Saga - 1998, Síða 92
90 ÁRNI DANÍEL JÚLÍUSSON
Spurningin er hvort sá hópur var í eðli sínu hliðstæður hópi hús-
manna í Danmörku.
Lagskipting í bændasamfélögum er flókið fyrirbæri. Stafar
flækjan af því að um er að ræða tvenns konar lagskiptingu: Ann-
ars vegar hinn aldursbundna stöðumismun, sem sameiginlegur
var flestum bændasamfélögum Vestur-Evrópu, a.m.k. íslandi,
Danmörku, Noregi og Englandi, en hins vegar var í sumum sam-
félögum annars konar lagskipting. Þar var einnig stétt landleys-
ingja, landbúnaðarverkamanna eða húsmanna, auk hinnar venju-
legu bændastéttar, stétt sem hafði lítið sem ekkert land til umráða
og var oft háð eða undir stjórn bænda. Þessi stétt landleysingja
greindi sig frá fólki í aldursbundinni stöðu vinnufólks þannig að
staða þeirra var til lífstíðar og þetta var fjölskyldufólk. Dæmi um
þetta er danska húsmannastéttin.
Ymsir hafa blandað þessum tveimur tegundum stöðumunar
saman, þegar fjallað er um íslenska bændasamfélagið og það bor-
ið saman við erlend bændasamfélög. íslenskt vinnufólk var yfir-
leitt á aldrinum 12-25/30 ára, og úr því urðu flestir karlmenn full-
gildir bændur á jörð, misfátækir eða misríkir, en allir með umráð
yfir eigin jörð. Langflest fólk á sama aldri, til dæmis bæði á
Norðurlöndunum og Englandi30, var á þessu tímabili ævi sinnar í
þjónustu. Þetta er eitt höfuðeinkenni hinnar svokölluðu vestur-
evrópsku fjölskyldugerðar, og hefur verið bent á hana sem mikil-
vægt sérkenni Evrópu snemma á nýöld.31 Hið fræga vistarband,
sem mest hefur verið blásið út sem kúgunartæki gamla samfélags-
ins hér á landi, átti sér margar hliðstæður í Evrópu, t.d. annars
staðar á Norðurlöndum. Danakonungur setti t.d. lög um vinnu-
fólk 1619, og stóð sú lagasetning langt fram á 19. öld.32 Þar
reyndi hann meðal annars að hindra of miklar kaupkröfur verka-
fólks.
30 Det danske landbrugs historie II, bls. 132. - P.J.P. Goldberg, Women, Work aiid
Lifecycle in a Medieval Economy.
31 E.L. Jones, The European Miracle, bls. 3-21. Öll röksemdafærsla Jones geng'
ur út á að sýna fram á að þau sérkenni evrópsks landbúnaðar og félags-
kerfis, sem ólík voru asískum kerfum, hafi verið styrkur Evrópu, þar á
meðal áhersla á húsdýrahald og mjólkurneyslu, háan aldur við giftingu og
fleira. Hafi þetta verið styrkur Evrópu, hlýtur það einnig að hafa verið ja'
kvætt fyrir fsland.
32 Det danske landbrugs historie II, bls. 132.