Saga - 1998, Page 42
40
SVERRIR JAKOBSSON
þungan hug til Gissurar út af griðrofinu 12 árum áður. Árið 1255
sendi konungur ívar Englason til íslands „að flytja sitt erindi á ís-
landi með atfylgi biskupa". Dvaldist ívar „um vetrinn í Skálholti,
og þótti honum Sivarður biskup minna hug á leggja kóngs erindi,
en hann hafði heitið."140 Ekki er getið frekari erindisreksturs bisk-
ups fyrir konung enda reyndist hann konungi ekki þægari ljár í
þúfu en íslendingarnir Þórður kakali eða Gissur Þorvaldsson. Af-
skipti Sivarðar af deilum höfðingja á íslandi fólust fyrst og fremst
í að stilla til friðar, eða gæta hagsmuna kirkjunnar við innheimtu
sektarfjár.141 Ekki er réttmætt að líkja honum við Heinrek Kársson,
eins og Jón Jóhannesson gerir.142 Stuðningur kirkjunnar við kon-
ungsvaldið hófst ekki með komu Sivarðar og Bótólfs til íslands
1239, heldur árið 1247.
En hvað gerðist árið 1247 sem markaði þáttaskil? Þá kom til
Noregs Vilhjálmur kardínáli, sendur af Innosentíusi páfa til þess
að vígja Hákon konung undir kórónu. Þessi atburður markaði
endanlegar sættir norskra konunga, niðja Sverris, við kirkj-
una. Hér eftir vinna kirkja og konungur saman og efldi það stöðu
beggja, ekki síst gagnvart íslenskum höfðingjum. Fram að þessu
höfðu afskipti Hákonar af málefnum íslands einkum verið að
frumkvæði íslendinga.143 Árið 1247 voru Gissur Þorvaldsson og
Þórður kakali staddir í konungsgarði, eftir að hafa skotið málum
sínum til Hákonar konungs eftir Haugsnessfund. Konungur lét
Vilhjálm kardínála dæma í máli þeirra og dæmdi hann Þórði í vil.
Konungur hafði áður hallast að málstað Gissurar svo að úrskurð-
ur kardínálans skipti sköpum.144 Kardínálinn taldi mikilvægt að
einn maður yrði skipaður yfir landið til þess að tryggja friðinn.
Var það að hans ráði að Þórður kakali og Heinrekur biskup voru
sendir til íslands til að koma landinu undir konung. Heinrekur
biskup var fulltrúi kirkju sem nú hafði viðurkennt Hákon sem
réttan konung íslands og falið Þórði kakala, umboðsmanni hans,
að efla konungsvald og koma á landsfriði á íslandi.
140 Det Arnamagnæcmske Haandskrift 81a Fol., bls. 625, 640^42.
141 Sturlunga saga, bls. 745-47.
142 Jón Jóhannesson, íslendinga saga I, bls. 256.
143 Sbr. Ármann Jakobsson, „Hákon Hákonarson - friðarkonungur eða fúl-
menni?", bls. 176.
144 Sturlunga saga, bls. 545-47.