Saga - 1998, Page 28
26
SVERRIR JAKOBSSON
sem eru í eðli sínu ólíkar. Sú mynd sem dregin er upp af bardög-
um í flestum Islendingasögum er fegruð og endurspeglar fornald-
ardýrkun þeirra sem þær rituðu. Þeir sem sömdu Sturlungu höfðu
aðrar hugmyndir um vígaferli og enga ástæðu til að fegra þau.73
Enda þótt ófriður hafi magnast á Sturlungaöld ber minna á að
kirkjugrið séu rofin, eftir að mál Guðmundar biskups róast. Sturla
Sighvatsson lét ræna mat úr kirkju í Stafaholti 1236 en kallaði það
væri fé bannsettra manna sem kirkja ætti ekki að halda. Arið 1237
berjast lið Sturlu og Þorleifs Þórðarsonar úr Görðum við kirkju í
Bæ. Flótti brestur í lið Þorleifs og kemst hann í kirkju og allir „þeir
er því komu við. En svo var þröngt að kirkjunni að eigi komst
helmingur inn þeirra er vildu og lá allt valurinn fyrir durum kirkj-
unnar. En Sturlu menn gengu þá að og lögðu og hjuggu sem þeir
komust við." Þeir sem komust í kirkju fengu grið.74 Eftir Örlygs-
staðabardaga flúðu sumir í kirkju í Miklabæ en Gissur Þorvalds-
son og Kolbeinn ungi ráku flóttann. Voru öllum gefin grið nema
sex. Hótaði Gissur að brenna kirkjuna, en að lokum gengu þeir út
og voru vegnir.75 Þó að kirkjugrið væru hér formlega virt höfðu
þau í raun ekkert að segja.
A árinu 1242 er biskupsstólnum í Skálholti tvívegis ógnað þeg-
ar menn leita hælis þar, fyrst af Órækju Snorrasyni en síðan af
Þórði Sighvatssyni kakala. í bæði skiptin urðu afskipti biskups til
að stöðva átök. Órækja hættir að berjast eftir að biskup hefur
bannfært hann og menn hans en Þórður sættist við bændur áður
en til átaka kemur. Hann hafði raunar verið lattur ferðarinnar af
mági sínum, Hálfdani á Keldum, sem „kvað það vera óráð að ríða
á helgan stað að bóndum þeim er eigi væri slægja til."76 Þórður
lætur bera skildi úr kirkju í Hítardal, en gerist að lokum verndari
kvenna og kirkna. í veislu á Mýrum 1243 strengir hann „þess heit
að láta aldrei taka mann úr kirkju, hverjar sakir sem sá hefði til við
hann, og það efndi hann."77 Kolbeinn ungi virðist á öðru máli, ef
marka má Þórðar sögu kakala í Sturlungu. Hann lætur leiða menn
73 Sbr. Guðrún Nordal, „Eitt sinn skal hverr deyja"; Ármann Jakobsson,
„Sannyrði sverða", bls. 52-57.
74 Sturlunga saga, bls. 324, 353, 378, 392.
75 Sama heimild, bls. 422-24.
76 Sama heimild, bls. 447-50, 473-76.
77 Sama heimild, bls. 472, 496, 498.