Saga - 1998, Page 74
72
PÁLL BJÖRNSSON
persónulegra árása. Hún hefur t.a.m. orðið fræðimönnum hvatn-
ing til samanburðarrannsókna á ríkjum, héruðum og borgum.
Hún hefur einnig sýnt fram á mikilvægi þess að menn rannsaki
menningu annarra þjóða en sinnar eigin. Frá því síðari heimsstyrj-
öld lauk hafa Þjóðverjar tekið erlendum fræðimönnum opnum
örmum en framlag „útlendinga" til deilunnar sýnir best að sú
gestrisni hefur borgað sig.
Deilan hefur í stuttu máli snúist um það hversu langt fræði-
menn eigi að leita aftur í tímann að rótum Þriðja ríkisins, hvort
leið Þýskalands til nútímans hafi verið sérstök, hvort landið hafi
verið nútímalegt á síðari hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar og hvaða
mælikvarða eigi yfir höfuð að leggja á nútímann. Rétt er að ítreka
að deilan hefur ekki snúist um spurninguna hvort helförin sem
slík hafi verið einstæður atburður í mannkynssögunni þótt það at-
riði hafi auðvitað einnig borið á góma.66
Ólíkar niðurstöður fræðimanna endurspegla mismunandi að-
ferðafræði þeirra en þeir hafa beitt kenningum í anda söguhyggju,
þjóðernishyggju, nývæðingar, nýmarxisma og póstmódernisma-
Á hinn bóginn sýnir deilan að afstaða manna hefur einnig mótast
af tilraunum þeirra til að ala almenning upp en átökin á milli þjóð-
ernissinna og „gagnrýnu" sagnfræðinganna sýna það t.d. glöggt-
Það minnir okkur á að stöðugt heyja stjórnmála-, fjölmiðla- og
fræðimenn baráttu um yfirráðin yfir fortíðinni.
Heimildaskrá
Berger, Stefan, „Challenge by Reunification: The ,Historical Social Science' at
Era's End", Tel Avier jahrbuch fiir deutsche Geschichte XXV (1996), bls-
259-80.
— „Historians and Nation-Building in Germany after Unification", Past &
Present 148 (1995), bls. 187-222.
Der Berliner Antisemitismusstreit. Ritstj. W. Boehlich (Frankfurt am Main, 1988)’
Blackbourn, David og Eley, Geoff, Mythen deutscher Geschichtsschreibung■ N,c
gescheiterte biirgerliche Revolution von 1848 (Frankfurt am Main, 1980).
— The Peculiarities of German History. Bourgeois Society and Politics in Ni>ie
teenth-Century Germany (Oxford, 1984).
66 Yfirlit yfir umræður um hvort helförin hafi verið einstæð er í Richard Breit
man, „The ,Final Solution'".