Saga - 1998, Page 38
36
SVERRIR JAKOBSSON
og 13. aldar. Prestar þóttu einnig ákjósanlegir boðberar friðar og
sátta. Þar hefur skipt máli að lagt var bann við að goðorðsmenn
tækju vígslu árið 1190. Eftir það standa prestar utan við deilur og
pólitískt þras. Þeir sitja hins vegar í gerðum, ganga í milli og sjá
um friðarumleitanir, sumir oftar en einu sinni.121 Árið 1211 notar
Þorvaldur Snorrason Steinólf prest til að leita sátta við Hrafn
Sveinbjarnarson, en árið 1218 á Steinólfur þátt í því að sætta Víð-
dæli og Miðfirðinga.122 Hann er aðeins nefndur í Sturlungu þegar
hann er riðinn við sættir. Árið 1234 eiga Ólafur og Sturla Þórðar-
synir í deilum við Þorbjörn í Búðardal sem leitar á fund Snorra
prests Narfasonar og sér hann um friðarumleitanir við Þórðar-
syni. Snorri er aftur á ferð ári síðar er hann fer með sáttaboð milli
Órækju Snorrasonar og Sighvats Sturlusonar.123 Eftir Flugumýrar-
brennu sest Gissur Þorvaldsson að á Möðruvöllum og herjar á
brennumenn. Þá ganga í milli Eyjólfur Valla-Brandsson, ábóti á
Munka-Þverá, og Andréas Sæmundarson og „aðrir góðir menn
með þeim" og voru grið sett þann vetur með þeim öllum.124Árið
1254, tæpu ári eftir brennuna, finnast Gissur og brennumenn í
Glæsibæ en Eyjólfur ábóti gengur aftur í milli og ekki er barist.
Ljóst er að hróður hans hefur vaxið af þessu, því að fyrir Þverár-
fund 19. júlí 1255 ganga bændur í héraði á fund hans og biðja hann
að ganga í milli. Gerir hann það en höfðingjarnir vilja heldur berj-
ast. Kallar ábóti þá á bræðurna og aðra kennimenn og bað þá frá
ríða, „því að ekki vinnum vér hér."125 Hann sækir sættir fast enda
þegar orðinn kunnur friðarstillir og hefur eflaust ekki síður verið
annt um þann orðstír en bardagamönnunum um heiður sinn sem
vígamenn.
Brandur Jónsson gekk í milli Sæmundar Ormssonar og Ög-
mundar Helgasonar árið 1249 og aftur 1251. Var sæst í bæði skipt-
in en þær sættir héldust illa.126 Árið 1253 gerði hann í milli Hrafns
121 Sjá nánar Guðrún Ása Grímsdóttir, „Um afskipti erkibiskupa", bls. 50-56
og BA-ritgerð mína, „Þykir mér góður friðurinn", bls. 51-53.
122 Sturlunga saga, bls. 239-40, 251.
123 Sama heimild, bls. 363, 373.
124 Sama heimild, bls. 644.
125 Sama heimild, bls. 653, 697-99, 701.
126 Sama heimild, bls. 552-53, 558-60.