Saga - 1998, Page 100
98
ÁRNIDANÍEL JÚLlUSSON
Rangárvallasýslu, Árnessýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Einnig voru margar hjáleigur í Skagafirði á síðari öldum, en fáar
heimildir eru um þær á 14. öld. Ólíklegt er hins vegar að engar
hjáleigur hafi verið til á Suðurlandi og í Skagafirði. Raunar rná
fullyrða að þessi dreifing heimilda um hjáleigur á 14. öld endur-
spegli fremur þróun í gerð máldaga eða eitthvað slíkt en raun-
verulega dreifingu hjáleigna.
í töflu 8 má sjá þróun afgjalda á ákveðnu svæði umverfis Hóla,
í Hjaltadal, Viðvíkursveit, nyrsta hluta Blönduhlíðar, hluta Rípur-
hrepps og hluta Hofshrepps. Mun færri býli voru í byggð á þessu
svæði eftir 1400 en fyrir þann tíma, sem stafar að likindum að
mestu af áhrifum plágunnar. Skýrt er kveðið á í jarðabók frá 1388
að afgjöld skuli greiða í vaðmáli, og var það kvenmannsverk að
vefa. Það tók vefkonu 64-72 daga að vefa 120 álnir vaðmáls, eða
eitt hundrað, og fór það eftir gerð þess.49 Það gefur auga leið að á
búi þar sem líka þurfti að vefa föt á fjölskylduna, elda mat, sinna
börnum, strokka mjólk og svo framvegis hefur framleiðsla vað-
máls til greiðslu landskuldar verið þungur baggi á konunum á
heimilinu. Margar jarðir í töflu 8 hafa líklega verið fjölskyldu-
býli með eina fjölskyldu um 1388, sé miðað við að jörð með eins
hundraðs og jafnvel tveggja hundraða landskuld hafi verið slíkt
býli, en jarðir með þriggja, fjögurra eða fimm hundraða landskuld
hafa líklega þurft meira vinnuafl en eina venjulega bændafjöl-
skyldu með sjö meðlimum til að standa undir rekstri, sérstaklega
ef fjöldi leigukúgilda var mjög mikill.
Heildarafgjöld á 69 jörðum Hólastóls lækka úr 185,3 hdr. 1388 í
111,3 hdr. 1550, en voru 142 hdr. 1449, eins og sést á töflu 8. Tekjur
stólsins af jarðeignunum lækka miklu meira en hlutfall afgjalda af
jarðarverði segir til um, vegna þess hversu margar jarðir fara í
eyði. Jóns Arasonar biskups er getið með láði 155050 fyrir að hafa
byggt upp nær allar jarðir staðarins, en það hrós verður hálfinn-
antómt vegna þess hversu mikil afgjaldalækkunin var þrátt fyr-
ir það. Hann getur varla hafa fengið fleiri en eina fjölskyldu á
hverja jörð, til þess bendir fjöldi leigukúgilda, landskuldarupp-
49 Helgi Þorláksson, Vaðmdl og verðlag, bls. 327.
50 Dl XII, bls. 858 og áfram.