Saga - 1998, Page 30
28
SVERRIR JAKOBSSON
Þegar Sturla Þórðarson og Hrafn Oddsson fara að Þorgilsi
skarða í Stafaholti árið 1252 minnir Ólafur Þórðarson á að heilag-
ur Nikulás eigi staðinn og því séu þeir að gera honum skömm.80
Sturla Þórðarson vildi ekki láta beita hestum í túnið að Reykholti
því að Pétur postuli ætti töðuna.81 í Flugumýrarbrennu höfðu þeir
grið sem komust í kirkju og Gissur Þorvaldsson vildi frekar láta
brennunnar óhefnt en að sækja menn á staðinn á Möðruvöllum.
Tvisvar gómar hann og lætur drepa menn sem hlaupa að kirkju,
en lætur ekki draga menn þaðan.82 Öllum brögðum er beitt til að
hindra menn í að komast í kirkju, en ef það tekst er ekki brotið
gegn kirkjugriðum. Dæmi eru um að mönnum hafi verið þyrmt
vegna þess að þeir náðust nálægt kirkju. Stundum er hótað að
draga menn úr kirkju en þá er látið sitja við orðin tóm.83 Hik ein-
stakra höfðingja við að draga menn úr kirkjum kostaði þá jafnvel
lífið. Svo var um Sæmund Ormsson og Þórður Andrésson fékk að
gjalda þess árið 1264, að bræður hans virtu kirkjugrið þegar þeir
áttu kost á að brjótast inn í kirkjuna í Tungu og hafa Gissur Þor-
valdsson þaðan með valdi.84
Undantekningarnar frá hinni almennu reglu, að kirkjugrið séu
virt, eru einkum frá árunum 1208-22, er deilur íslensku höfðingja-
stéttarinnar við Guðmund biskup voru harðastar, og árunum
1238-44. Á þeim árum er það helst Kolbeinn ungi sem rýfur
kirkjuhelgi og er Þórðar saga kakala einkum til vitnis. Vera má að
höfundur hennar ýki til að skerpa andstæður milli Kolbeins og
hetjunnar Þórðar, verndara kvenna og kirkna. Á þessum árum var
Bótólfur biskup á Hólum. Hann stóð stutt við hér á landi, sam-
kvæmt Konungsannálum hvarf hann af landi brott árið 1243 og
virðist ekki hafa snúið aftur, en lést árið 1246.85 Erkibiskup hafði í
stórmælum við Norðlendinga árið 1245 og hafa sagnfræðingar
talið orsökina vera óhlýðni þeirra við Bótólf.86 Ef til vill hefur virð-
80 Sama heimild, bls. 597.
81 Sama heimild, bls. 684.
82 Sama heimild, bls. 639-43, 647M9.
83 Sama heimild, bls. 653, 673.
84 Sama heimild, bls. 753.
85 Islandske Annaler, bls. 131.
86 Sama heimild, bls. 131, 189, 328. - Jón Jóhannesson, íslendinga saga I,
255-56.