Saga - 1998, Page 27
FRIÐARVIÐLEITNI KIRKJUNNAR Á 13. ÖLD
25
þar öruggt hæli. Því leituðu þeir sem urðu undir í bardaga í aukn-
um mæli í kirkjur. Reyndi þá á hvort kirkjugrið væru virt. í brenn-
unni í Lönguhlíð árið 1197 fengu þeir sem á annað borð náðu að
komast í kirkju frið fyrir Guðmundi dýra. Sagt er að brennumenn
hafi óttast að eldinn af brennunni legði til kirkjunnar en svo varð
ekki. Þegar hefnt var fyrir brennuna gilti hið sama. Einn manna
Þorgríms náði að koma Kálfi Guttormssyni í kirkju. „Þá vildi Þor-
steinn Jónsson láta brjóta kirkjuna eða brenna en Þorgrímur vildi
það eigi."68 Hafur Brandsson, fóstri Staðar-Kolbeins, veigraði sér
við að sækja að Ögmundi sneis þegar hann bjóst til varnar í kirkju-
garði og „kallaði þeirra völd er til sóttu þótt garðurinn saurgaðist
en eigi þeirra er hendur sínar áttu að verja."69
í deilum Guðmundar Arasonar við höfðingja var friðhelgi klerka
°ft ekki virt og hið sama gilti um kirkjugrið. Þannig hafði biskup
arið 1206 „í stórmælum tvo höfðingja, Sigurð Ormsson og Hall
Kleppjárnsson, fyrir það er þeir höfðu tekið mann úr munka-
klaustri til meiðinga og limaláts."70 Höfðingjarnir sem sátu um
Hólastól árið 1209 gerðu biskupi úrslitakosti, „ella myndi þeir
drepa þá alla er í kirkju voru og eira öngu vætta" en þegar biskup
var farinn „gengu þeir Arnór í kirkju með vopnum og eggjuðu út
hina er inni voru og þeir þóttust mestar sakir við eiga ella kváðust
þeir mundu sækja þá eða svelta þá í kirkjunni." Þegar þeir höfðu
drepið þá sem þeir töldu sig eiga sakir við rændu höfðingjar kirkj-
una. Biskup lét þá læsa kirkjunni „og kallaði hana saurgaða bæði
af manndrápi og greftri bannsettra manna."71 Næstu ár voru
kirkjugrið ýmist virt eða ekki.72
Ekki er víst að hrottaskapur hafi aukist á Sturlungaöld, þó að sú
skoðun hafi verið ríkjandi. Varast verður að bera saman heimildir
68 Stnrlunga saga, bls. 152, 169. Stundum var þetta þó teygt og togað. Einn
brennumanna „komst að kirkju og gat fengið stoðina og slitu þeir hann af
stoðinni og síðan vó Sölvi hann" (sama heimild, bls. 159).
69 Sama heimild, bls. 175.
70 Sama heimild, bls. 214-15.
71 Sama heimild, bls. 222-24.
72 Ýmis dæmi eru um að það var ekki gert, sbr. Sturlunga saga, bls. 229,
250-51, 256, 257, 273. Einnig eru dæmi frá þessu méli um ofbeldisverk í
kirkjugörðum (bls. 260-61, 277). Björn Þorvaldsson féll í kirkjugarði 1221
en banamaður hans gekk suður og andaðist þar (bls. 267-68, 272).