Saga - 1998, Page 40
38
SVERRIR JAKOBSSON
son vann ötullega að útbreiðslu riddaramennsku meðal hirðar
sinnar í Noregi og á íslandi. Að frumkvæði hans var fyrsta ridd-
arasagan rituð á norræna tungu árið 1226 og fleiri fylgdu í kjölfar-
ið. Hugmyndir hirðmennskunnar endurspeglast í Konungs
skuggsjá. Hirðmenn áttu að vera hófsamir, siðlátir og fullir þjón-
ustulundar. Þeir skyldu refsa óspektarmönnum en forðast mann-
dráp, nema í þágu konungs. Þeir skyldu elska guð og kirkjuna.132
Sverrir konungur vildi að menn sínir hlífðu kirkjum og Hákon
konungur lét sér annt um að kirkjugrið væru virt.133 I Hirðskrá
Magnúsar lagabætis, sonar hans, er að finna ákvæði um kirkna
frið og kvenna.1341 Sturlungu er hirðmönnum konungs lýst á svip-
aðan hátt. Hirðmennirnir Þórður kakali og Þorgils skarði eiga að
hafa virt friðhelgi klerka, kirkna og kvenna betur en Kolbeinn
ungi sem ekki varð handgenginn konungi. Konungsmenn studdu
guðsfrið kirkjunnar en hún varð ekki jafn fljót til að styðja viðleitni
konungs til að friða landið og koma því undir sig. Árið 1237 lét-
ust biskuparnir Magnús Gissurarson og Guðmundur Arason. Eft-
irmenn þeirra höfðu þegar verið kjörnir af lærðum og leikum og
sigldu til Noregs til að hljóta vígslu. En erkibiskupinn í Niðarósi
hafnaði íslensku biskupsefnunum, þar sem þau voru formlega
óhæf, og skipaði í staðinn norska klerka, Sivarð Þéttmarsson ábóta
í Selju og Bótólf kanoka í Helgisetri við Niðarós. Ekki er ljóst hvers
vegna Norðmenn voru skipaðir í þessi embætti. Magnús Stefáns-
son bendir á að íslenskir biskupar hafi komið úr röðum höfðingja
og átt á hættu að flækjast í innanlandserjur. Norskir biskupar yrðu
óháðir hagsmunum goðaveldisins, gætu útrýmt einkakirkjuskip-
aninni og rofið tengsl kirkjulegs valds við veraldlegt. Einnig gætu
þeir stutt konung í að treysta völd sín á íslandi og þannig bundið
enda á átök Sturlungaaldar.135 Magnús ýjar að skoðun sem hefur
verið ríkjandi meðal sagnfræðinga, að skipun þeirra Sivarðar og
Bótólfs hafi verið að undirlagi konungs, og þeir hafi átt að þjóna
hagsmunum hans hér á landi. Árið 1238 sé því „mikið tímamóta-
132 Konungs skuggsjá, bls. 152, 164-66, 283-89.
133 Sverris saga, bls. 88, 178. - Det Arnamagnxanske Haandskrift 81a Fol., bls.
569.
134 Norges Camle Love indtil 1387, bls. 435.
135 Magnús Stefánsson, „Kirkjuvald eflist", bls. 137-39.