Saga - 1998, Page 98
96
ÁRNI DANÍEL JÚLÍUSSON
árið 140241 miðað við 14 eða 15 við lok 17. aldar42, á Hnjúki í Svarf-
aðardal voru átta kúgildi 139843, en fjögur 1686. Fjöldi leigukú-
gilda á sumum þessum jörðum er það mikill að ólíklegt er að eitt
bú hafi getað staðið undir rekstri þeirra allra. Mikill fjöldi leigukú-
gilda á einni jörð gæti verið vitnisburður um tví- eða fleirbýli á
jörðinni. Vitað er að tví- og fleirbýli voru til á 14. öld.44 Á 17. öld
var það nánast regla á Suðurlandi að væru fleiri en sjö leigukú-
gildi á jörð var þar tví- eða þríbýli.45 Há landskuld á jörð og/eða
mikill fjöldi kúgildaleigna er um 1700 oftast merki um að heimil-
ið sé stærra en hið venjulega 6-8 manna sveitaheimili, annaðhvort
er fleirbýli á jörðinni eða stórbýli.
Tengsl milli stærðar jarða og fjölda kúgilda breytast talsvert a
15. til 16. öld. Þetta kemur skýrt fram á ýmsum jörðum í eigu
Reynistaðarklausturs í Skagafirði46 (sjá töflu 7). Leigukúgildi árið
1446, sérstaklega á jörðum sem eru 25-40 hundruð, eru mun fleiri
en á öðrum. Þar eru 8-12 leigukúgildi. Rúmri öld síðar, 1556, hef-
ur leigukúgildum fækkað á þessum jörðum niður í „eðlilega" töh>
miðað við síðari aldir, 5-6, sem raunar er óeðlilega lágt miðað við
dýrleika jarðanna.47 Af þessu mætti draga þá ályktun að tvíbýl'
eða fjölmenn býli af öðru tagi hafi verið á mun fleiri jörðuni
Reynistaðarklausturs á 15. öld en á þeirri 16., og þá að öllum lík'
indum enn fleiri á 14. öld. Tvíbýli á þessum jörðum voru hins veg'
ar lengst af fá á 17.-18. öld. Ólíklegt er að bændur hafi tekið á leigu
jarðir með svo miklum fjölda kúgilda á 15. cld ef völ var á eyð1'
jörðum, eins og nóg var af á þessum tíma, með minni landskuld
og færri kúgildum, nema um hafi verið að ræða tvíbýli. Svo dýr'
ar jarðir báru auðveldlega tvíbýli.
Ýmsar heimildir eru til um hjáleigur frá 14. öld og virðist mega
túlka heimildir þannig að flestar hjáleigur sem hefðbundar voru a
síðari öldum hafi þá verið komnar til, og margar umfram það-
41 D7III, bls. 677.
42 Björn Lárusson, The Old Icelandic Land Registers, bls. 241.
43 DIIII, bls. 628.
44 Árni Daníel Júlíusson, „Bonder i pestens tid", bls. 88-93 og 137-41-
45 Sama heimild, bls. 141.
46 DIIV, bls. 700-702.
47 D7XII,bls. 141.
48 Árni Danfel Júlíusson, „Bonder i pestens tid", bls. 93-97 og 137-41.