Saga - 1998, Page 35
FRIÐARVIÐLEITNI KIRKJUNNAR Á 13. ÖLD
33
að vera fyrirmynd annarra biskupa. Kristni saga segir hann hafa
friðað „svo vel landið að þá urðu engar stórdeilur með höfðingj-
Um/ en vopnaburður lagðist mjög niður."105 í Hungurvöku og
Kristni sögu er framlag annarra biskupa til friðargerðar einnig tí-
undað og minnir þar hver lýsing á aðra. Sagt er um Magnús Ein-
arsson, Skálholtsbiskup 1134-48, að
hann sparði aldrei fjárhlut til meðan hann var biskup að
sætta þá sem áður voru sundurþykkir og lagði það jafnan
af sínu til er þeirra var í milli og urðu af því engar deildir
með mönnum meðan hann var biskup.106
Ekki skiptir hér máli hvort þessi frásögn af hegðun Magnúsar Ein-
arssonar er sannleikanum samkvæm. Hún er vitnisburður um
hvernig biskupar áttu að haga sér.107 Lík ummæli eru um Klæng
horsteinsson, eftirmann Magnúsar, í Hungurvöku og Sturl-
ungu.108 Um hann sagði Sturla Þórðarson: „Svo virði ég eið bisk-
ups sem páskamessu", en ekki er sá vitnisburður laus við kald-
hæðni.109 Tíu árum síðar var Klængur fremstur í flokki þeirra sem
ve'ttu lið Einari gegn Sturlu á alþingi en Brandur Hólabiskup
studdi Sturlu. Til að afstýra ófriði voru Klængur og Böðvar Þórð-
arson, mágur Sturlu, settir í gerð. í þessu tilviki skipuðu biskup-
arnir sér í sveitir með deiluaðilum og eru fleiri dæmi til um það.110
Bæði Brandur Sæmundsson og Páll Jónsson ganga í milli í deil-
um.'ii Árið 1200 er Páll látinn gera sætt í milli Sæmundar bróður
Slns og Sigurðar Ormssonar. Hann hefur notið trausts, fyrst hon-
um var treyst til að gæta hlutleysis í máli bróður síns, en hann
stillti „svo gerðum að hvorir tveggja máttu vel við una".112 Biskupar
^ Islendingabók, Landnámabók, bls. 3. - Sveinbjörn Rafnsson, „Frá Iand-
námstíma til nútíma", bls. 318-19, ræðir forsendur fyrir ritun íslendinga-
bókar og áhrif biskupanna á ritið, en nefnir ekki friðaráróður í því sam-
hengi.
105 Kristnisaga, bls. 50.
106 B’skupa sögur I, bls. 77.
lf)7 Egilsdóttir, „Eru biskupasögur til?", einkum bls. 216-18.
8 Biskupa sögur I, bls. 82. - Sturlunga saga, bls. 60-61, 63, 74.
09 Sturlunga saga, bls. 63.
10 Sama heimild, bls. 74, 116-17,172.
11 Sama heimild, bls. 154, 185.
12 Sama heimild, bls. 189-90.
3-SAGA