arbardaga 1237 féll djákninn Guðmundur Eindriðason, árið 1238
var Kriströður Einarsson, vígður maður, særður til ólífis af mönn-
um Sturlu Sighvatssonar og árið 1244 var Bárður Snorrason, kall-
aður Skarðsprestur, veginn af mönnum Kolbeins unga. Ólíklegt er
að hann hafi í raun verið prestur, hins vegar var hann messudjákn
að vígslu.61 Þegar Órækja Snorrason ræðst á Skálholt í ársbyrjun
1242 heitir Sivarður biskup Gissuri Þorvaldssyni að hann og
menn hans muni grípa til vopna og berjast með Gissuri. Af því
verður ekki, bardaginn stöðvast vegna þess að enginn vill gera
biskupi mein.62 í brennunni á Flugumýri árið 1253 voru þrír vígð-
lr menn í liði Gissurar. Þórður djákni var þeirra vígreifastur og
57 Helgi Þorláksson, „Rómarvald og kirkjugoðar", bls. 61-62.
58 Sturlunga saga, bls. 630. í Flateyjarannál 1236 er sagt frá vígi prests sem fyl-
gdi Órækju en þar mun vera átt við Jón hálfprest sem Islendinga saga seg-
ir að Sturla Sighvatsson hafi látið vega sama ár. Sbr. lslandske Annaler, bls.
382; Sturlunga saga, bls. 379.
59 Helgi Þorláksson, „Rómarvald og kirkjugoðar", bls. 61, segir frá því að
árið 1243 veitti páfi Birni ábóta í Hólmi við Niðarós sérstakt leyfi til að
leysa íslendinga úr banni, m.a. fyrir ofbeldi gegn klerkum. Ástæðan sem
var gefin var einkum samgönguerfiðleikar. Björn andaðist ári síðar og
virðist leyfið þar með úr gildi því að ekki dró úr Rómarferðum, eins og
dæmin í þessari grein sýna.
60 Sturlunga saga, bls. 449-53.
Sama heimild, bls. 392, 404, 507. Á bls. 498 segir frá manni sem nefndur er
Einar munkur og vó Þórð Bjarnarson árið 1243.
62 Sama heimild, bls. 447-49.