Saga - 1998, Page 43
FRIÐARVIÐLEITNI KIRKJUNNAR Á 13. ÖLD
41
Ekki var Heinrekur ánsegður með frammistöðu Þórðar kakala
og taldi hann hafa meiri áhuga á að koma landinu undir sjálfan sig
en konung. Hann hélt því til Noregs og kærði Þórð fyrir konungi
sem þegar hafði stefnt honum utan. Þórður fór utan 1250. Upp úr
þessu jókst vinskapur Heinreks og Gissurar og árið 1252 komu
þeir út, ásamt Þorgils skarða Böðvarssyni og Finnbirni Helgasyni.
Tóku þremenningarnir við héruðunum sem konungur hafði skip-
aö þeim. Svo fór að biskupi þótti Gissur ekki reka konungserindi
betur en Þórður!45 Þorgils skarði var hins vegar vinur biskups
fyrst í stað. Síðar náði Eyjólfur Þorsteinsson að vinna tiltrú bisk-
ups og eftir Flugumýrarbrennu héldu brennumenn á fund bisk-
ups sem tók vel á móti þeim.
Heinrekur lýsti stórmælum yfir Gissuri fyrir griðrof eftir að
hann lét vega Kolbein grön. Gissur treysti sér ekki til að sitja í for-
boði biskups og hélt utan „en kvaðst vænta, að hann myndi hafa
allar sæmdir af málum þessum ef hann fyndi sinn herra, Hákon
konung". Hann skipaði Odd Þórarinsson yfir ríki sitt!46 Þannig
gat bannfæring biskupa eflt vald konungs þegar höfðingjarnir ís-
lensku höfðu ekki í önnur hús að venda. Þegar Oddur hafði rænt
biskupi söfnuðu nokkrir höfðingjar liði til að frelsa biskup. í þeim
hópi voru menn Þórðar kakala á íslandi á þeim tíma, Eyjólfur ofsi,
Hrafn Oddsson, Þorgils skarði, Sturla Þórðarson, Þorleifur úr
Görðum og Vigfús Gunnsteinsson!47 Fljótlega slitnaði upp úr því
bandalagi og barðist Þorgils gegn Eyjólfi og Hrafni á Þveráreyrum
1255. Lýsti Heinrekur biskup hann þá í bann. Var það ein ástæða
þess að Skagfirðingar neituðu að gera Þorgils að höfðingja sínum.
Hann varð þó höfðingi í Skagafirði en fæð ríkti með þeim biskupi.
Tyrir bænarstað Eyjólfs ábóta á Munka-Þverá var haldinn sátta-
fundur, en biskup var hinn þverasti og skildu þeir ósáttir. Að lok-
um tókst þó að sætta þá og var biskup látinn gera sættina!48 Eftir
þetta fór vel á með þeim og gengust þeir fyrir því, að undirlagi
ívars Englasonar, að láta alla Skagfirðinga og Eyfirðinga játa að
U5 Sturlunga saga, bls. 549-50, 567-68, 585. - Det Arnamagnæanske Haandskrift
Sla Fol., bls. 603-604, 621-22, 625, 631-32.
146 Sturlunga saga, bls. 628-29, 642-43, 650-52.
147 Sama heimild, bls. 658-60, 664-66.
148 Sama heimild, bls. 707, 711-15, 718-21.