Saga - 1998, Page 60
58
PÁLL BJÖRNSSON
Ekki löngu eftir útkomu bókar Blackbourns og Eleys í Þýska-
landi hófust harðvítugar deilur um efni hennar. Hans-Ulrich
Wehler tók efni bókarinnar sýnilega nærri sér; í stað þess að gagn-
rýna hana efnislega, réðst hann á höfundana persónulega, ekki
síst Eley. M.a. taldi Wehler að það eitt vekti fyrir Eley að koma
sjálfum sér á framfæri sem hann hefði gert með „gamaldags ensk-
um hroka."25 Heinrich A. Winkler, nú prófessor við Humboldthá-
skóla í Berlín, tók einnig fram pennann. Hann byrjaði grein sína
með þeim orðum að erfitt væri að skrifa um bók þeirra tvímenn-
inga án þess að grípa til háðs. Gagnrýni hans var þó efnisleg en
hann fullyrti að borgaraleg bylting hefði ekki átt sér stað í Þýska-
landi og að lýðræði hefði ekki komist á fyrr en eftir 1918. Ljóst er
þó af samhenginu að Winkler hafði hér fyrst og fremst síðbúna
þróun í átt til þingræðis í huga. Hefði slík þróun orðið á 19. öld,
eins og raunin var í öðrum vestrænum löndum, þá hefði Weimar-
lýðveldið að mati Winklers getað staðið af sér kreppuna miklu og
þar með hefðu nasistar ekki komist til valda.26
Nokkrir þekktir fræðimenn í Þýskalandi urðu til að taka undir
með Blackbourn og Eley. Einn þeirra, Helga Grebing, prófessor í
Bochum, bar lauslega saman þróun efnahags-, stjórn- og félags-
mála í Þýskalandi, Frakklandi og Englandi. Hún komst að þeirri
niðurstöðu að öll löndin hefðu átt það sammerkt að í upphafi 20.
aldar hafi stétt borgara ráðið ríkjum. Ekki hefði verið til evrópsk-
ur meðalvegur eða Normalweg og því sé ekki hægt að tala um
þýskan Sonderweg. Eina óvenjulega þróunin hefði átt sér stað í
Englandi og því væri nær að tala um enskan Sonderweg.27
Bernd Weisbrod, einnig prófessor í Bochum, hefur haldið fram
svipaðri túlkun á enskri þjóðfélagsþróun. Hann tók undir gagn-
rýni Blackbourns og Eleys á þá ímynd sem talsmenn hins þýska
Sonderwegs höfðu haft af Englandi; sú ímynd gæti ekki þjónað sem
25 Hans-Ulrich Wehler, „,Deutscher Sonderweg' oder allgemeine Probleme des
westlichen Kapitalismus?", Merkur 35 (maí 1981) 5, bls. 478-87; svar Eley's
er í sama, 35 (júlí 1981) 7, bls. 757-59; og svar Wehlers við svari Eleys er í
sama, bls. 760.
26 Heinrich A. Winkler, „Der deutsche Sonderweg: eine Nachlese", bls.
793-804.
27 Helga Grebing o. fl., Der ,deutsche Sonderweg' in Europa 1806-1845: eine
Kritik, bls. 109, 136-37 og 196-200.