Saga - 1998, Page 94
92
ÁRNI DANÍEL JÚLÍUSSON
ið Earls Colne í Austur-Anglíu og bæina Springfield og Ipswich í
Nýja-Englandi. Um 60% fbúa Earls Colne voru fátækir, landlaus-
ir vefarar, sem unnu við vefnaðinn allt sitt líf. Afgangurinn var
það sem við mundum kalla venjulega bændur. Ymis önnur ensk
þorp höfðu nokkru lægra hlutfall landleysingja, dæmigerðara
virðist að um 30% íbúa væru í þessum hópi á 17. öld. í Nýja'
Englandi var enginn slíkur hópur landleysingja fyrir lífstíð til, því
stöðumunur var eingöngu háður aldri. Möguleikar manna á að
flytja búferlum ef að þeim kreppti ollu því að þótt ýmis einkenni
enska samfélagsins flyttust yfir hafið, þá flosnaði hin fastbundna
lífstíðarstéttaskipting upp.
Staða bænda í Akrahreppi og Staðarsveit líkist að ýmsu leýd
meira stöðu norður-amerískra en enskra bænda á 17. öld, þar sem
þeir bjuggu, eins og áður segir, í samfélögum þar sem langflestir
urðu á endanum bændur á eigin á jörð. Tafla 5 bendir til þess að
afkomumöguleikar hafi verið mjög svipaðir fyrir hverja fjölskyldn
í heildina, og athugun á afkomu og verslun í tveimur sóknum 1
Svarfaðardal um 1760-63 bendir til hins sama. Samtímaheimildir
benda til að af 32 bændum í Tjarnar- og Urðasókn hafi alls 27 tal'
ist vel bjargálna eða bjargálna, einn verið ríkur og fimm verið fa'
tækir miðað við viðmið þessa samfélags.35 Langflestir þessif
bændur versluðu við einokunarkaupmenn, en geta til að versla
með eigin framleiðslu telst einmitt eitt einkenni vel settra bænda1
Evrópu á miðöldum og snemma á nýöld. Nær allt íslenska
bændasamfélagið virðist því hafa verið í svipaðri stöðu og betu1'
megandi en hópar í evrópskum akuryrkjusamfélögum, bæði fjöh
skyldur á lögbýlum og hjáleigum. Eymd er afstætt hugtak, og hafi
íslendingar verið ofurseldir eymd á þessum tíma þá var eym^
annarra þjóða ekki minni, stundum jafnvel meiri á heildina litið-
í Austur-Evrópu var eymd bænda mikil snemma á nýöld, e’n
það var talsvert önnur tegund eymdar en til dæmis í Englandk 1
Austur-Evrópu þandist byggð mjög út á hámiðöldum, og ástanh'
ið var þá nokkuð gott. Fjöldi manna fluttist frá þéttbýlli hlutuu1
Vestur-Evrópu til austurs, þar sem skipulagðar voru nýbyggÖ,f
frjálsra bænda á strjálbýlum landsvæðum. Þar voru einnig höfu^
ból aðalsmanna sem oft höfðu ófrjálst, slavneskt vinnuafl á bú1"11
35 Árni Dani'el Júlíusson, „Einokunarverslunin og Svarfdælingar".